Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 19. árg. 14. desember 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Gjafakortið fæst í öllum útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort Jólagjöf sem allir geta notað Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fyrir leik ÍA og Hattar í 1. deild karla í körfuknatt- leik sem fram fór síðastliðinn föstudag mættu leikmenn yngri flokka Skagaliðsins á völlinn og afhentu ágóðann af sölu Bleiku og Bláu slaufunnar. Allir iðkendur félags- ins spiluðu með slaufurnar á búningum sínum á öllum mótum í október og nóvember og seldu þær síðan. Ákveðið var að nýta ágóðann til að styrkja gott málefni og var það félagið Englaforeldrar á Akranesi sem naut góðs af sölu slaufanna, en Englaforeldrar er hópur for- eldra á Akranesi sem misst hafa börn sín og vilja leggja öðrum foreldrum í sömu stöðu lið. Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir, formaður Englaforeldra, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. „Vonum við að hann komi að góðum notum,“ segir í tilkynningu frá Körfuknatt- leiksfélagi ÍA. kgk/ Ljósm. jho. Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdótt- ir úr Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi komst áfram á lokaúrtökumót- ið fyrir LET Evrópumótaröð- ina, sterkustu mótaröð í Evrópu. Valdís lék lokahringinn á úrtöku- mótinu, sem leikinn var í Marokkó á mánudaginn, á 75 höggum, eða samtals þremur yfir pari. Samtals lék hún hringina fjóra á 12 högg- um yfir pari og endaði í 12.-13. sæti á mótinu, en alls komast 30 áfram á lokaúrtökumótið sem fer fram í Marokkó dagana 17.-21. desember næstkomandi. Þetta er í fjórða skipti sem Valdís tekur þátt í úrtökumóti LET Evr- ópumótaraðarinnar. Á fyrsta stig- inu í Marokkó voru 57 keppend- ur alls en keppt var á fjórum mis- munandi stöðum á þessu fyrsta stigi mótsins. Valdís hefur undanfarnar vikur verið við æfingar í Bandaríkjun- um. Í samtali við golf.is segir hún að æfingarnar hafi gengið vel, en verið misjafnar eins og gengur og gerist, sveiflan hafi verið ágæt en henni hafi þótt vantað herslumun- inn. „Sem kom síðan þegar ég hitti á Hlyn Geir Hjaltason þjálfarann minn sl. mánudag á Íslandi. Hann lagaði tempóið og jafnvægið í þessu hjá mér og það small allt. Púttæf- ingarnar í Orlando gengu mjög vel,“ segir Valdís í samtali við golf. is. Hún komst inn á lokaúrtök- umótið á síðasta ári en hefur leik- ið á LET Access mótaröðinni síð- ustu þrjú tímabil. „Væntingarnar hjá mér eru að komast í gegnum þetta allt saman stig af stigi. Ég ætla að einbeita mér að því að halda ró minni, hafa tempóið í lagi og þá get ég spilað gott golf,“ segir Valdís í frétt á golf.is. kgk Valdís Þóra aðeins feti frá Evrópu- mótaröðinni Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi. Ljósm. kylfingur.is. Í Skessuhorni í síðustu viku var frétt þess efnis að biskup hafi í byrj- un þessa mánaðar tilkynnt sóknar- nefndum í Staðastaðarprestakalli um þá ákvörðun sína að aflétta búsetu- skyldu sóknarprests á kirkjustaðnum Staðastað. Séra Þorvaldur Víðisson biskupsritari segir að ákvörðunin feli í sér að sóknarprestur geti nú um sinn ákveðið hvar búseta hans verður. Hluti sóknarbarna í Staða- staðarsókn á erfitt með að una þess- ari niðurstöðu og segist ekki skilja hana, telja jafnvel að prestsbústað- urinn sé nú eitt besta íbúðarhúsið í sveitinni eftir lagfæringar sem gerð- ar hafa verið á því. Skessuhorn fékk eftir birtingu fréttarinnar í síðustu viku send minnisblöð og skýrslur sem ritaðar voru um ástand prestsbústaðarins á síðasta ári og úttektir sem gerðar voru á húsinu eftir að töluvert mikl- ar og kostnaðarsamar lagfæringar voru gerðar á því í fyrravetur. Verk- fræðistofan Verkís hafði umsjón með lagfæringum á húsinu. Stefán Andrésson hjá framkvæmda-, eftir- lits- og byggingasviði Verkís stað- festir í minnisblaði frá 9. apríl síðast- liðnum að vel hafi tekist til með lag- færingar og breytingar á húsinu og það sé nú í góðu lagi. Því til staðfest- ingar hafi meðal annars verið lagðar fram niðurstöður loft- og snertisýna sem tekin voru 1. mars 2016. Niður- stöður sýnanna útiloki meðal annars að húsið hafi myglusvepp. Í kjölfar heimsóknar í prestsbústaðinn haust- ið 2015 gaf Helgi Helgason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV), út þann úrskurð að húsið væri heilsuspillandi og ekki íbúðarhæft. Ráðlagði hann sókn- arpresti og fjölskyldu þá að flytja úr húsinu þar til viðgerð hafi farið fram sérstaklega vegna raka í kjall- ara og viðbyggingu. Helgi fram- kvæmdi síðan aðra úttekt á húsinu eftir að viðgerðir höfðu átt sér stað í vor. Í bréfi frá 11. apríl síðastliðn- um skrifar Helgi: „Við úttekt HeV á húsnæðinu er niðurstaðan sú að HeV telur að unnið hafi verið að fagmennsku við endurbætur og hús- næðið sé komið í samt lag og ekki heilsuspillandi.“ Eftir að Skessuhorn hafði feng- ið send fyrrgreinda minnispunkta og bréf sem votta viðgerðir og gefa húsinu „heilbrigðisvottorð“, var leitað til Biskupsstofu og beðið um útskýringar á af hverju biskup tók þá ákvörðun að aflétta engu að síður búsetuskyldu sóknarprests á Staðar- stað frá og með 2. desember síðast- liðnum. Fyrir svörum varð sem fyrr Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Hann segir ákvörðun biskups ekki fela í sér að verið sé að leggja prests- setrið á Staðastað niður. „Ástæða ákvörðunarinnar er sú að fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir því að búa í húsnæði sem þurft hefur að laga vegna raka og hugsanlegrar myglu. Biskup taldi ekki fært að knýja sóknarprestinn og fjölskyldu hans til að flytja aftur inn í íbúðar- húsið á Staðastað að svo stöddu,“ segir Þorvaldur. mm Prestsbústaður lagfærður og talinn íbúðarhæfur Körfuboltakrakkar styrktu Englaforeldra Svunta www.smaprent.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.