Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 201612 Fjarskiptasjóður hefur opnað fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórn- valda í uppbyggingu ljósleiðara- kerfa utan markaðssvæða í dreif- býli. Verkefnið hófst formlega síð- astliðið vor með 450 milljón króna styrkveitingu fjarskiptasjóðs til 14 sveitarfélaga sem hlutskörpust urðu í samkeppni um þann styrk. Önn- ur fjármögnun kemur frá þeim sem tengjast sveitarfélögunum sjálfum og fjarskiptafyrirtækjum eftir at- vikum. „Mikil áhersla er lögð á hag- kvæma samlegð með öðrum mögu- legum veituframkvæmdum og nýt- ingu fyrirliggjandi innviða,“ seg- ir í frétt Fjarskiptasjóðs. Ríkis- styrkt uppbygging sveitarfélaga á yfirstandandi ári náði til um 1.000 heimila og fyrirtækja víða um land. Markmiðið er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á amk. 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Eftir er að leggja ljós- leiðara til um 3.000 bygginga til að ná því markmiði. Ljósleiðaravæð- ing utan þéttbýlis stuðlar jafnframt að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu og er forsenda meiri áreiðanleika, útbreiðslu og gagna- flutningshraða allra farneta utan þéttbýlis. Úthlutunarfyrirkomulag Fjar- skiptasjóðs er með svipuðu sniði og áður. Sveitarfélögum býðst að sækja um styrk úr 450 milljóna króna heildarpotti sjóðsins vegna Ísland ljóstengt. Skilmálar og umsóknar- fyrirkomulag hafa tekið breytingum með hliðsjón af fenginni reynslu og framvindu verkefnisins. Stefnt er að undirritun styrktarsamninga vegna Ísland ljóstengt 2017 í febrúar næst- komandi. mm Opna fyrir umsóknir til ljósleiðaravæðingar Hér á Vesturlandi hafa nú verið lagðir ljósleiðarar í jörðu í nokkrum sveitar- félögum. Þar á meðal í Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp og Hvalfjarðar- sveit þar sem þessi mynd var tekin. Nú er unnið að undirbúningi verkefnisins víðar. Deildarritara og bókara Dag ur í lífi... Nafn: Svava Ragnarsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Akranesi, er gift Gunnari Þór Haraldssyni og við eigum þrjú börn saman: Ragnar Þór, Berg- lindi Björk og Vilborgu Lind. Svo erum við líka með hana Heklu (hund) og Skottu (kisu). Starfsheiti/fyrirtæki: Ég starfa hjá HVE á Akranesi, fyrir há- degi er ég deildarritari á B og C deild og eftir hádegi starfa ég sem bókari á skrifstofu. Áhugamál: Mér finnst gaman að vera með fjölskyldu og vin- um, tala nú ekki um að skreppa í bústað og hafa það huggulegt. Föstudagurinn 9. desember: Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna klukkan 05:00 og gef Heklu að borða og fer með hana út að pissa. Svo förum við hjónin og keyrum út Fréttablaðið, sem tekur um eina klukkustund. Þá erum við kom- in heim milli sex og hálf sjö, þá fær Skotta mat í skál. Þá kúr- um við Hekla (hundabarn) að- eins saman og svo fæ ég mér að borða Herbalife shake, fer svo í sturtu og mæti svo í vinnuna klukkan átta. Fyrstu verk í vinnunni: Mitt fyrsta verk í vinnunni er að skoða hvort það séu fædd ný börn sem þarf að skrá inn og gera vottorð fyrir. Hvað varstu að gera klukkan 10? Ég fékk mér te og prótein- bar klukkan 10 og smellti inn einum brandara á Facebook, svona af því að það var föstu- dagur og óskaði öllum góðrar helgar. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu fer ég aðeins heim, fæ mér smá í gogginn og fer með hundinn aðeins út í garð. Hvað varstu að gera klukkan 14: Eftir hádegi fer ég á skrif- stofuna til klukkan 16. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að ganga vel frá og slökkva á öllu fyrir helgarfrí. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu hitti ég aðeins dótt- ur mína og tengdason en hann átti einmitt afmæli þennan dag og þau voru á leið í bústað. Ég náði að kveðja þau. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég eldaði þetta kvöld, pizza frá Galito. Hvernig var kvöldið? Eft- ir kvöldmat skrapp ég til vin- konu minnar með garn í poka en hún ætlar einmitt að prjóna fyrir dóttur mína. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um klukkan 23 því ég þurfti að vakna snemma næsta dag, eins og alla aðra daga nema sunnudaga - þá er sofið aðeins lengur. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Það eru nú allir dag- ar svipaðir hjá mér en ég elska þegar ég fæ að vera bara heima að dunda eða bara í rólegheit- um. Kertaljós og kossar - Njótum aðventunnar Friðar- og kærleiksjól í Blómasetrinu Blóm og falleg gjafavara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.