Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 25

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 25 Farið í ferð um bæinn Að erindum loknum hélt hópurinn áleiðis niður á höfn þar sem Sæ- rún, eitt skoðunarskipa Sæferða, lá við bryggju. Gekk hópurinn um borð, skoðaði sig lítillega um áður en gestir voru fengnir til að kynna sig og sína starfsemi í örfáum orð- um. Því næst tók Nadine E. Wal- ter, sölu- og markaðsstjóri Sæferða, sér stöðu við matsöluna í Særúnu þar sem hún hóf sinn feril hjá Sæ- ferðum eitt sumar. Hún sagði lítil- lega frá skipinu, sem notað er við eyjasiglingar og skoðunarferðir, en á því er hægt að sigla mjög ná- lægt eyjunum í nágrenni Stykkis- hólms. Því næst bauð hún hópnum að þiggja kaffi og kökur í móttöku og verslun Sæferða og sagði lítil- lega frá fyrirtækinu sjálfu. Hópurinn arkaði síðan sem leið lá í Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Þar er á jarðhæð sýningin Aton, sýning um húsgagnasmiðjuna Aton sem rekin var um árabil í Stykkishólmi. Á annarri hæð hússins er innréttað heimili í heldri manna stíl. Kom á daginn meðan á heimsókn hóps- ins í Norska húsinu stóð að einn gestanna, Áslaug Þorvaldsdóttir í Landnámssetrinu í Borgarnesi, hafði búið í húsinu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stúlka. Að- spurð sýndi hún nokkrum gestum hvar herbergið hennar hefði verið og lýsti því hvernig hefði verið um- horfs í húsinu þegar hún bjó þar. Æðarsetur Íslands Því næst var haldið á sýninguna Æðarsetur Íslands þar sem Erla Friðriksdóttir tók á móti hópnum. Flutti hún erindi um æðarfuglinn, íslenska æðardúninn og vinnslu á honum. Kom fram í máli hennar að aðeins fjögur tonn væru framleidd af hreinsuðum æðardúni í heim- inum á ári og þrjú þeirra kæmu frá Íslandi. Hins vegar væri stærsti markaðurinn fyrir æðardún í Jap- an og þar fengist gríðarlega hátt verð fyrir dúninn. Ein dúnsæng í Japan kostaði til að mynda um og yfir tvær milljónir króna. Auk þess sagði hún stuttlega frá sýningunni Æðarsetur Íslands, sem inniheldur meðal annars litla hlunnindasýn- ingu þar sem handverk er til sýn- is, gömul áhöld og fleira. Þá sýndi hún gestum stutta heimildarmynd um æðarfuglinn og svaraði spurn- ingum úr sal. Sköpuðust nokkrar umræður um æðarfuglinn og dún- inn í kjölfar þess. Ylur í kroppinn á Hótel Egilsen Næsti viðkomustaður var Hótel Eg- ilsen þar sem Gréta Sigurðardótt- ir bauð gestum upp á heitt súkkul- aði, smákökur og jólabjór. Hótelið er tíu herbergja og sagði hún rekst- ur þess ganga vel. Kvaðst Gréta hafa í gegnum árin lagt áherslu á að andrúmsloftið og viðmótið væri heimilislegt og vingjarnlegt. Fengu nokkrir gestir sem óskuðu þess sér- staklega að fara litla skoðunarferð um hótelið, ásamt Elínu Rögnu Þórðardóttur, sem tók við sem hót- elstýra á haustmánuðum og stýrir nú öllum daglegum rekstri á Hót- el Egilsen. Annars naut hópurinn sín vel með drykkjarföngin og pip- arkökurnar og var það mál manna að heita súkkulaðið væri sérlega bragðgott. Söfn og gallerí Eldfjallasafnið var næsti viðkomu- staður hópsins, en þar er sýn- ing á alþjóðlegri list og munum sem tengjast eldgosum og áhrifum þeirra víða um heim, sem og steins frá tunglinu. Jarðfræðifróðleik má lesa af spjöldum sýningarinnar og eftirprent frægra málverka af eld- gosum var að finna á safninu, þar á meðal eftir Andy Warhol. Jarðfræði Snæfellsness gátu gestir fræðst um og skoðað allar algengustu berg- tegundir sem finna má á Íslandi. Gerðu nokkrir gesta sér það að leik að geta sér til um bergtegundirnar, með misjöfnum árangri. Næst lá leiðin á opna vinnustofu Leirs 7 og Smávina þar sem Sig- ríður Erla Guðmundsdóttir, eig- andi Leirs 7 og Lára Gunnarsdótt- ir í Smávinum tóku á móti hópn- um. Sigríður sagði frá keramik- inu, en hún vinnur helst úr íslensk- um leir sem numinn er í Fagradal á Skarðsströnd. Býr hún meðal annars til borðbúnað og kom þá á daginn að bollarnir sem hópurinn hafði drukkið súkkulaði úr á Hót- el Egilsen fyrr í ferðinni komu ein- mitt þaðan. Einnig mátti sjá diska, smjörskrín og fleira og nokkrir gesta voru svo hugfangnir að þeir drógu fram veskið og fengu muni keypta. Lára Gunnarsdóttir í Smávinum sagði einnig stuttlega frá sinni starf- semi á verkstæði Leirs 7 og Smá- vina. Hún sagði frá því þegar hún starfaði sem grafíker en tók sér fyrir tilviljun birkigrein í hönd og tálg- aði sína fyrstu fígúru með grafík- járnunum sínum í byrjun tíunda áratugarins. Heillaðist hún svo mjög af birkinu og eiginleikum þess að það hefur allar götur síðan verið hennar aðal viðfangsefni. Sturla ræddi við gestina Síðasti ferðamannastaðurinn sem hópurinn sótti heim var Vatnasafn- ið og þar flutti Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, stutta tölu. Ræddi hann ferðaþjónustuna auk þess sem hann rakti í stuttu máli sögu Vatnasafnsins, húsnæðis sem áður hýsti bókasafnið. Vatnasafn- ið er skapað af listakonunni Roni Horn og þar er að finna í glersúlum vatn úr 24 íslenskum jöklum. Hafði Sturla orð á því að safnið væri ein- stakt og síbreytilegt eftir árstíma og eftir því hvenær fólk kæmi í heim- sókn að deginum. Sagði hann því al- gengt að gestir bæjarins sem litu inn í safnið að morgni kæmu gjarnan aft- ur að kvöldi, en þá væri ásýnd safns- ins allt önnur. Einnig kvaðst hann ánægður að hafa fengið að koma að og fylgjast með uppgangi ferðaþjón- ustunnar sem bæjarstjóri í Stykkis- hólmi á áttunda, níunda og tíunda áratugnum, síðan sem ráðherra og aftur nú sem bæjarstjóri. Að end- ingu bað Sturla gesti að lyfta glösum og skála fyrir ferðaþjónustunni. Að lokinni heimsókn í Vatnasafn- ið hélt hópurinn á Narfeyrarstofu og snæddi saman kvöldverð. Hópurinn var beðinn að kynna sig á nýjan leik og segja stuttlega frá sér, rétt eins og í upphafi skoðunarferðarinnar um bæinn. Það sem eftir lifði kvölds nutu gestir sín við mat og drykk, ræddu málin yfir kvöldverðinum auk þess sem nokkrar góðar sög- ur fengu að heyrast. Að veglegum kvöldverði loknum þökkuðu gestir fyrir sig og héldu heim á leið. Var það mál manna að Uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar á Vesturlandi 2016 hafi verið mjög vel heppnuð. kgk Í heimsókn hjá Sæferðum. Nadine E. Walter, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir frá starfseminni. Eitt leirlistaverkanna sem unnið er í Leir 7 til sýnis. Svipmynd frá Vatnasafninu. Gengið milli súlnanna á Vatnasafninu, en þær innihalda vatn úr 24 íslenskum jöklum. Lára Gunnarsdóttir í Smávinum sýnir eitt sinna verka í heimsókn hópsins í vinnustofu Leirs 7 og Smávina. Á Hótel Egilsen tyllti hópurinn sér niður við kertaljós, þáði kakó, smákökur og jólabjór og fræddist um starfsemi hótelsins. Erla Friðriksdóttir ræðir við hópinn um æðarfuglinn, æðardúninn og vinnslu á honum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.