Skessuhorn - 30.11.2016, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201624
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunn-
ar á Vesturlandi var haldin í Stykk-
ishólmi síðastliðinn fimmtudag.
Dagskráin var skipulögð af Mark-
aðsstofu Vesturlands og viðburðinn
sóttu ferðaþjónar víða að úr lands-
hlutanum til að sýna sig, sjá aðra og
gleðjast í góðum hópi. Blaðamaður
Skessuhorns slóst með í för og hér á
eftir fer frásögn af þéttskipaðri dag-
skrá uppskeruhátíðarinnar.
Dagurinn hófst með léttum há-
degisverði á Hótel Fransiskus og
síðan tóku við fimm stutt erindi
áður en hópurinn gekk um Stykk-
ishólmsbæ og heimsótti sjö ferða-
þjónustufyrirtæki í bænum. Dag-
skránni lauk síðan með kvöldverði
á Narfeyrarstofu.
Fór yfir verkefni
Markaðsstofunnar
Kristján Guðmundsson, forstöðu-
maður Markaðsstofu Vestur-
lands, hóf daginn formlega að há-
degisverði loknum með stuttu er-
indi þar sem hann sagði frá starf-
semi Markaðsstofunnar á liðnu ári.
Hann sagði fulltrúa Markaðsstof-
unnar hafa tekið þátt í ferðasýning-
unum Mid-Atlantic og Vestnorden
á liðnu ári, sem og sótt vinnustof-
ur í Montréal í Kanada og Boston
og Washington í Bandaríkjunum í
samstarfi við Íslandsstofu. Þá hefði
Markaðsstofa Vesturlands stað-
ið fyrir blaðamannferðum, einnig
í samstarfi við Íslandsstofu. Sagði
hann blaðamannaferðirnar hafa
gefið góða raun og sagði frá heim-
sókn þýskra blaðamanna til lands-
hlutans. „Það skilaði meðal annars
mjög flottri umfjöllun um sögu-
staði á Vesturlandi í stórum þýsk-
um miðlum, til dæmis Der Spie-
gel,“ sagði Kristján og bætti því við
að grein um heimsóknina sem birt
var á vef Der Spiegel hafi náð til 10
milljóna manna.
Kristján sagði samstarf mark-
aðsstofa landshlutanna hafa aukist
mikið að undanförnu, enda væru
hagsmunir landsbyggðarinnar sam-
eiginlegir. Þá ynnu markaðsstof-
urnar náið með Ferðamálastofu og
Stjórnstöð ferðamála.
Visit the locals
Efni sem unnið væri að núna sagði
Kristján meðal annars verkefnið
„Visit the locals“, sem og gerð
myndbanda af náttúru og umhverfi
frá hverju sveitarfélagi á Vestur-
landi. Sýndi hann gestum mynd-
bönd frá Akraneskaupstað og Hval-
fjarðarsveit, en fleiri myndbönd eru
ekki fullunnin enn sem komið er.
Þá er einnig unnið að því að taka
vetrarljósmyndir frá landshlutan-
um sem nota á í kynningarstarfi, en
hlé var gert á því verkefni þegar tók
að vora í ár. „Stefnan er að koma
því aftur af stað eftir áramót þeg-
ar það verður kominn snjór,“ sagði
Kristján.
Þau verkefni sem framundan eru
sagði Kristján vera að samræma
upplýsingagjöf á Vesturlandi og
að auka samstarf upplýsingamið-
stöðvanna. Einnig væri DMP verk-
efnið að fara af stað, stefnumótandi
stjórnunaráætlanir í ferðaþjón-
ustu. „Hvar viljum við byggja upp
og hvernig, er spurningin sem á að
reyna að svara í því verkefni,“ sagði
Kristján að lokum.
Sagt frá Svæðisgarði
Snæfellsness
Næst tók til máls Ragnhildur Sig-
urðardóttir, framkvæmdastjóri
Svæðisgarðsins Snæfellsness. Hún
sagði frá því að yfir hundrað manns
hafi komið að undirbúningi svæð-
isgarðsins og skapað sameiginlega
framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin á
Snæfellsnesi. Það hafi verið unn-
ið í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið
Alta og síðan sett í formlegt svæðis-
skipulagsferli. Þau lykilsvið svæðis-
ins sem fram komu í undirbúnings-
vinnunni voru upplifun, jarðfræði
og strandmenning. Þá hafi áætlun-
inni verið skipt í stefnu í skipulags-
málum, atvinnumálum og fræðslu-
og markaðsmálum. Markmið-
um svæðisskipulagsins verði síðan
framfylgt í aðalskipulagi sem öll-
um sveitarfélögum er skylt að fara
eftir.
Hún sagði verkefni Svæðisgarðs-
ins að laða að fjármagn og fá styrki
til ýmissa verkefna á Snæfellsnesi.
„Það hefur gengið ágætlega og ætl-
unin er að halda áfram, því sú vinna
sem þegar hefur verið unnin á því
sviði lofar góðu,“ sagði Ragnhild-
ur.
Verkefnin sem framundan eru
sagði hún vera að stýra umferð um
svæðið, ákveða hvert skuli beina
gestum og hvert ekki. „Það er vel
hægt og lýsandi dæmi um það er
Bjarnafoss í Staðarsveit. Annað
dæmi um það er að finna á Helga-
felli, þar sem landeigendur hafa
enga hagsmuni af heimsóknum
ferðamanna. Þar náðist í góðri
samvinnu við landeigendur að út-
búa gestasvæði og um leið að beina
umferð þangað og þar með stýrt
frá öðrum stöðum þar sem land-
eigendur kæra sig ekki um um-
ferð ferðamanna,“ sagði hún. „Í því
verkefni var hlutverk Svæðisgarðs-
ins að leiða saman þá aðila sem áttu
hlut að máli.“
Meðal verkefna sem framund-
an eru hjá Svæðisgarðinum sagði
Ragnhildur vera að samræma skilti
og merkingar og almennt að gera
Snæfellsnes sýnilegra, sem og að
kanna enn frekar möguleika á
ferðaleiðum og áfangastöðum.
Vinna við að auka
menntunarstig
Efling menntunar í ferðaþjónustu
og matvælaframleiðslu er verkefni
sem unnið hefur verið af Símennt-
unarmiðstöð Vesturlands og greint
hefur verið frá í Skessuhorni. Næsta
erindi á Uppskeruhátíð ferðaþjón-
ustunnar fjallaði um þetta verkefni
og var það Inga Dóra Halldórs-
dóttir frá Símennt sem tók til máls.
Hún sagði að markmið verkefnisins
sé að hækka menntunarstig innan
þessara greina svo gæði framleiðslu
og þjónustu aukist. Kannað var
námsframboð sem gæti fallið und-
ir þetta verkefni á Vesturlandi sem
og fræðsluþörfin. Af hálfu atvinnu-
greinarinnar var kallað eftir nám-
skeiðum sem væru einhvers konar
blanda af stað- og fjarnámi og tækju
ekki of mikinn tíma þar sem fólk
þyrfti að vera fjarri vinnu. Út frá
þarfagreiningunni hefur framboð
námskeiða sem tengjast verkefninu
verið aukið hjá Símenntunarmið-
stöð Vesturlands, Háskólanum á
Bifröst og Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri. Nú stendur
yfir kynningarstarf verkefnisins.
Sagði hún að það færi fram með
markpóstum, fræðsluerindum sem
því sem hún hélt á uppskeruhátíð-
inni, greinum í blöðum og miðl-
um, á heimasíðunni og fleiri stöð-
um. Þá sagði hún að verkefnið hafi
leitt af sér ánægjulegar aukaafurð-
ir. „Til dæmis varð til hálfgerð
matarsmiðja, þá jukust samskiptin
innan þessa fræðslusvæðis sem og
áhugi á nýsköpun þar sem ólíkar
greinar voru leiddar saman,“ sagði
Inga Dóra.
Íslenski ferðaklasinn
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasa-
stjóri Íslenska ferðaklasans, tók
næst til máls og kynnti starfsemi
klasans. „Íslenski ferðaklasinn er
fyrirtækjadrifinn og verkefnadrif-
inn vettvangur fólks sem starf-
ar í ferðaþjónustu og tengdum at-
vinnugreinum. Hann var stofn-
aður árið 2015 með það að mark-
miði að efla samvinnu og sam-
starf í greininni, efla hvers konar
nýsköpun í ferðaþjónustu, stuðla
að aukinni fagmennsku og gæð-
um og efla innviði greinarinnar,“
sagði Ásta. Hún sagði að aðstand-
endur klasans hygðust ná þess-
um markmiðum sínum með skil-
greindu og verkefnamiðuðu sam-
starfi. „Kjarnaverkefnin okkar eru
fjárfestingar í ferðaþjónustu, sér-
staða svæða, sem er unnin í svæð-
isbundnum klösum og miðar að
því að styrkja innviði ferðaþjón-
ustunnar, og ábyrg ferðaþjónusta,“
sagði Ásta og bætti því við að síð-
astnefnda verkefnið, ábyrg ferða-
þjónusta, væri hvatningarverkefni
þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu
væru hvött til að setja sér markmið
í samfélagsábyrgð.
Starfsemi Íslenska ferðaklasans
er hrein viðbót við þá starfsemi
sem þegar fer fram á sviði ferða-
mála, til dæmis hjá Samtökum
ferðaþjónustunnar, Ferðamála-
stofu og Íslandsstofu og er ekki
ætlað að koma í stað þeirra. Þvert
á móti er honum ætlað að stuðla
að auknu samstarfi við þessa aðila
sem og aðra um landið allt. „Hér
er um að ræða þverfaglegt samstarf
sem styrkir og eflir greinina með
markvissum hætti.“
Tveir í Startup
Tourism
Síðasta erindið á dagskrá flutti
Svana Björk Ólafsdóttir frá Star-
tup Tourism. Hún sagði lítil-
lega frá fyrirtækinu, sem áður hét
Klak Innovit. „Þetta er einkafyrir-
tæki sem er ekki rekið í hagnað-
arskyni heldur til að aðstoða fólk
sem vill stofna fyrirtæki utan um
góða hugmynd í ferðaþjónustu,“
sagði Svana. Hún sagði að sér
þætti ánægjulegt að greina frá því á
þessum vettvangi að Vestlending-
ar hafi átt tvo fulltrúa af tíu sem
valdir hafi verið til þátttöku í við-
skiptahraðlinum Startup Tourism
á síðasta ári. Það eru annars veg-
ar ferðaskrifstofan Cold Spot sem
gerir út frá Hvanneyri og fyrirtæk-
ið Criss Cross sem hyggst skipu-
leggja matarferðir um Vesturland.
Hún sagði markmiðið með
starfsemi fyrirtækisins að hvetja til
nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu,
styrkja fyrirtæki sem þegar störf-
uðu í greininni, fjölga afþreying-
armöguleikum á landsbyggðinni
og dreifa ferðamönnum víðar um
landið. „Einnig er leitað að tækni-
lausnum, hvort sem það tengist af-
þreyingu eða öðru, til að styrkja
innviði ferðaþjónustunnar,“ sagði
Svana. Nefndi hún sem dæmi fyr-
irtækið Bergrisa, sem hefur hann-
að hugbúnaðar- og tæknilausn
sem gerir ferðafólki mögulegt að
greiða fyrir þjónustu sjálfvirkt. Þar
með væri möguleiki á að taka gjald
fyrir veitta þjónustu, hvort sem
það væru salerni eða bílastæði, án
þess að rekstraraðili þyrfti að hafa
starfsmann á staðnum.
Að lokum nefndi hún að opið
væri fyrir í umsóknir í Startup Ice-
land og umsóknarfrestur væri til
16. janúar. „Þá er rétt að geta þess
að það er möguleiki fyrir starfandi
fyrirtæki að sækja um, til dæmis
ef þau eru með hugmynd að nýrri
vöru sem þau vilja þróa. Fyrirtæk-
ið þarf ekki að vera alveg nýtt, að-
eins með góða hugmynd,“ sagði
Svana.
Stykkishólmur var gestgjafi ferðaþjóna á Vesturlandi
Dagskráin hófst með fimm erindum á Hótel Fransiskus sem öll tengdum ferðaþjónustu. Hér hlýðir hópur ferðaþjónustufólks
af Vesturlandi á eitt slíkt.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir sagði frá starfsemi Íslenska ferðaklasans.
Sigríður Erla Guðmundsdóttir segir frá Leir 7.