Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20178 Mikil aukning var í símenntun árið 2015 LANDIÐ: Árið 2015 varð mikil aukning í símennt- un en þá sóttu 27,5% lands- manna á aldrinum 25-64 ára sér fræðslu, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda, eða 45.700 manns. Í samantekt frá Hag- stofunni kemur fram að fjölg- að hafi um 3.600 manns, 1,9 prósentustig, frá árinu 2014, þeim sem stunduðu símennt- un. Frá árinu 2003 hefur hlut- fall landsmanna á aldrinum 25-64 ára, sem stundar ein- hvers konar símenntun, heldur farið hækkandi. Hlutfallið var 22,2% árið 2003 en fór hæst í 27,6% árið 2006 og nálgast nú þá tölu á ný. Sé miðað við ald- urinn 16-74 ára, sóttu 75.300 manns sér fræðslu árið 2015, sem jafngildir 32,5% lands- manna á þessum aldri. Það er fjölgun um 4.500 manns eða 1,6% frá árinu áður. -mm Þrjár hleðslu- stöðvar fyrir sumarið REYKHÓLAHR: Ef fer sem horfir verða komnar þrjár hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Reykhólahreppi á vormánuð- um. Í Skessuhorni hefur áður verið greint frá tveimur vænt- anlegum hleðslustöðvum, sem enn hefur ekki verið fund- inn staður í sveitarfélaginu. Til viðbótar þessum tveimur stöðvum var greint frá því á Reykhólavefnum í gær að Árni Sigurpálsson á Hótel Bjarka- lundi keypt hleðslustöð sem stendur til að setja upp við hótelið í maímánuði, eða áður en háannatíminn hefst í ferða- þjónustunni. Það ætti því al- deilis að vera hægt að aka um Reykhólasveitina á rafbílum frá og með næsta sumri. -kgk Ný ríkisstjórn að fæðast LANDIÐ: Formenn Sjálfstæðis- flokks, Bjartrar framtíðar og Við- reisnar kynntu í gær stjórnarsátt- mála þessara flokka. Í dag, mið- vikudag, stóð svo til að birta end- anlegan ráðherralista nýrrar rík- isstjórnar. Fyrir lá í gær að for- menn samstarfsflokkanna taka sæti í stjórninni, en að öðru leyti var engu slegið föstu. Síðdegis í gær, þriðjudag, kvaðst til dæmis Haraldur Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi ekki vita hvort hann eða jafnvel Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, sem skipar 2. sætið á lista, fengju ráðherrastól. Ráðherra- embætti skiptast þannig að Sjálf- stæðisflokkur verður með sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Sjálfstæðisflokkur- inn fær forsætisráðuneytið, ut- anríkisráðuneytið og innanrík- isráðuneytið þar sem tveir ráð- herrar munu starfa, annar sem sér um dómsmál og hinn sem sér um aðra málaflokka í ráðuneyt- inu. Að auki fær Sjálfstæðisflokk- urinn ráðuneyti ferðamála, iðn- aðar og nýsköpunar og mennta- málaráðuneytið. Viðreisn fær fjármálaráðuneytið, landbúnað- ar- og sjávarútvegshluta atvinnu- vegaráðuneytisins og félags- og húsnæðishluta velferðarráðu- neytisins. Loks fær Björt fram- tíð fær heilbrigðisráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið í sinn hlut. Gert er ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái embætti forseta Alþingis, en það var þó ekki staðfest í gær. -mm Ölvun og vetrarfærð kom við sögu VESTURLAND: Sex umferð- aróhöpp komu inn á borð Lög- reglunnar á Vesturlandi í lið- inni viku, öll án teljandi meiðsla á fólki. Vetrarfærð kom að ein- hverju leyti við sögu í þess- um málum. Að sögn lögreglu er grunur um ölvun við akstur í einu óhappinu en tveir aðilar voru þar á ferð og báðir grunaður um að vera ölvaðir og/eða undir áhrif- um annarra vímuefna. Voru þeir ekki sammála um hvor hefði ekið og voru því handteknir á staðnum og færðir á lögreglustöð í sýna- og skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Málið er í rannsókn lög- reglu. Tíu ökumenn voru kærð- ir fyrir að aka of hratt og einn ökumaður er grunaður um akst- ur undir áhrifum fíkniefna og reyndist hann einnig sviptur öku- réttindum. Var sá einnig með barn með sér í bifreiðinni og fékk málið því einnig viðeigandi með- ferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Að sögn lögreglu var eitthvað um aðstoðarbeiðnir vegna erlendra ferðamanna sem lentu í vand- ræðum og m.a. barst lögreglu eina nóttina tilkynning um illa búinn erlendan mann á gangi á Snæfellsnesvegi vestan við Álftá. Í ljós kom að maðurinn var á leið- inni til Grundarfjarðar og hafði lagt gangandi af stað frá Borgar- nesi deginum áður og var því bú- inn að vera á gangi klukkutímum saman. Var hann orðinn kald- ur og svangur og þarfnaðist að- stoðaður við að fá far í Grunda- fjörð. Til viðbótar úr dagbók lög- reglu þá fjarlægðu laganna verðir skráningarnúmer af hátt í 30 öku- tækjum undanfarna daga vegna vanrækslu á skoðun eða vegna þess að um ótryggð ökutæki var að ræða. -mm „Fjárlög voru samþykkt fyrir jól við óvenjulegar aðstæður í íslensk- um stjórnmálum. Nýrrar ríkis- stjórnar bíða stórar áskoranir við að tryggja að stjórn ríkisfjármála styðji við hinn efnahagslega stöð- ugleika og stuðli að félagslegri vel- ferð og auknum jöfnuði. Sú for- gangsröðun sem birtist í nýsam- þykktum fjárlögum mun ekki skapa þann grundvöll,“ segir í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands. „Á alla mælikvarða ríkir þensla í íslensku hagkerfi og víða má sjá merki um ofhitnun. Þessar aðstæður kalla á vandaða hagstjórn sem tryggir að ríkisfjármálin auki ekki ofþenslu og óstöðugleika og vinni á móti pen- ingamálastefnu Seðlabankans. Að öðrum kosti verða afleiðingarnar og viðbrögðin fyrirsjáanleg. Verð- bólga eykst, vextir hækka og gengi krónunnar styrkist enn frekar. Bæði Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hafa bent á að ef tek- ið sé tillit til stöðu hagsveiflunnar sé slaki í ríkisfjármálum um þessar mundir, þvert á allar ráðleggingar.“ Þá segir í yfirlýsingu ASÍ að sú ríkisfjármálastefna sem fylgt hefur verið á liðnum árum og viðhald- ið er í nýsamþykktum fjárlögum byggi á þensluhvetjandi aðgerðum á tekjuhliðinni og aðhaldsaðgerð- um á útgjaldahliðinni. „Skulda- lækkunaraðgerðir og skattkerfis- breytingum á borð við afnám auð- legðarskatts, lækkun veiðigjalda og lækkana á neyslusköttum og toll- um hafa valdið því að tekjustofnar ríkisins duga ekki til að fjármagna nauðsynleg útgjöld eins og til heil- brigðismála, barna- og vaxtabóta, húsnæðismála og innviðauppbygg- ingar. Þessi stefna, sem byggir á því að nota aðhald í velferðarkerfinu sem helsta hagstjórnartækið, er illa til þess fallin að treysta hinn félags- lega stöðugleika og stuðla að rétt- látri tekjuskiptingu.“ mm ASÍ segir ríkið vera að endurtaka hagstjórnarmistök Í gær tóku á annað hundrað fyrir- tæki hér á landi sig saman og rit- uðu undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Verndari verkefn- isins er Guðni Th. Jóhannesson forseti. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem stendur að verk- efninu í samstarfi við Ferðamála- stofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórn- stöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrir- tæki tengd ferðaþjónustu sammæl- ist um nokkrar skýrar og einfald- ar aðgerðir um ábyrga ferðaþjón- ustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjós- anlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Áhersluþættirnir í verkefninu eru að ganga vel um og virða nátt- úruna, tryggja öryggi gesta og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Markmið hvatningarverkefnisins er m.a að styðja við ferðaþjónustu- fyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Þá skal setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg og draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og sam- félagsábyrgðar í ferðaþjónustu. Loks á samstarfið að vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrj- uð að huga að sjálfbærni og sam- félagsábyrgð til að taka sig á. Yfir- lýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. mm Samþykkja yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.