Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20168 Álykta um sundlaugarmál AKRANES: Stjórn Sundfélags Akraness telur nauðsynlegt að koma á framfæri við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar athugasemd- um í framhaldi af kynningar- fundi framkvæmdaráðs 5. des- ember síðastliðinn. Þar segir m.a.: „Það er gleðiefni að bæjar- félagið skuli nú áforma að hefja nýjan kafla í viðhaldi og upp- byggingu íþróttamannvirkja á Akranesi. Þannig verði stuðlað að því að börn og ungmenni hafi viðunandi aðstöðu til að stunda íþróttir og að Akraneskaupstað- ur geti staðið undir því orðspori að teljast íþróttabær. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að í þeim tillögum, sem kynntar hafa verið, skuli bæjarstjórn enn og aftur ætla að fresta eða hætta við byggingu sundlaugar, sem þó var samþykkt af öllum bæjarfulltrú- um á sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 11. október 2005. Einnig er nauðsynlegt að fram komi að umrætt sundlaug- arverkefni hefur verið forgangs- verkefni Íþróttabandalags Akra- ness frá því fyrir árið 2005. Góð- ur aðbúnaður til íþróttaiðkunar er forsenda þess að íþróttafólk okkar standist keppni við þá sem eru í fremstu röð hverju sinni,“ segir í ályktun félagsins. „Stjórn Sundfélags Akraness fer þess eindregið á leit við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að fyrirhug- aðar tillögur um uppbyggingu íþróttamannvirkja verði endur- skoðar og staðið verði við sam- þykkt bæjarstjórnar frá þúsund- asta fundi bæjarstjórnar 2005 og jafnframt verði birt tímasett áætlun um úrbætur í sundalaug- málum á Akranesi.“ -mm Stefnt að frisbígolfvelli REYKHÓLAR: Forsvarsmenn Ungmennafélagsins Aftureld- ingar, sem starfrækt er í Reyk- hólahreppi, hafa í hyggju að koma upp frisbígolfvelli innan þorpsins á Reykhólum. Sam- þykkti sveitarstjórn hrepps- ins á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að veita ungmenna- félaginu styrk að verðmæti 200 þúsund krónur í tengslum við uppbyggingu slíks vallar. Sam- hliða veitti sveitarstjórn leyfi fyr- ir því að frisbígolfvellinum yrði komið fyrir í Hvanngarðabrekku í samráði við umsjónarmann fasteigna. Frisbígolf, eða folf, er ung íþrótt sem hefur verið að vaxa fiskur um hrygg hér á landi á undanförnum árum. Íþrótt- in er leikin eftir grunnreglum golfíþróttarinnar en í stað þess að slá kúlur ofan í holur er fris- bídiskum kastað í körfur. Nýt- ur frisbígolfið stöðugt vaxandi vinsælda, ekki síst sem afþrey- ing á veðursælum sumardögum og hafa vellir sprottið upp víða um land síðustu ár, til dæmis á Akranesi og á Bifröst og þá hefur verið starfrækt frisbígolffélag í Grundarfirði. Gangi áform for- svarsmenna umf. Aftureldingar eftir kann einnig að verða hægt að iðka íþróttina á Reykhólum áður en langt um líður. -kgk Grenndarkynna breytingu BORGARNES: Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar í síðustu viku var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á gild- andi deiliskipulagi lóðarinn- ar Digranesgötu 4 í Borgar- nesi, en hún er í eigu Borg- arlands ehf. Skipulagið er unnið af Batteríinu - Arki- tektum og felur m.a. í sér fjölgun innkeyrslna frá Digranesgötu úr einni í tvær og að byggingarreitur á suðurhluta lóðar er stækk- aður til austurs. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er í skoðun að á lóðinni verði byggður verslana- og veit- ingakjarni, en undirbúning- ur er engu að síður á frum- stigi. Á fundi sveitarstjórn- ar var samþykkt að grennd- arkynna breytinguna meðal lóðarhafa við Digranesgötu og Brúartorg 6 í Borgarnesi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 3.-9. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes, 4 bátar. Heildarlöndun: 7.766 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 2.773 kg í einni löndun. Arnarstapi, 5 bátar. Heildarlöndun: 74.598 kg. Mestur afli: Kvika SH: 38.918 kg í sex löndunum. Grundarfjörður, 6 bátar. Heildarlöndun: 282.784 kg. Mestur afli: Hringur SH: 57.103 kg í einni löndun. Ólafsvík, 11 bátar. Heildarlöndun: 201.304 kg. Mestur afli: Brynja SH: 32.241 kg í fimm löndunum. Rif, 12 bátar. Heildarlöndun: 437.090 kg. Mestur afli: Örvar SH: 91.367 kg í einni löndun. Stykkishólmur, 5 bátar. Heildarlöndun: 103.186 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 44.820 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 91.367 kg. 6. desember. 2. Tjaldur SH - RIF: 64.625 kg. 9. desember. 3. Hringur SH - GRU: 57.103 kg. 7. desember. 4. Grundfirðingur SH - GRU: 55.213 kg. 7. des- ember. 5. Steinunn SF - GRU: 55.058 kg. 3. desember. kgk Stjórn Hafnasambands Íslands hefur sent þingmönnum opið bréf þar sem skorað er á Alþingi að veita hærri upphæð á fjárlögum til endurbóta á höfnum landsins. Til hafnbótasjóðs er áætlað að verja 212 milljónum króna á fjárlögum 2017, sem er 400 milljóna króna lækkun frá árinu 2016. Í nýsam- þykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158 milljón- um króna í hafnbótasjóð. Í álykt- un sem stjórn Hafnasambands Ís- lands samþykkti á fundi í síðustu viku segir að fjölmargar hafnir séu komnar í mikla viðhaldsþörf og mikilvægt sé að fjárlögin taki mið af því, sem og nýsamþykktri samgön- guáætlun. „Á nýliðnu hafnasam- bandsþingi, sem haldið var 13.-14. október var því fagnað að hlut- ur hafna var aukinn í samgöngu- áætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögn- uður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrir- huguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu.“ mm Hafnasambandið dregur fögnuð sinn til baka Svipmynd úr Rifshöfn haustið 2013 þegar grindhvalavaða var þar á ferð. Ljósm. úr safni. af. Á meðfylgjandi mynd er Guðjón Tómasson starfsmaður Borgar- verks að reynsluaka nýjustu vél- inni í flota fyrirtækisins. Vél þessi er af gerðinni Caterpillar D6M, 20 tonna jarðýta sem kostar hing- að komin tæpar 40 milljónir króna. Þetta er jafnframt fyrsta jarðýtan hér á landi með innbyggðu gps- og slopekerfi. Þarna er Guðjón að ýta fyrir húsgrunni á Laugarbökkum í Ölfusi. Að sögn Óskars Sigvaldasonar framkvæmdastjóra Borgarverks er undanfarið rekstrarár búið að vera mjög gott hjá fyrirtækinu. Góð tíð í haust komi sér vel og gefi tóm til að ganga verulega á verkefnahal- ann, sem safnast hefur upp. „Tíðin er í raun að gefa okkur viðbótar- mánuð í dagatalið,“ segir Óskar. Borgarverk er með verk víða um land, en auk Suðurlands má nefna jarðvinnu víða á Vesturlandi, á Pat- reksfirði, vegagerð á Bjarnarhálsi á Ströndum og ýmis fleiri verk. „Svona góð tíð hjálpar okkur mjög og gerir verkin miklu auðveldari en ella í hefðbundnu vetrarveðri.“ Óskar segir útlit með verkefni góð fyrir næsta ár og því ekki ástæða til annars en bjartsýni. mm/ Ljósm. jþg. Ný Caterpiller jarðýta í flota Borgarverks Tvö útköll bárust slökkviliðum á Vesturlandi á sunnudaginn. Það fyrra fékk Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar að húsi við Suð- urgötu á Akranesi um miðjan dag- inn og reyndist minniháttar. Hús- ráðandi hafði verið að afþýða frystikistu og beitti til þess óhefð- bundinni aðferð sem slökkviliðs- menn mæla ekki með, eða hárblás- ara. Síðara útkallið fékk Slökkvilið Grundarfjarðar um kvöldið. Kvikn- að hafði í elhússviftu í einbýlishúsi við Eyrarveg 18. Ein kona var í húsinu og komu nágrannar henni til aðstoðar og hringdu út slökkvi- lið. Að sögn Valgeirs Magnússon- ar slökkviliðsstjóra gekk slökkvi- starf vel, en húsið fylltist af reyk og eru innanstokksmunir illa farnir af sóti og reyk. Valgeir þakkar að ekki fór verr að nágrannar sýndu snör handtök og því að reykskynjari er í húsinu. mm Vestlensk slökkvilið í tveimur útköllum Frá slökkvistarfi við Eyrarveg í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Ekkert tjón varð í húsinu við Suðurgötu en reyk hafti lagt úr frystikistu. Ljósm. mm. Slökkvilið Dalabyggðar og lög- regla voru kölluð út um hálf níu leytið síðastliðinn miðvikudags- morgun vegna elds í bíl rétt sunn- an við Austurárdal í Dölum. Engin slys urðu á fólki en ökumaður, sem var á leið í próf á Akranesi, komst sjálfur úr bílnum þegar eldsins varð vart. Um 30 km leið er frá Búðardal að staðnum, en björgun- arteymið var mætt á svæðið tæpum 20 mínútum eftir að útkall barst. Slökkvistarf gekk hratt fyrir sig þegar á vettvang var komið en bíll- inn er gjörónýtur. sm Bíll gjörónýtur eftir eld

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.