Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 15 mér best að kaupa það sem ég þarf og þangað get ég svo skilað hlut- unum aftur ef ég þarf ekki leng- ur á þeim að halda. Þetta flökku- líf minnir svolítið á það sem Cu- est indíánar tileinkuðu sér og ein- kenndist af að ungir menn lifðu um tíma einsetulífi sem þeir nýttu til íhugunar. Mér finnst ég sífellt þurfa á minnu að halda. Nýt þess hins vegar að vinna með sjálfan mig og upplifa hlutina í friði og ró. Ég borða þegar ég er svangur og legg bílnum til að sofa þegar ég er þreyttur. Kannski mætti segja að ég sé svolítið manískur, því ég á það til að gleyma mér í verkefnum og fer ekki endilega troðnar slóðir til að leysa þau.“ Hann segist nú hafa prófað að búa í bílnum sínum í sjö mánuði á þessu ári og haldið til á mörgum stöðum umhverfis landið, mest þó við sjávarsíðuna. „Ég hef verið að fara á staði sem ég hef ekki komið á áður og hrífst mjög af hvað við eigum fallegt land.“ Hann segir að vissulega líti hann út eins og hver annar erlendur ferðamaður í þess- um Campus lífsstíl sínum og oft sé hann því ávarpaður á ensku þar sem hann kemur. „Það er í raun alveg frábært að ferðast um á Ís- landi. Það er víða vel tekið á móti fólki og ég er ánægður með hvað Íslendingar eru gestrisnir. Landið okkar er gríðarlega fallegt og það er okkar dýrmætasta auðlind.“ Aðspurður segir hann að Strand- irnar og umhverfi Djúpavogs heilli hann mest og á Austfjörðum sé steinaparadísin hans. „Ég á mína uppáhaldsstaði. Er að tengja mig við álfa og tröll og orkan á þessum stöðum er afar mismikil. Orkan á Ströndum er til dæmis mjög sterk og hrein. Svo eru aðrir staðir sem ég bókstaflega skil ekki, get nefnt Höfn og Raufarhöfn sem dæmi.“ Innhverfur á sinn hátt Reynir segir að þegar hann leggi af stað í langferðir sé markmiðið að fara sem tómhentastur af stað og að vinna við myndlist og sköp- un þar sem hann kemur. Hann fer í fjörur og sker út listaverk í reka- við eða vinnur í steina sem hann finnur. Þá býr hann til litarefni úr steinum sem hann málar síðan með. Myndir af slíkum listaverk- um er að finna á Facebook síðunni „Reynir Katrínar.“ Sjávarslípaðir steinar er í miklu uppáhaldi. „Ég vil skapa eitthvað í það efni sem fellur til á hverjum stað og ég hef áráttu fyrir að vera að skapa eitt- hvað nýtt. Þannig á ég erfitt með að endurtaka sjálfan mig. Svo fæ ég áráttu fyrir hlutum og á erfitt með að stöðva sjálfan mig þegar ég byrja. Ég fór til dæmis að grúska í vattarsaumi, bjó meðal annars til eina 200 hnúta í vattarsaum með þrjósku að vopni og kannski dá- lítilli þolinmæti einnig. Þegar ég byrja á sumum verkefnum verð ég eiginlega óstöðvandi, er líklega innhverfur eða einrænn að vissu leyti. En í raun og veru finnst mér það gott ástand. Ég hef átt það til þegar ég hef verið að mála að missa allt tímaskin, fer í hálfgerðan trans og ranka ekki við mér aftur fyrr en löngu síðar.“ „Aðeins einu sinni ég“ „Árið 1991 fór ég að vinna út frá Goðafræðinni ýmis tákn í steina og fór að vinna með goð og gyðj- ur. Um svipað leyti sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni og kynntist fólki sem tengdist Ásatrú. Um tíma var ég í Ásatrúarfélaginu en sagði mig einnig úr því og stend í dag utan trúfélaga. Öll trú er góð svo lengi sem hún byggir á kærleika en ég hef litla þörf fyrir að tengjast ákveðn- um trúfélögum eða tilheyra hóp- um yfirleitt.“ Þannig undirstrik- ar Reynir hugsun einsetumanns- ins og því hvernig hann vill til- einka sér frjálsræðið. Hann þrífst því best utan skilgreindra hópa og lætur ekki njörva sig innan ramma sem aðrir hafa skilgreint. „Mark- mið mitt er að vera óháður og guð hvað ég væri ánægður ef ég færi að gegna sjálfum mér! Einhverju sinni datt mér í hug setning sem kannski lýsir þessu vel: „Ég er aðeins einu sinni ég - og ég ætla mér alls ekki að missa af því ævintýri“.“ Lætur ekki ljósvakann yfirgnæfa þögnina Reynir segir að honum leiðist út- varp og hlusti því aldrei á það á ferðum sínum, hann vilji njóta friðarins. Hann horfir ekki á sjón- varp nema í heimsóknum hjá ætt- ingjum eða vinum, átti sjálfur eitt sinn sjónvarp sem hann kveikti ekki á í fjögur ár. En þessi útilok- un frá ljósvakamiðlum fékk hann einu sinni til að bregða. „Ég var að vinna vestur á fjörðum þeg- ar bankahrunið varð 2008. Ég hafði verið í tvo mánuði án þess að heyra útvarp eða sjá sjónvarp. Svo sá ég eftir þann tíma stjórnmála- mennina á skjánum og mikið hafði aumingja fólkið látið á sjá á þess- um tíma.“ Missum ekki af lífinu Sá samfélags- og samskiptamið- ill sem Reynir notar mest er Fa- cebook. Þar sýnir hann verk sín og leyfir fólki að fylgjast með ferð- um hans. „Mér finnst ég aldrei einmana, þó ég sé einn. Ég sakna þess þó að fólk er nánast hætt að hringja, flestir nota Facebook til að vera í samskiptum við aðra. Mér finnst reyndar Facebook ekki persónuleg tenging. Hún er leið fyrir fólk til að setja upp hjálm, búa til ímynd sem ekki er endi- lega sönn. Jafnvel mætti því segja að Facebook auki á einmanaleika frekar en draga úr honum.“ En Reynir Katrínar ætlar að dvelja á Vesturlandi fram að næsta vori og leggjast þá að nýju í flakk. Hann býður fólki upp á nudd, heilun, árulestur og lestur í steina Guðanna. Vafalítið eiga lesendur eftir að verða hans varir á næstu misserum. Hægt er að hringja til hans í síma 861-2004 eða senda skilaboð á Facebook. Hann er hins vegar staðráðinn í að njóta lífsins eins og hann sjálfur kýs - engum háður. Að endingu vitnar hann í sænska skáldið Stig Johansson sem sagði: „Allir þessar dagar sem koma og fara. Hvernig átti ég að vita að það var lífið?“ Missum ekki af lífinu. mm Reynir með heimagerða, heklaða nátt- húfu sem oft kom sér vel að hafa þegar gist var við lágan lofthita. Reynir tekur að sér að teikna árur fólks, bæði liti og plánetur. Hér er hans eigin ára. Einn besti vinur Reynis á ferðalögum um landið er þessi forláta garðkanna sem nýtist honum sem sturta. „Bunan úr henni er mýkri en í nokkurri annarri sturtu.“ Reynir við Reyni. Á handverkshátíð á Hrafnagili. Málverk sem unnin eru með litar- efnum unnum úr íslenskum steinum, eggtempra. Þetta olíumálverk Reynis heitir „Létt snerting ástar - líf þitt er.“ Á Textílsetrinu í sumar var Reynir að gera tilraun til að tengja á nýjan hátt vefnað og saum. Rúnasett með steinum Guðanna. Á Textílsetri Íslands var Reynir að vinna um tíma í sumar við þróun á vefnaði. Hér er skreyttur steypukl- umpur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.