Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 201614 Reynir Katrínarson segir að það hafi verið af praktískum ástæðum að hann fór að kenna sig við móður sína. „Ég hef í tvígang búið í Nor- egi og þar átti fólk erfitt með að bera fram „Sigurðarson.“ Ég ákvað því að breyta nafninu og þannig hefur það verið æ síðan. Reynir er fjölhæfur listamaður, nuddari og sér meira í umhverfi fólks er margur. Hann nýtur þess að vera úti í nátt- úrunni og efnivið sinn í listsköpun sækir hann í umhverfið, einkum það sem sjórinn ber að landi. Nú í vet- ur dvelur Reynir í húsnæði í Hval- fjarðarsveit en ætlar í vor að leggj- ast að nýju í flakk um Ísland. „Mér líður best einum á ferð. Flakka um á bílnum og er langdvölum úti í náttúrunni. Þannig lagað séð á ég því hvergi heima. Dótið mitt er nánast allt í geymslu og hugtakið „heima“ er kannski dáldið á reiki. Ég veit fátt betra en að sofa í bíln- um mínum og geta stigið út og vera í einu skrefi kominn út í „hitt her- bergið,“ sjálfa náttúruna. Markmið mitt er að vera óháður, skulda eng- um neitt og kannski mætti segja að ég færist skrefinu nær því að verða naumhyggjumaður. Engu að síð- ur verður maður að hafa dálitlar tekjur til að geta leyft sér að flakka um og gera það sem manni sýnist og því ætla ég í vetur að búa hér við rætur Akrafjalls og í túnfætinum á Akranesi næstu fimm mánuði og reyna að öngla saman fyrir næstu ferð. Ég er lærður nuddari en býð fólki einnig upp á heilun. Ég les í steina og tákn goðanna. Tek einnig að mér að teikna áru fólks og geri vatnslitamyndir þar sem ég staðset fólk í stjörnukerfinu.“ Reynir við- urkennir að hafa fæðst með ein- hvers konar dulræna hæfileika, eða næmni. Lýðheilsunám og myndlist Reynir er fjórði í röð sex systkina, fæddur vestur á Núpi í Dýrafirði og bjó þar fyrstu átta æviárin. Þá flutti fjölskyldan að Leirá í Borg- arfirði þar sem Sigurður Guð- mundsson faðir hans tók við starfi skólastjóra. Móðir hans var Katrín Árnadóttir kennari, nýlega látin, en Sigurður, eða Siggi á Leirá eins og margir þekkja hann, býr nú á Akra- nesi. Reynir segir það bæði hafa haft kosti og galla að alast upp á skólastaðnum. Eftir barnaskólaárin í Leirárskóla fór hann í framhalds- skóla í Reykjavík en þaðan hélt hann í lýðháskóla í Noregi sautj- án eða átján ára. „Þetta var ótrú- lega góður skóli, þótt hann væri ekki fjölmennur. Við nemendurnir vorum 63 og þarna komu frábær- ir fyrirlesarar víða að úr heiminum og kenndu okkur margt. Við tók- um engin próf, en vorum að nema ýmsa list, tónlistarnám var mikið og þarna var maður á dans- og drama- braut. Við vorum því að syngja, búa til hljóðfæri og dansa. Í lok náms- ins fórum við í flakk um Noreg með sýningu. Þetta var mikið æv- intýri og það var frelsi fyrir mann að komast að í þessum skóla,“ seg- ir Reynir. Eftir lýðháskólann kom hann heim og fór í Handíða- og myndlistarskólann. Eftir það gerð- ist hann tónmenntar- og myndlist- arkennari í Vestmannaeyjum í eitt ár en flutti svo aftur út til Noregs þar sem hann starfaði í sex ár við myndlist, en var þó alltaf í öðrum störfum með til að draga úr stopul- leika innkomunnar af listinni. Eftir heimkomuna lærði hann nudd hjá Rafni Geirdal og náði sér í meist- araréttindi nokkrum árum síðar. „Það má segja að aðalstarf mitt hafi verið að nudda. Ég hef hins vegar aldrei lagt mikla áherslu á að þéna mikið, ég er ekki efnishyggjumað- ur og kannski er ég að þróast í að verða minimalískur. Líf mitt hef- ur líka miklu fremur snúist um að vera að skapa eitthvað, feta nýjar slóðir.“ Reynir sýnir blaðamanni Facebook síðu sína sem er ríkulega myndskreytt með fjölmörgum og ólíkum listverkum og verkefnum sem hann hefur fengist við á liðn- um árum. Gott að aðhyllast ekki efnishyggju Varðandi efnishyggjuna kveðst Reynir óðum vera að losa sig við ýmislegt dót sem hann hefur safn- að að sér í gegnum tíðina en sér ekki not fyrir nú með breyttum lífsstíl. „Mér finnst best að vera á flakki og tek með í ferðir mínar eins lítið og ég kemst af með. Ég tek þó með verkfæri og það sem ég þarf til að vinna við listsköpun og grúsk úti í náttúrunni. Ek um land- ið á litlum sendlingi, Peugeot Part- ner bíl, bílnum Ben. Í honum kem ég fyrir rúmdýnu og því helsta sem ég þarf. Ætli innanrýmið í bílnum sé ekki tveir metrar sinnum einn og tuttugu. Alveg prýðilegt því þá get- ur maður teygt úr sér í fletinu og andað að sér hreina loftinu. Þessi búsetu- og ferðamáti finnst mér miklu hentugri en stór og tækni- lega fullkominn húsbíll, sem hef- ur ýmsan óþarfa og prjál sem ég er ekki að sækjast eftir. Ég hef þó prímus til að hita kaffi eða súpu og fötin geymi ég í púðaverum sem ég get raðað upp. Garðkannan er eitt uppáhalds áhaldið sem ég hef, hún er frábær sturta því auðvitað verð- ur maður að geta þvegið sér þeg- ar maður er kannski lengi fjarri mannabyggðum.“ Friður felst í frjálsræðinu Reynir segir að uppáhaldsverslan- irnar sem hann komi í séu Búkolla og aðrir nytjamarkaðir. „Þar finnst Líður best einum á ferð úti í kyrrlátri náttúrunni Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Reynir Katrínarson tekinn tali Reynir Katrínarson. Horft inn í „Ben,“ bílheimili Reynis, af gerðinni Peugeot Partner. Yfir fletinu er heklað teppi eftir Reyni. Systkinin frá Leirá í aldursröð. F.v. Erna (Edda), Ragnhildur (Gagga), Reynir (Reynsi), Haukur, Guðmundur (Brói) og Guðbjörg (Bugga). Altari Loka. Verk sem Reynir á í geymslu „heima hjá sér.“ Altarið er notað sjaldan, en í því er fórnað steinadropum öðru hverju til að auka framkvæmd. Hálsmen eftir Reyni sem hann notar gjarnan við athafnir. Það heitir Himin- brýsingamen. Orkumen fyrir himnagoðið Loka. Áð við Eyjafjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.