Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á kross- gátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 62 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Skammdegi.“ Vinningshafi er: Guðbjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, 310 Borgarnesi. Fjaður- dýna Sast Hag- stæðar Bjálka Vild Droll Öf.tvíhlj Gort Rifrildi Ögn Grípa Uppbót Þökk Óleikir Næga Umsvif Slyngur Nöldur Á fæti Stillir Hlaupa Óttast 100 2 Hagur Röskur 1005 Vitrar Veisla Púkar Vömb Skeljar Kaðall Lærði Orka Vanga- veltur Ýkti 7 Tangi Þögull Óskar Kró Óreiða Sláin Ósoðna Glöð Hreinn Brókaði 4 Beita Nýtur Fersk Þrek Skyld Sáðlönd Beinið Sleit Ógn Menn Gelt Auðið Fræg Fjaðrir Suddi Röð Ókyrrð Nögl 6 Fjar- lægð Draga Afar Kusk 51 Dýpi Von Friður Spekj- andi Nafn- laus Fúin Hlutar Skortur Rjúpa Röð Á nótu Tákn 3 Duft Ras Írafár Tónn Kögur Leynd Stikar Auður Væl Stýrið Hreyfill 1 Rask Lít 5 Blundur Slota 8 Keyrði Vægð Ofn Bogi 1 2 3 4 5 6 7 8 L O G N M O L L A T Ö F R A O F A U Á F E L L A R O F F A T S Ó L I L U M A Ð I I N N A F Æ R N I A M M A Ð Á R Á T T A R A S I A R B L Ó T I V A K K A S T L Y G N A T Ö R N N Í S K A A R U N N U R N E N N A Ð N Ý R Á E Y A U Ó A T R Á N Á S T T Á P R O F A R Æ Ð I Ð U R G Á Æ S T U R Ð L Á B Ó T A Ð V Ö R U N A A A R A S K I E S K Ö S T U R O R N A R A K T A R R Á S N J Á L D U R A R M I N N E I R Ó Ð A R A Ð A Ú Ð A R Ð R I S Ó S E I R Ð I R Ó S K A M M D E G I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Jæja gott fólk. Allir bún- ir að ákveða hvað á að vera í matinn á jólunum? Og búið að baka 18 sort- ir? Úr Brúneggjum? Fyrir þónokkrum árum var Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði forystumaður bænda. Þeir Svein- bjarnargerðismenn ráku þá töluvert um- fangsmikið kjúklingabú en lentu í vandræð- um vegna salmonellusýkingar og raunar end- aði með því að kjúklingabúskapur var aflagð- ur þar á bæ. Áður en til þess kom endanlega þurfti eitthvað að hressa upp á markaðinn og blása hann nýju lífi því eitthvað var hann víst farinn að dala eftir fréttaflutninginn. Slíkt hefur lengi gerst. Gestur Ólafsson á Akureyri heyrði auglýsingu í útvarpi og botnaði hana síðan snarlega með þessum afleiðingum: Komnir eru kjúklingar á kynningarverði. Salmonellusjúklingar frá Sveinbjarnargerði. Alþingismenn hafa stundum þurft að ræða um misgáfuleg málefni eins og innflutning á kjöti og fleira og fleira. Eitthvert sinn er þau mál komu til umræðu kvað Kristján Bene- diktsson: Á búvörulögunum leynast göt. Letin á þingi er ekki ný. Ekki má flytja inn asnakjöt, enda var fyrir nóg af því. Margt orti líka blessaður Jón okkar Þor- láksson á sinni tíð enda ýmislegt honum mót- drægt í lífinu. Meðal annars kom þessi: Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að flýja. Betur hefði Guð minn gjört að gelda mig en vígja. Og um mál sem upp kom á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum árum eða eftirstöðvar þess kvað Rúnar Kristjánsson: Þjóðar minnar þyngir geð þungi af syndabrestum. Hún á fullt í fangi með að fyrirgefa prestum. Svo kemur hér önnur vísa með öðru sniði og öðru yfirbragði á allan hátt en engu síðri snilld. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka orti og greinilega í blíðviðri en um árstímann veit ég ekki. Má kannske segja að það sé svolítið vor- legur blær yfir henni en ætli okkur veiti nokk- uð af að hugsa til vorsins núna í skammdeg- inu: Blundar gleði, sefur sorg. Sætur lækjarniður líður yfir engi og torg eins og helgur friður. Svefnvenjur manna eru svosem með ýmsu móti og ekki eins hjá öllum. Jóhannes á Litla- Fljóti var eitt sinn spurður að því hvernig honum gengi að vakna á morgnana: Friðinn lengur fæ ég ekki í fússi lem ég klukkuna. Verra skítverk vart ég þekki en vakna snemma á morgnana. Ein er sú íþrótt hagyrðinga að yrkja sléttu- bönd. Þ.e.a.s. vísur sem hægt er að fara með bæði afturábak og áfram og ekki spillir ef þær breyta merkingu eftir því á hvorum endanum er byrjað. Skarphéðinn Ásbjörnsson orti um kollega minn Guðmund Valtýsson á Eiríks- stöðum: Svanna heillar, aldrei á Amors brögðum klikkar. Manna bestur, sjaldan sá sætir vafa ykkar. Það er nú ekki eins og líf prestanna sé ein- tóm og undantekningalaus sæla þó nú séu jól- in að nálgast. Þeir blessaðir þurfa nú stund- um að gera sér dagamun og gleðja sín gömlu hjörtu. Jafnvel þó messa sé að morgni. Lárus Þórðarson frá Grund stakk einhvern tímann eftirfarandi að prestvígðum vini sínum: Í gærkveldi var glaðst við skál og gasprað ögn um trúna. Það er ekkert einfalt mál að eiga að messa núna. Og svo getur líka þurft að jarða þó hátíðin sé að nálgast: Á skrifstofu prestsins lifir ljós, þar lítur hann yfir skræður. Það er jarðsett á morgun og jól í nánd, Jón er að semja ræður. Feril hins látna hann letrar á blað með lotning og fyrirbænum, svo skellir hann hurðum og skundar á skásta pöbbinn í bænum. Jólasveinavísur munu víða þekktar og með ýmsum hætti uppbyggðar enda nokkur þjóð- fræðilegur munur á menningu. Ég hygg að eftirfarandi kveðskapur frá ýmsum löndum og ýmsum tímum sé þýddur úr Esperantó af Kristjáni Eiríkssyni: Frá Austur-Þýskalandi: Jólasveinar ganga um grund glaðbeittir í fasi. Móðir þeirra fer á fund með félögum í Stasí. Bandarískt: Jólasveinar ganga um gil með gríðarlegu stússi. Móðir þeirra tekur til tundur handa Bússi. Úr landinu helga: Jólasveinar fara á flakk um frið er engin þar von. Móðir þeirra með sitt pakk er mætt í boð hjá Sharon. Úr þúsund ára ríki Maós formanns: Jólasveinar sötra teð og syngja lof um Maó. Móður þeirra mildar geð hin mikla nánd við taó. Úr Landinu milli fljótanna: Jólasveinar æða út eyðisand með Hússein. Móðir þeirra mædd af sút má þar drekka sjúss ein. Úr Rómaveldi hinu nýja: Jólasveinninn étur steik, étur eins og dóni. Móðir hans á ljúfan leik, leik við Berlúskóní. Frá Rússlandi: Jólasveinar veita vín við það hverfur sút mín. Móðir þeirra fræg og fín fer í boð hjá Pútín. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Í gærkveldi var glaðst við skál - og gasprað ögn um trúna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.