Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201626
Vísnahorn
Það líður að jólum og leiður er veðranna slagur.
Ljósálfar sumarsins allir á brott eru fluttir.
Í raun og veru er þessi desemberdagur
dálítið svipaður prestinum – báðir stuttir.
Svo kvað Jakob Jónsson fyrir mörgum árum
og nú eins og þá nálgast blessuð jólin okkur
með voru árlega stressi og öllu því sem við
þurfum að gera til að verða nú eins og alvöru
Ameríkanar. Þeir versla nefnilega svo mikið
fyrir jólin og halda uppá allskonar daga sem við
höfum ekki heyrt nefnda en þurfum samt að
halda hátíðlega til vonar og vara. Þetta er líka
svo gott fyrir kaupmennina því ekki lifa þeir á
loftinu einu saman. Eða eins og konan sagði:
Nú skal gjörvöll Adamsætt
eiða stóra vinna.
„Í Betlehem er barn oss fætt;“
- nú bjargar ekkert minna.
Hugi Hraunfjörð orti líka um blessaða kaup-
mennina:
Ýmsir hafa úr því bætt
ef að fauk í skjólin
hvað þeir mikið gátu grætt
á Guði fyrir jólin.
Veit ekki hvort ég á að þora að birta þá
næstu. Hún er nefnilega ekki um kaupmenn-
ina en hún er hinsvegar eftir Bjarna frá Gröf:
Sanna gleði eignast enginn
auðs þó fínan leiki trúð.
Hamingjan er heimafengin,
hún er aldrei keypt í búð.
Fyrir þónokkrum árum sendi Björn heitinn
Þórleifsson skólastjóri á Akureyri ættingjum
sínum og vinum jólakvæði sem oftar og þar í
mun vera að finna þetta erindi um aðventuna:
Sumra athygli beinist að glimmer og greinum,
glansandi skrauti og laglausum jólasveinum,
sem textalaus jólalög kyrja kynlegum róm
og kunna við það að birtast á strigaskóm.
Þetta erindi minnir mig á ungan mann sem
fyrir mörgum árum var staddur á jólatrés-
skemmtun og varð reiður ákaflega því ófétis
jólasveinninn hafði ,,stolið bæði gítarnum og
stígvélunum hans pabba“. Mátti móðir drengs-
ins standa í ströngu að halda honum frá því að
ganga í að endurheimta þessa muni en faðir
hans var einhverra hluta vegna ekki viðlátinn
það augnablikið.
Oftar en ekki fer það svo að jólaundirbún-
ingurinn mæðir meira á blessuðum konunum
eins og reyndar margt fleira en stundum geta
þær orðið örlítið stressaðar eins og segir í eftir-
farandi vísum:
Frúrnar eru elskulegar
önnum kafnar nú til dags.
Jólin koma þá og þegar,
- það er að segja nærri strax.
Frúin var á kafi í kökum
og komið fram yfir miðnættið.
Þá greip hana heljartökum
hreingerningarbrjálæðið.
Það hefur vafist fyrir mörgum góðum mann-
inum að velja jólagjöfina handa sinni heittelsk-
uðu enda ekki neitt áhlaupaverk. Gjöfin má
hvorki vera of dýr né of ódýr. Verður að vera
smekkleg að mati konunnar og gjarnan nyt-
samleg fyrir að minnsta kosti annað hjóna.
Baldur Hafstað hefur greinilega verið að hugsa
um jólagjöfina handa konunni þegar hann
kvað:
Þjóðin vökul velur rit
vill ei rökin flókin
æsku, slökun, vísdóm, vit
veitir kökubókin.
Það hefur komið fyrir marga að bæta á sig
nokkrum kílóum yfir hátíðarnar. Jafnvel hafa
sumir orðið örfáum sentimetrum of stuttir
miðað við þyngd. Jón Ingvar Jónsson orti til
vinnufélaga sinna fyrir þónokkrum árum:
Eftir jól og áramót
eflaust mæta hér með skömm
spikuð og í lögun ljót
langtum fleiri kílógrömm.
Þegar menn hafa fengið bæði brjóstkassasig
og perustefni í viðbót við þroskaða magavöðva
sem að vísu eru þá oft í hvíldarstöðu getur ver-
ið ástæða til að leita aðstoðar æðri máttarvalda
og fá megrunarráðleggingar. Hygg þó að það
hafi ekki verið af þeim ástæðum sem Guð-
mundur Þorsteinsson tók upp símtólið:
Sála mín glúpnaði andspænis örlagadómi,
til almáttugs drottins ég vildi í neyð minni snú
mér
og einhver svaraði yfirveguðum rómi;
,,Það er enginn notandi með þetta símanúmer”.
Fyrir tíma fjölmiðlanna stytti fólk sér gjarn-
an stundir við gátur og ekki síst á hátíðum
sem voru of heilagar til nokkurrar vinnu nema
brýnustu málaverka og koma hér tvær sem
munu þó yngri að árum og að ég held eftir
Svein Bergsveinsson:
Hvað er líkt með hrút og presti
heims á mörgu bólunum?
Og svarið er náttúrlega:
Annatíminn allra mesti
er hjá þeim á jólunum.
Önnur kemur hér í svipuðum dúr:
Hvað er líkt með korktrekkjara
og kjörnum manni á þing?
Og svarið við henni:
Að komast alltaf lengra og lengra
um leið og hann snýst í hring.
Einu sinni var það siður að kenna stjórninni
um allt það sem aflaga fór en ekki gengur það
þegar engin er ríkisstjórnin. Stjórnmálamenn-
irnir okkar sem við höfum kosið yfir okkur
virðast hafa það sjónarmið efst að vera ósam-
mála hver öðrum og tala margt en misgáfulegt.
Einhvern tímann var ort um ákveðinn stjórn-
málaflokk:
Lengi gat nú þynnkan þynnst
þar sem kratar fóru.
Í vaðli þeirra varla finnst
votta fyrir glóru.
Heiðarleiki stjórnmálamanna hefur stund-
um verið dreginn í efa og jafnvel komið fyrir
að eitthvað misjafnt hafi á þá sannast. Þeir eru
hinsvegar ekkert einir um það. Þorgrímur Ein-
arsson vann eitt sinn með manni sem þótti að
minnsta kosti linfrómur og orti um hann:
Þótt hann lofi að halda hóf
og hlutina láta vera,
er erfitt fyrir eðlisþjóf
ekkert heim að bera.
Öðru sinni hafði Þorgrímur hjá sér strák,
sem ekki var nema hóflega áhugasamur um
vinnuna og orti þá:
Sumir strákar standa og masa,
starfa ekki par.
Er þá gott -að eiga vasa
undir hendurnar.
Ætli sé svo ekki rétt að ljúka þessu á vísu
Kristjáns Samsonarsonar sem margir mættu
hafa í huga og þar á meðal ég sjálfur:
Glöggt er fylgst með grannans stig.
Gát að honum beinist.
En að þekkja sjálfan sig
sumum erfitt reynist.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Æsku, slökun, vísdóm, vit - veitir kökubókin
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á kross-
gátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið:
krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og
heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti
sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja
þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn-
um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók
með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 115 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var:
„Orðaforði.“ Vinningshafi er: Leifur Þór Ingólfsson, Skúlagötu 12, 340 Stykkis-
hólmi.
Bestía
Bál
Dý
Viðbót
Taut
Korn
Titill
Galdur
Ærsl
Reifi
Inntak
Þegar
Önug
Stígur
Óviss
Upphr.
Hælar
Greru
Kostur
Kvakar
Mjór
Æstar
Runur
Lið
Afl
Tíu
1
Spotti
Snertl-
ar
8
Sær
Ungviði
Par
6
Efldu
Ílát
Korn
3
Rödd
51
Óhljóð
Tollur
Skap
Orka
Stertur
Haka
Ekra
Alltaf
Votta
Geta
Ekki
Mögl
Reisn
Suddi
Snót
Stúlka
Þófar
Lötur
Menn
Band
Tölur
10 Form
Heiður
Ábreiða
Tölur
Glund-
ur
Eins
um G
Ekkert
Á flík
Snúin
Tvíhlj.
Rot
4 Ískrar
Samhlj.
Á nótu
Mynni
Styrkir
Tjón
Merki
Hvorki
Ljóður
7 Keyrði
Gjald
Rugla
5
Þrýst-
ingur
Tónn
Tíni
Frá
Rómur
Andinn
Beita
Hátta-
lag
Hnus
9
500
Bið
Á fæti
Tónn
Sérhlj.
Vangi
Bursta-
þek
Raftur
Sýll
2
Tölur
Skör-
ungur
Lekur
Sér-
hljóðar
Tusk
Eðli
Lít
Annríki
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
E
L A N G L U N D A R G E Ð T
E F A R I N N I R Ú A L Ó
N A M A N D I R Ó M U R I
G R U N D U M F E R Ð Ú Ð I
I Ð N N Æ R I Ð N A S Ó L
G A T A M A D D A M A N
V Ó Æ R T Á L A D A M R Ó
Æ S Ð A Á V A N I R T T
N I N N D I L L R O F
T Á S A N E I E S A G A
I H R I M Ó G Á T Á L
R J Á V Í L D A T T A L A
Ó T Æ K A L L A F L Á
V Í T T I V I L D U G L A
O A U A V I N I R L E I R
N Ý R K O L N A L I Ð A
G I L Ó Á Ð I N U T U M G
N A U S T D Á R Á R I N N
O R Ð A F O R Ð I
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I