Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 201618 Lionsklúbbur Grundarfjarðar hélt árlegan jólamarkað í Sögumiðstöð- inni um liðna helgi. Þar var hægt að næla sér í jólatré, greni, fisk og fleira góðgæti. Mesta athygli vakti þá heimsókn Hurðaskellis sem kíkti við og spjallaði við börnin. Ekki voru þó allir hrifnir af gassagang- inum í jólasveininum káta en hann náði þó að vinna þau flest yfir á sitt band áður en hann þurfti að hlaupa til fjalla. tfk Jólamarkaður Lions í Grundarfirði Hann datt heldur betur í lukku- pottinn karlmaðurinn sem keypti sér lottómiða í N1 í Borgarnesi í lok nóvember. Íslensk getspá greinir frá því að vinningshafinn stoppi oft á leið sinni hjá N1 til að kaupa sér kók og ákvað að þessu sinni að taka með einn Lottómiða. Næst þegar hann átti leið hjá bað hann afgreiðslumanninn að renna miðanum í gegn til að kanna hvort það leyndist nokkuð vinningur á miðanum sem myndi duga fyrir kókflösku. Í ljós kom að á miðan- um leyndist vinningsröð og upp- skar hann ríflega 22 skattfrjáls- ar milljónir að launum. Þess má geta að fyrir þá upphæð gæti hann keypt á að giska 74 þúsund kók- flöskur. Vinningshafinn er hins veg- ar jarðbundinn maður og ætlar að fjárfesta fyrir vinninginn. Að hans sögn er besta fjárfestingin að borga niður skuldir og það ætlar hann sér að gera og jafnframt að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir eru á heimilinu. Til hamingju með þetta! mm Vestlenskur milljónamæringur Tískusveiflur eiga sér stað allan árs- ins hring og eru jólin engin undan- tekning þar á. Hefðin segir að mað- ur eigi að vera í nýjum fötum, þó að alls ekki allir fari eftir henni nú til dags. Jólatískan í ár er falleg, lit- rík og margbreytileg. Rakel Ósk- arsdóttir hjá versluninni Bjargi á Akranesi segir jólatískuna vera fjöl- breytta í ár, enginn ætti að þurfa að fara í jólaköttinn. Hún segir feld og skinn vera áberandi í jólaversl- uninni, ásamt yfirhöfnum, kápum og jökkum. Gjafaöskjur eru einn- ig vinsælar sem jólagjafir. „Þar færðu meira fyrir peninginn. Þú ert kannski að kaupa uppáhalds ilm- vatnið en færð eitthvað annað með, svo sem krem eða sturtusápu af- hent í fallegri öskju eða tösku. Þú ert alltaf að fá kaupauka með þess- um gjafaöskjum.“ Eitthvað fyrir alla Rakel segir að líkt og venjulega séu sparilegir litir áberandi í jóla- tískunni í ár, svo sem silfur, gylltur og hárauður. „Tískan í ár er þann- ig að það er rosalega mikið í gangi. Það er ekkert eitt snið í gangi held- ur er eitthvað til sem hentar öllum. Það er til dæmis búin að vera mikil buxnatíska í gangi, því alls ekki all- ar konur vilja fara í kjól. En svo eru auðvitað til alls konar kjólar líka, bæði aðsniðnir og víðir,“ segir Rak- el. Í Bjargi er bæði seldur fatnaður fyrir dömur og herra frá evrópsk- um hönnuðum, einna helst dönsk- um. Þar má einnig finna snyrti- vörur, ilmi, herraskó og feldvör- ur, svo eitthvað sé nefnt. Starfsfólk verslunarinnar fylgist vel með nýj- ungum á tískumarkaðinum, meðal annars með því að fara tvisvar á ári á tískuviku erlendis þar sem nýjasta tíska er kynnt fyrir heiminum. Blár vinsæll hjá karlmönnum Rakel segir engar stórvægileg- ar breytingar hafa orðið á tískunni frá því í fyrra. Einna helst séu Ís- lendingar orðnir meðvitaðri um að þora aðeins meira í fatavali. „Fólk er orðið duglegra að velja sér föt í einhverjum lit, þó að sumir lendi alltaf í þessu klassíska svarta.“ Hún segir vínrauðan vinsælastan af lit- unum í kvenfatnaði ásamt „camel“ lit. „Svo eru þessir glamúrlitir eins og gull, silfur, svart og grátt allt- af vinsælt fyrir jólin.“ Hjá herr- um er blár litur áberandi í fatnaði, ásamt camel lit og brúnum. „Svo er alltaf svart og hvítt líka, það er auðvitað mjög sparilegt.“ Hún seg- ir karlmannsfötin hafa tekið tölu- verðum breytingum á undanförn- um árum. Til að mynda sé núna hægt að fá jakkaföt úr mjög teygj- anlegu efni sem gefur vel eftir og er þægilegt. „Það væri þess vegna hægt að fara í klifur í jakkafötun- um, þau gefa ótrúlega vel eftir og það ætti því engin fyrirstaða að vera að bregða sér í jakkafötin,“ seg- ir hún og brosir. Á undanförnum árum hafa stakir jakkar verið í tísku og Rakel segir þá enn koma sterka inn. „Þá eru teknar svokallaðar chi- nos buxur við og jafnvel slaufur um hálsinn. En ef menn velja jakka- fötin, þá nota þeir frekar bindi.“ Hún segir notkun á hálsbindum þó hafa minnkað aðeins í kjölfar breytinga sem hafa orðið á herra- skyrtum. Á þeim megi finna meiri smáatriði sem geri það að verkum að menn sleppa bindinu. „Tölurn- ar eru kannski orðnar öðruvísi, það eru ekki allir kragar eins og á sum- um skyrtum er komið munstur inn í kragann. Þá er það þannig að þeg- ar maður opnar skyrtuna, þá brýtur það upp munstrið.“ Fjölbreyttir fylgihlutir Aðspurð um fylgihluti segir hún það sama vera uppi á teningnum og með fatnaðinn, tískan er fjöl- breytt og hver og einn getur fund- ið eitthvað fyrir sinn smekk enda er alls konar skart í boði. „Og það þarf heldur ekki að vera einn hlut- ur. Konur eru jafnvel tilbúnar að hlaða á sig mörgum hálsmenum eða nokkrum armböndum.“ Hún segir skinnin einnig hafa sótt á. „Við seljum skinn frá Feldi og þeir hafa verið mjög duglegir að koma með alls konar nýjungar. Það næg- ir oft ekki konum að eiga einn feld, þær vilja oft eiga fleiri liti eða teg- undir líka. Karlmenn skreyta sig með treflum og upp úr miðjum aldri vilja þeir fá sér sixpensara,“ segir Rakel. grþ Mikið í gangi í jólatískunni Margt er í gangi í jólatískunni í ár. Hér eru fyrirsæturnar Ingi B. Róbertsson og Rut Ragnarsdóttir í fallegum jólafötum úr Bjargi. Ingi B. í ljósblárri skyrtu frá Bertoni, brúnum skóm frá TGA og jakkafötum með súper „stretch“ og því engin fyrirstaða að vera í jakkafötum. Rut er í silfur kjól frá MBYM og síðum skyrtufrakka frá Molly Jo. Feldur og skinn er áberandi í jólaversluninni í ár, ásamt yfirhöfnum, kápum og jökkum. Hér er Rut í ullarslá frá Huginn Muninn og með úlfaskinn frá Feldi en Ingi er í bláum buxum, rúllukragapeysu og ullarfrakka, allt frá Bertoni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.