Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 9 Karlakórinn Söngbræður heldur sína árlegu þjóðlegu veislu í Þinghamri, Varmalandi, laugardaginn 14. janúar 2017 kl. 20:00. Á matseðli verða: Svið frá Fjallalambi, heit og köld. Saltað hrossakjöt. Meðlæti: rófustappa og kartöflumús. Til skemmtunar verður söngur Söngbræðra og hagyrðingar. Hljómsveit kórsins leikur undir fjöldasöng. Miðaverð kr. 5000 - posi á staðnum. Miðapantanir í síma 894-9535 eða 892-8882 fyrir kl. 22:00 fimmtudaginn 12. janúar 2017. MATARVEISLA & SKEMMTIKVÖLD SK ES SU H O R N 2 01 7 Grundarfjarðarbær var af Héraðs- dómi Vesturlands 14. desember síðastliðinn dæmdur til að greiða Sonju Karen Marinósdóttur, fyrr- verandi starfsmanni bæjarins, bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Sonja starfaði hjá bænum, í fullu starfi við kennslu í Tónlistarskóla Grundar- fjarðar en í hlutastarfi við ræstingar í tónlistarskólanum, þar sem starfs- hlutfall var ákveðið 42%. Henni var með bréfi dagsettu 27. febrúar 2015 sagt upp störfum við ræsting- ar vegna breytinga á starfinu, sem fólu meðal annars í sér að starfs- hlutfallið var minnkað. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands er breyt- ingar á starfinu sem um ræðir ver- ið umtalsverðar og því hafi bænum borið skylda til að tilkynna starfs- manni um þær með sama fyrirvara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilvikum sé það starfs- manns að tilkynna vinnuveitanda innan eins mánaðar hvort hann uni breytingunum eða láti af störf- um. „Verður ekki talið að stefndi hafi gert viðhlítandi grein fyrir því af hverju þessi leið hafi ekki ver- ið fær í tilviki stefnanda. Bar hon- um að láta reyna á framangreindan rétt stefnanda áður en ráðist yrði í svo íþyngjandi ráðstöfun sem upp- sögn úr starfi óneitanlega er,“ segir í dómnum. Var uppsögnin því tal- in ólögmæt og Grundarfjarðarbæ gert að greiða Sonju Karen bæt- ur að verðmæti 650 þúsund krón- ur með vöxtum og dráttarvöxtum auk þess að bera málskostnað, eina milljón króna. kgk Uppsögn dæmd ólögmæt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.