Skessuhorn - 30.11.2016, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 29
Nýfæddir Vestlendingar
Reykhólahreppur -
miðvikudagur 30. nóvember
Íbúafundur um fjárhagsáætlun
Reykhólahrepps. Sveitarstjórn
Reykhólahrepps boðar til íbúa-
fundar um fjárhagsáætlun
Reykhólahrepps fyrir árið 2017.
Fundurinn verður í matsal Reyk-
hólaskóla og hefst kl. 17.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 30. nóvember
Snæfell mætir Val í úrvalsdeild
kvenna í Stykkishólmi kl. 19:15.
Stykkishólmur -
fimmtudagur 1. desember
Snæfell mætir Haukum í úrvals-
deild karla í Stykkishólmi kl. 19:15.
Snæfellsbær -
fimmtudagur 1. desember
Jólatónleikar með Borgardætrum
í félagsheimilinu Klifi kl. 20. Miða-
verð 2.500 kr., 6-12 ára: 500 kr., 0-5
ára: Frítt inn.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 1. desember
Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðunni
kl. 20 - 22. Kvöldstund við hann-
yrðir, bókaspjall og kaffisopa.
Safnið er opið til útlána og gestir
eru hvattir til að koma með upp-
skriftir og hugmyndir að hvers
kyns handverki. Auk þess hafa
kvöldin reynst góður vettvangur
fyrir þá, sem hafa frá einhverju
fróðlegu og skemmtilegu að segja
eða vilja kynna viðfangsefni sín
og hugðarefni á annan hátt. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Akranes -
laugardagur 3. desember
Opnaðar verða tvær sýningar í
Akranesvita kl. 14. Annars vegar
mun Sigurbjörg Einisdóttir opna
málverkasýningu á annarri og
þriðju hæð vitans og hins vegar
mun Tara Wills opna ljósmynda-
sýningu á fimmtu hæð vitans.
Sigurbjörg hefur áður haldið
málverkasýningu í Akranesvita en
Tara, sem er lögblind er að halda
sína fyrstu ljósmyndasýningu í
vitanum.
Akranes -
laugardagur 3. desember
Jólasamvera á Garðakaffi kl. 14
- 17. Notaleg aðventustund fyrir
jólabörn á öllum aldri. Smákökur,
föndur, piparkökuskreytingar,
opinn jólahljóðnemi, jólatónlist
frá Valgerði og Dodda o.fl. Verð:
1.700 krónur / 800 kr. fyrir 10 ára
og yngri.
Borgarfjörður -
laugardaginn 3. desember
Sveitamarkaður í Nesi í Reykholts-
dal kl. 13-17.
Stykkishólmur -
laugardagur 3. desember
Úrvalsdeild kvenna í körfuknatt-
leik: Snæfell mætir Haukum í
Stykkishólmi kl. 15.
Dalabyggð -
laugardagur 3. desember
Sögustund á Byggðasafni
Dalamanna kl. 15. Ragnar Ingi
Aðalsteinsson verður sögumaður
dagsins.
Borgarbyggð -
laugardagur 3. desember
Úrvalsdeild kvenna í körfuknatt-
leik: Skallagrímur tekur á móti
Keflavík í Borgarnesi kl. 16:30.
Stykkishólmur -
laugardagur 3. desember
Jólastemning er á veitingastöðum
í Stykkishólmi. Boðið er upp á
jólamatseðil á Narfeyrarstofu
og þriggja rétta jóla-óvissu á
Skúrnum. Þá er jólahlaðborð á
Fosshótel Stykkishólmi. Pant-
anir þar eru í síma 430-2100 og á
stykkisholmur@fosshotel.is
Borgarbyggð -
sunnudagur 4. desember
Karlakórinn Söngbræður heldur
tónleika í Reykholtskirkju kl. 20.
Einsöngvari verður Elmar Þór Gil-
bertsson tenór. Það er okkur mikil
ánægja að fá Elmar Þór til liðs við
okkur, en hann æfði eitt sinn með
Söngbræðrum þegar hann var við
nám á Hvanneyri. Elmar Þór er í
dag tvímælalaust einn vinsælasti
tenór landsins. Hann mun syngja
einsöngslög, auk þess að syngja
með kórnum. Lagvalið verður fjöl-
breytt. Aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt
fyrir börn 12 ára og yngri. Posi á
staðnum.
Stykkishólmur -
mánudagur 5. desember
Jólatónleikar Tónlistarskóla Stykk-
ishólms verða haldnir í sal skólans:
5. desember kl. 18. 6. desember
kl. 18 og 18:45. 7. desember kl. 18
og 18:45.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 6. desember
Fyrirlestrar í héraði: Konungs-
ríkið Ísland 1918–1944. Magnús
K. Hannesson lögfræðingur og
sagnfræðingur flytur í Bókhlöðu
Snorrastofu kl. 20:30.
Á döfinni
Rekstur kaffihúss til sölu á besta
stað á Akranesi
Rekstur kaffihússins Skökkin café á
Akranesi er til sölu vegna breyttra
aðstæðna hjá eigendum. Góð sala
framundan í desember og sumarið
lofar mjög góðu. Öll tilboð eru
skoðuð. Áhugasamir vinsamlega
setjið sig í samband við Hákon
Svavarsson á fasteignsölunni Valfelli
á Akranesi.
Íbúð til leigu á Skallagrímsgötu
Borgarnesi
Nýuppgerð 4.herbergja sérhæð
(125 ferm) til leigu. Upplýsingar í
síma 660-3816 og í netfang:
asahlin@simnet.is
Óska eftir Hondu MT eða MB 50/
SS50
Óska eftir Hondu MT eða MB 50/
SS50 - varahlutum eða hjóli í vara-
hluti. Hvað sem er, vantar mikið og
get notað allt . Endilega ef menn
vilja losna við eitthvað úr kompunni
hjá sér, þá skal ég losa ykkur við það!
Verð: samkomulag. Sími 896-0158
valur@heimsnet.is
Týnd kisa
Þessi lét sig hverfa úr bústað í Hvítár-
síðu í Borgarfirði fyrir í lok júlí. Væri
gott að fá að vita ef einhver hefur
séð til hennar. Er í síma 820-4469.
Borgarnes dagatalið 2017
Veggdagatal með 13 myndum úr
Borgarnesi. Skoða má myndirnar
og fá nánari upplýsingar á slóðinni:
www.hvitatravel.is/dagatal
LEIGUMARKAÐUR
22. nóvember. Stúlka. Þyngd
2.970 gr. Lengd 48 sm. Foreldrar:
Alda Björk Einarsdóttir og
Guðjón Valgeir Bjarkason,
Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk
Ólafsdóttir.
23. nóvember. Drengur. Þyngd
3.840 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar:
Helga Dóra Rúnarsdóttir og
Jónas Fjeldsted, Búðardal.
Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir.
Markaðstorg Vesturlands
ATVINNA Í BOÐI
TAPAÐ/FUNDIÐ
ÓSKAST KEYPT
Getir þú barn
þá birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is
27. nóvember. Stúlka. Þyngd
4,088 gr. Lengd 51,5 sm.
Foreldrar: Aleksandra Lewicka og
Alan Hebda, Akranesi. Ljósmóðir:
Helga R. Höskuldsdóttir.
29. nóvember. Stúlka. Þyngd
3.578 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
Rúna Dís Þorsteinsdóttir og
Björn Árnason, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Opinn kynningarfundur um
fjárhags- og fjárfestingaáætlun
Akraneskaupstaðar 2017
Opinn kynningarfundur um fjárhags- og fjárfestingaáætlun
Akraneskaupstaðar 2017 verður haldinn þann 8. desember í
bæjarþingsal kaupstaðarins að Stillholti 16-18 3. hæð, kl. 17.00.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
TIL SÖLU