Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 201616 „Þetta er rúsínan í pylsuendanum hjá okkur hér á Snæfellsnesi sem við höfum verið að prófa að rækta hjá okkur í gróðurhúsinu á ræktun- arstöðinni undanfarin fjögur ár,“ segir Áslaug Sigvaldadóttir í sam- tali við Skessuhorn. Hún á og rek- ur Ræktunarstöðina að Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi ásamt eiginmanni sínum Þórði Runólfs- syni. Fengu þau nýverið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að vinna að þróun á „Snæfellska kryddinu sæhvönn.“ Eins og nafnið gefur vísbend- ingu um er kryddið unnið úr sæ- hvönn, sem að sögn Áslaugar er nokkuð sérstök planta, óalgeng og villt í náttúrunni vex hún ein- göngu í grýttum fjörum. Sæ- hvönnin er ekki systir ætihvannar- innar þó nafnið gefi það til kynna. Hún er skyldari skessujurtinni, eða maggi-jurtinni eins og hún er stundum kölluð. Plantan hefur ekki mikið verið notuð í matar- gerð í gegnum tíðina. „Blöðin eru glansandi og falleg og sæhvönn var notuð sem skrautjurt á 20. öldinni í görðum í Reykjavík. Fólk hef- ur kannski ekki áttað sig á því að þetta væri æt planta, enda gefur hún sterkt bragð og mikið eins og öll krydd,“ segir Áslaug. „Hún var aftur á móti þekkt sem lækninga- jurt á öldum áður og þá var aðal- lega notuð rótin og fræin,“ segir hún en bætir því við að þó þekki hún dæmi þess að hún hafi verið notuð við matseld og þá einmitt á Snæfellsnesi. „Rúnar Marvinsson, sem var kokkur á Búðum í gamla daga, notaði plöntuna í matargerð á sínum tíma og kallaði hana „snæ- fellsku steinseljuna.“ Undanfarin ár hafa kokkar á Búðum, Narfeyr- arstofu og Sjávarpakkhúsinu ver- ið að nota fersk lauf af Sæhvönn- inni frá okkur til að krydda, blanda drykki, grafa lamb og fisk og fleira. Við byrjuðum einmitt þessa ræktun sem við erum í núna með fræjum sem við fengum frá Agnesi Lind Heiðarsdóttur á Búðum,“ segir Áslaug. „Bragðið er afgerandi og plantan gefur einnig sérstakt eft- irbragð. Sumir kunna vel að meta hana sem krydd en aðrir ekki, eins og gengur,“ bætir hún við. Vonast til að hefja sölu í vor Áslaug segir að til kryddgerðar- innar á Lágafelli hafi þau fyrst og fremst notað laufblöð sæhvannar- innar, en einnig hafi þau prófað fræin og rótina. „Fræin gefa líka sérstakt bragð og rótin enn eitt bragðið, þannig að þetta er mjög forvitnileg planta,“ segir Áslaug og bætir því við að hún og Þórður hafi verið dugleg að prófa kryddið við matseld heima fyrir, en einn- ig hafi kokkar á Snæfellsnesi tek- ið jákvætt í og verið duglegir að prófa sæhvönnina. En tilrauna- starfsemi þessi miðar vitaskuld að ákveðnu markmiði. „Okkar ætlun er að þurrka laufin, koma í neyt- endaumbúðir og selja í verslanir,“ segir Áslaug. „Til þess þurftum við að lengja tímabilið sem hægt er að tína plöntuna og höfum unnið að því síðustu ár. Áður var ekki hægt að nýta hana nema úti í náttúrunni frá því í lok maí og kannski fram í byrjun september. En í gróðurhús- inu má tína hana frá marsmánuði og alveg fram í nóvember. Það var eiginlega forsenda þess að hægt yrði að rækta plöntuna í nýtanlegu magni,“ segir hún. Næst á dagskrá segir hún að sé að láta greina virku efnin í plöntunni og næringarefn- in. „Það er í rauninni verkefnið sem framundan er á næstu mánuð- um, áður en hægt verður að fara út í þurrkunina af fullum krafti og að koma sæhvönninni í neytendaum- búðir og markaðssetja,“ segir hún. En hvenær mega landsmenn vænta þess að sjá sæhvönnina í hillum verslana? „Stefnan er að vera búin að koma kryddinu í neytendaumbúðir næsta sumar og upp úr því mega Snæ- fellingar eiga von á að sjá krydd- ið í verslunum. Þetta er spennandi verkefni sem við ætlum að halda áfram að þróa og það verður gam- an að sjá hvernig framvindan verð- ur,“ segir Áslaug að lokum. kgk Nýlega voru tveir nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi valdir til að verða fulltrú- ar Íslands í fjölþjóðlegu samstarfs- verkefni Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna, sem nefn- ist „United Nations Pilgrimage of Youth“. Valið fór þannig fram að nemendur gerðu ritgerðir í enskuáfanga sem tengjast starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Enskukenn- arar völdu tíu bestu ritgerðirn- ar og valnefnd frá Oddfellowregl- unni tók síðan viðtöl við þá nem- endur og valdi úr hópnum tvo full- trúa sem fara í ferðina. Ástæðan fyrir því að nemendur FVA fá þetta tækifæri núna er að regludeildir innan Oddfellowregl- unnar á Íslandi skiptast á að sjá um þetta starf og komið var að tveimur regludeildum á Akranesi, sem heita Oddfellowbúðir nr. 4 Borg og Re- bekkubúðir nr. 4 Brák. Árlega eru tveir þátttakendur sendir frá Ís- landi en aðrir þátttakendur koma frá hinum ýmsu ríkjum Bandaríkj- anna, hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. Samtals eru þátttakendur 200-300 manns, ungmenni og fararstjórar. Þau sem valin voru til þátttöku fara í ellefu daga skipulagða ferð um Bandaríkin og Kanada dag- ana 8.-18. júlí 2017, þar sem há- punkturinn verður heimsókn til Sameinuðu þjóðanna í New York. Flogið er til Philadelphiu, þaðan haldið með rútu til New York þar sem stoppað er í þrjá daga, síðan er Washington heimsótt og í Kan- ada eru viðkomustaðirnir Ottawa og Toronto. Hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York fá þátttakendur kynningar á starfsemi og hlutverki samtakanna, fara í skoðunarferðir og svo er haldin ræðukeppni með- al þátttakenda. Hingað til hafa nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Flensborg, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og Menntaskólanum á Akur- eyri verið fulltrúar Íslands í svona ferðum en núna er komið að Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Íslenskur fararstjóri, sem var einnig í val- nefndinni, fylgir íslensku þátttak- endunum í ferðinni og er það Ása Kristín Margeirsdóttir kennari úr Reykjanesbæ. Nemendur sem voru með bestu ritgerðirnar eru í stafrófsröð: Að- albjörg Egilsdóttir, Bergsveinn Logi Ríkharðsson, Guðbjörg Halla Arnardóttir, Gunnar Jóhannesson, Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir, Irma Alexandersdóttir, Jón Mýrdal Böðvarsson, Júlía Rós Þorsteins- dóttir, Kristmann Dagur Einars- son og Sólveig Erla Þorsteinsdótt- ir. Þau sem voru valdin sem full- trúar Íslands í ferðinni næsta sum- ar eru Aðalbjörg Egilsdóttir og Bergsveinn Logi Ríkharðsson. „Oddfellowreglan og Fjölbrauta- skóli Vesturlands óska öllum þeim sem skiluðu bestu ritgerðunum til hamingju með góða verkefnavinnu og sérstaklega þeim sem valin voru til að taka þátt í verkefninu. Aðalbjörgu og Bergsveini er ósk- að góðrar ferðar, góðrar skemmt- unar og ekki síst góðrar viðbótar í reynslubankann,“ segir í tilkynn- ingu. mm/bg Nemendur úr FVA verða fulltrúar Íslands í fjölþjóðlegu verkefni Frá vinstri: Vinningshafarnir Bergsveinn Logi Ríkharðsson og Aðalbjörg Egilsdóttir, Bergþór Guðmundsson frá Oddfellow- búðum nr. 4 Borg, Jóna María Kjerúlf frá Rebekkubúðum nr. 4 Brák og Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA. Snæfellska kryddið sæhvönn í þróun á Lágafelli Áslaug Sigvaldadóttir að vinna í salatinu í gróðurhúsinu á Ræktunarstöðinni að Lágafelli. Sæhvönn í gróðurhúsinu í ræktunarstöðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.