Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Side 31

Skessuhorn - 30.11.2016, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamenn gerðu góða ferð suður í Hveragerði síðastliðinn föstudag þegar þeir mættu Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók við kaflaskiptur síð- ari hálfleikur hjá leikmönnum ÍA en það kom ekki að sök. Skagamönn- um tókst að tryggja sér dramatískan eins stigs sigur, 75-76 á lokasekúnd- um leiksins og þar með annan sigur- inn í röð. Hamarsmenn byrjuðu af krafti og leikmenn ÍA áttu fá svör í vörn- inni. Skagamönnum til happs gekk þeim vel í sóknarleiknum. Upphafs- fjórðungurinn var því jafn allt þar til á lokamínútunum þegar Skaga- menn áttu góðan sprett og náðu fimm stiga forskoti fyrir annan leik- hluta. Heimamenn tóku að þjarma að ÍA fyrir miðjan annan fjórðung og minnkuðu muninn í tvö stig. Eft- ir það svöruðu Skagamenn fyrir sig. Þeir héldu Hamarsmönnum siga- lausum síðustu fjórar mínútur hálf- leiksins og juku forskot sitt í tólf stig fyrir hléið, 45-57. Eftir góðan fyrri hálfleik tók við erfiður síðari hálfleikur hjá Skaga- mönnum. Hamarsmenn mættu ákveðnir til leiks eftir hléið en þriðji leikhluti Skagamanna var afleit- ur. Þeir skoruðu aðeins sex stig all- an fjórðunginn. Heimamenn gengu hins vegar á lagið, minnkuðu mun- inn snarlega niður þrjú stig og kom- ust að lokum yfir og leiddu með þremur stigum fyrir lokafjórðung- inn. Sá leikhluti verður seint rómað- ur fyrir góðan sóknarleik, en samtals skoruðu liðin aðeins 22 stig. Ham- arsmenn héldu þriggja stiga forskoti sínu þar til þrjár mínútur lifðu leiks að Skagamenn jöfnuðu. Heimamenn komust yfir á ný og höfðu tveggja stiga forskot þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá fóru Skagamenn í sókn sem endaði með því að Áskell Jónsson setti þriggja stiga körfu þeg- ar 2,6 sekúndur voru eftir á klukk- unni og Skagamenn komnir stigi yfir. Hamarsmenn tóku leikhlé og stilltu upp í lokaskot en reynsluboltinn Jón Orri Kristjánsson gerði sér lítið fyr- ir og varði skotið í þann mund sem lokaflautan gall. Lokatölur í Hvera- gerði, 75-76 og Skagamenn með sinn annan sigur í röð. Derek hársbreidd frá þrennunni Derek Shouse átti stórleik fyrir ÍA og var hársbreidd frá þrennunni með 30 stig, tíu fráköst og níu stoðsending- ar. Sigurður Rúnar Sigurðsson skor- aði 15 stig, tók átta fráköst og varði fimm skot og Áskell Jónsson skoraði tólf stig. Skagamenn eru sem stendur í sjö- unda sæti deildarinnar með sex stig eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir Hamri og FSu í sætunum fyrir ofan. Næsti leikur ÍA fer fram föstudaginn 9. desember þegar liðið tekur á móti toppliði Hattar. kgk Skagamenn unnu dramatískan sigur á Hamri Reynsla Jóns Orra Kristjánssonar reyndist Skagamönnum drjúg á lokasekúnd- unum. Hamarsmenn stilltu upp í lokaskot til að vinna leikinn en Jón Orri gerði sér lítið fyrir og varði skotið og tryggði Skagamönnum sigurinn. Ljósm. jho. Haustmót 2 í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi fyrr í þessum mán- uði. Fimleikadeild ÍA sá um mótið og mættu þar til keppni lið í 1. og 2. flokki, ásamt meistaraflokki B. Alls skráðu 29 lið sig til leiks og kepptu um 400 manns á mótinu. ÍA átti fjögur lið í keppninni. Í öðrum flokki kvk. varð Stjarnan 1 í fyrsta sæti með heildarstig upp á 44.932. Gerpla 1 varð í öðru sæti með 44.882 stig og ÍA 1 í því þriðja með 42.800 heildarstig. Í 2. flokki MIX varð Selfoss 1 í fyrsta sæti með 31.532 en Afturelding 1 í öðru með 14.766. Í fyrsta flokki B sigr- aði Höttur 1 með 44.000 heildar- stigum. FIMAK 1 náði öðru sætinu með 42.250 stig og ÍA 1 í þriðja sæti með 39.050 stig. Í meistaraflokki B lenti ÍA í fyrsta sæti með 34.400 stig. Í 1. flokki kvk. varð Stjarnan 1 í fyrsta sæti með heildarstig upp á 52.050, Gerpla 1 varð í öðru sæti með 48.700 stig og Fjölnir 1 í því þriðja með 47.450 stig. Í 1. flokki KK varð Stjarnan 1 í fyrsta sæti með 44.300 heildarstig. grþ/Ljósm. gbh. Fjölmargir tóku þátt í haustmóti 2 í fimleikum Haustmót 2 í hópfimleikum fór fram á Akranesi á dögunum. Ung Skagastúlka að ljúka stökki. Skallagrímur tók á móti toppliði Stjörnunnar í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtu- daginn. Heimamenn léku afar vel allan leikinn bæði í vörn og sókn, börðumst um hvern bolta og unnu að lokum frækinn sigur á firnasterku liði Stjörn- unnar, 78-73. Skallagrímur hafði yfirhöndina framan af fyrsta leikhluta en forysta þeirra var þó aldrei meiri en fjögur stig. Stjörnu- menn áttu síðan góðan kafla undir lok upphafs- fjórðungsins, komust yfir og leiddu með þremur stigum að honum lokn- um, 21-24. Skallagrímur komst aftur yfir í upphafi annars fjórðungs og hafði yfirhöndina í leiknum. Heimamenn náðu sex stiga forskoti þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en aftur luku Stjörnumenn leik- hluta af krafti og minnkuðu mun- inn í eitt stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hléinu 37-36 og útlit fyrir áframhaldandi spennu í síðari hlutanum. Sú átti einmitt eftir að verða raun- in. Stjarnan byrjaði betur og náðu fjögurra stiga forskoti. Það entist hins vegar ekki lengi því Skalla- grímsmenn svöruðu fyrir sig, náðu forystunni á nýjan leik og sigu fram úr jafnt og þétt eftir því sem leið á leikhlutann. Þegar loka- fjórðungurinn hófst höfðu heimamenn átta stiga for- ystu, 60-52 og stóðu með pálmann í höndunum. Skallagrímsmenn stigu ekki feilspor það sem eftir lifði leiks. Þeir juku forystuna, höfðu 14 stiga forskot þeg- ar fimm mínútur lifðu leiks og úrslit leiksins að kalla ráðin. Stjörnumenn komu aðeins til baka á lokamín- útunum en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Lokatölur 78-73, Skallagrími í vil. Atkvæðamestir Skalla- grímsmanna voru Eyjólfur Ásberg Halldórsson með 21 stig og fimm fráköst og Flenard Whitfield með 20 stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar. Skallagrímur lyfti sér með sigrinum upp í 7. sæti deildar- innar með átta stig eftir átta leiki, tveimur stigum betur en næstu lið á eftir sem bæði eiga þó leik til góða. Næsti leikur Skallagríms fer fram á morgun, fimmtudaginn 1. desemb- er, þegar liðið mætir Tindastóli norður á Sauðárkróki. kgk Botnlið Snæfells mætti Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknatt- leik á fimmtudag. Leikið var suður með sjó. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn öll völd á vellinum í þeim síðari og unnu að lokum 36 stiga sigur, 108-72. Snæfellingar voru sterkari í upp- hafsfjórðungnum. Þeir náðu tólf stiga forskoti um hann miðjan áður en heimamenn tóku við sér og minnkuðu muninn í fjögur stig þegar leikhlutinn var úti. Leikmenn Snæfells héldu síðan nokkurra stiga forskoti þar til um miðjan annan fjórðung þegar Grindvíkingar jöfn- uðu. Heimamenn komust síðan yfir skömmu síðar, bættu nokkrum stigum á töfluna og höfðu átta stiga forskot í hálfleik, 51-43. Það var síðan snemma í síðari hálfleik að Grindvíkingar hrukku í gang á sama tíma og Snæfell átti erfitt uppdráttar. Varð það til þess að Grindavíkingar gersamlega stungu Snæfellinga af. Þeir skor- uðu 36 stig á móti 16 í þriðja leik- hluta, breyttu átta stiga forskoti í 31 stigs forystu og gerðu út um leikinn fyrstu tíu mínúturnar eftir hléið. Í lokafjórðungnum bættu þeir lítil- lega við forskot sitt og sigruðu að lokum örugglega, 108-72. Sefton Barrett var atkvæðamest- ur leikmanna Snæfells með 16 stig, 13 fráköst og sex varin skot. Næst- ur honum kom Snjólfur Björns- son með ellefu stig, þá Árni Elm- ar Hrafnsson með tíu stig en aðrir höfðu minna. Snæfell er því enn án sigurs á botni deildarinnar eftir fyrstu átta leiki vetrarins. Þeir fá tækifæri til þess að breyta því á morgun, fimmtudaginn 1. desember, þegar þeir taka á móti Haukum í Stykk- ishólmi. kgk/ Ljósm. sá. Grindvíkingar stungu Snæfell af í síðari hálfleik Stjörnuhrap í Borgarnesi Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti skínandi fínan leik fyrir Skalla- grím þegar liðið vann frækinn sigur á toppliði Stjörnunnar sl. fimmtudag. Ljósm. Gunnlaugur Auðunn Júlíusson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 48. tölublað (30.11.2016)
https://timarit.is/issue/405002

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

48. tölublað (30.11.2016)

Handlinger: