Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201712 Greint var frá því á vef Skessuhorns á fimmtudag í liðinni viku að vatn og skólp hefði flætt upp um niður- föll í Samkomuhúsið á Arnarstapa. Ólína Gunnlaugsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Samkomuhúss- ins, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að flætt hefði upp um niðurföll á báðum hæðum og upp úr starfs- mannasalerni í kjallara. Samkomu- húsið er tengt inn á frárennsliskerfi á vegum Snæfellsbæjar og í samtali við Skessuhorn á fimmtudag sagði Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, að forsvarsmönnum sveit- arfélagsins þætti miður að flætt hefði inn í húsið. „Okkur þykir afskaplega leitt að þetta skyldi hafa gerst og að sjálfsögðu mun sveitarfélagið bæta það tjón sem því ber að bæta,“ sagði Kristinn. Hann sagði að vandamálið sem þyrfti að leita upp væri hvers vegna ferskt vatn hefði flætt upp úr niðurföllum, eins og sást á myndbandi sem Ólína birti með færslu sinni. Það vatn tók með sér skólp og annan úr- gang sem lá í lögnum frá Samkomu- húsinu þegar það flæddi inn í húsið. „Það gengur ekki að ferskt vatn kom- ist inn í lagnir sem liggja að rotþróm. Rotþrær eiga bara að taka við saur og síðan sígur vatnið frá og massinn verður eftir í þrónni, annars myndu þær bara fyllast strax af vatni. Þess vegna verðum við að finna hvaðan þetta vatn kemur,“ sagði Kristinn í samtali við Skessuhorn. Orsök vatnslekans fannst svo síð- ar sama dag og fréttin birtist á vef Skessuhorns. Að kvöldi fimmtudags greindi Ólína Gunnlaugsdóttir frá því að starfsmenn tæknideildar Snæ- fellsbæjar hefðu fundið opinn brunn niður í skólplagnir við nýju húsin við ferðaþjónustuna Snjófell. „Einhver hafði opnað brunninn eftir að pípu- lagningamaður hafði gengið frá hon- um. Síðan hafði yfirborðsvatn runn- ið óhindrað í brunninn en vegna fitustíflu við sameiginlegar rotþrær Snjófells og Samkomuhússins á veg- um bæjarins, þrýstist vatnið/skólpið inn í Samkomuhúsið,“ ritaði Ólína á Facebook-síðu sína. Hún greindi ennfremur frá því að brugðist hefði verið við vandanum. „Núna hef- ur verið komið fyrir aukabrunni við Samkomuhúsið sem myndi taka við slíku vatni ef aftur yrði slíkt óhapp auk þess sem lagnir voru myndað- ar og skoðaðar,“ segir hún og var að vonum ánægð með að orsök vatns- lekans væri fundinn og brugðist hefði verið við. „Ég vil þakka stuðning og aðstoð, bæði starfsmanna Snæfells- bæjar og annarra sem létu sig málið varða,“ ritar Ólína. kgk Orsök vatnsleka fundin og brugðist við Skjáskot úr myndbandi sem Ólína birti með færslunni þar sem sést hvar ferskt vatn flæðir upp um niðurfall. Skortur er á íbúðarhúsnæði víða um land, en mestur þó á höfuð- borgarsvæðinu þar sem fasteigna- verð hefur náð nýjum hæðum. Lauslega er áætlað að enn skorti um sex þúsund fasteignir einung- is á höfuðborgarsvæðinu til að markaðurinn næði jafnvægi á nýj- an leik. Einkum er þetta ástand rakið til þess að of lítið hefur ver- ið byggt eftir hrun og þá er tölu- verður hluti íbúða leigður út til ferðafólks þar sem vöxtur í ferða- þjónustu er mun meiri en sem nemur auknu hótel- og gistirými. Þetta skortsástand hafa fjárfestar nýtt sér og sjást þess víða merki. Fasteignafélög í þeirra eigu hafa „hamstrað“ fasteignir undanfar- in misseri víða um land. Áhrifa húsnæðisskorts gætir því orð- ið mun víðar en á suðvestur- horninu, meðal annars á Vest- urlandi og mest þá í sveitarfé- lögum næst höfuðborgarsvæðinu. Nú er svo komið að góðar eign- ir á viðráðanlegu verði eru illfá- anlegar til kaups. Augljós skortur er t.d. á smærri eignum til sölu á Akranesi. Ef framkvæmd er ein- föld leit á fasteignavefjum kemur í ljós að nú eru til sölu á Akranesi 12 notaðar íbúðir í fjölbýlishúsi á almennum markaði og þar af ein óíbúðarhæf, þrjár Búmannaíbúðir og 13 íbúðir í fjölbýlishúsi sem er skammt komið í byggingu. Verð á almennum íbúðum hefur hækkað verulega og er nú að nálgast bygg- ingakostnað. Þrátt fyrir þetta eru afar fáar íbúðir í byggingu á þétt- býlisstöðunum Akranesi og Borg- arnesi og verktakar sem lóðahaf- ar halda að sér höndum. Lóða- framboð er engu að síður talsvert á báðum stöðum. „Helfrosinn mark- aður“ Einstaklingur sem undanfarn- ar vikur hefur verið í fasteigna- leit á Akranesi leitaði til ritstjórn- ar Skessuhorns og vildi vekja máls á ástandinu. Sá sagði að markað- ur fyrir eignir í fjölbýli á Akra- nesi væri einfaldlega helfrosinn. Viðkomandi kýs að koma ekki fram undir nafni. „Ástandið er nú þannig að komi góð eign í fjöl- býli á söluskrá er ákveðið fast- eignafélag sem hefur kynroða- laust stundað það að yfirbjóða einstaklinga og fjölskyldur sem hafa verið að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Við, þetta venjulega fólk, eigum ekki roð í slíka sam- keppni. Við keppum ekki við fyrr- um kvótaeigendur og fjármálafyr- irtæki sem eru að sölsa undir sig fasteignamarkaðinn með aðstoð stjórnvalda.“ Þarna vísar viðmæl- andi blaðsins annars vegar í að- ferðafræði Íbúðalánasjóðs við að losna við eignir sínar en auk þess á hann við leigufélagið Heima- velli sem á nú tugi ef ekki hundr- uð fasteigna í útleigu á Akranesi og í Borgarnesi. Leiguverð í bæj- arfélaginu hefur af sömu ástæðu rokið upp að undanförnu, sem gerist einatt þegar eftirspurnin er meiri en framboðið. Íbúðalánasjóður ruddi brautina Fyrirtækið Heimavellir hf. er í eigu fagfjárfestasjóðsins Heima- valla leigufélags slhf. sem er skráður hjá Fjármálaeftirlit- inu. Undir fyrirtækið heyra síð- an hvorki fleiri né færri en níu dótturfélög, öll með mismunandi endingum á eftir „Heimavellir“. Fyrirtækið er í eigu hóps fjár- festa þar sem langstærsti hluthaf- inn er útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði sem seldi fiskveiði- kvóta og skip fyrir um tíu millj- arða króna árið 2014, samkvæmt frétt sem birtist í Fréttatímanum síðasta haust. Aðrir eigendur að Heimavöllum eru m.a. önnur út- gerðarfyrirtæki, einstaklingar og sjóðir. Heimavellir hafa á liðnum misserum fjárfest í a.m.k. 1.200 íbúðum á almennum markaði hér á landi, langflestar eignirnar eru á suðvesturhorninu, en einnig á Reyðarfirði, Akureyri og víðar. Stóran hluta fasteignanna keyptu Heimavellir af Íbúðalánasjóði á síðasta ári, en sjóðurinn kaus að bjóða fasteignir í hans eigu til sölu í lokuðum útboðum til svo- kallaðra fagfjárfesta og útilokaði um leið möguleika almennings til kaupa þar sem eignasöfnin voru höfð svo stór að almennur fast- eignakaupandi átti enga mögu- leika. Meðal annars voru í einni sölu Íbúðalánasjóðs 39 fasteign- ir á Vesturlandi sem Heimavellir keyptu allar. „Þroskaður og heilbrigður markaður“ Á heimasíðu Heimavalla seg- ir m.a. um fyrirtækið: „Heima- vellir er leigufélag sem rekið er í anda sambærilegra leigufélaga sem starfrækt hafa verið víða í Evrópu um áratuga skeið, en til- vist slíkra leigufélaga, sem bjóða uppá örugga langtímaleigu sem valkost, er mikilvægur og eðli- legur hluti af þroskuðum og heil- brigðum fasteignamarkaði.“ Þá segir á öðrum stað á síðunni: „Helsta markmið Heimavalla leigufélags í fjárfestingum er að starfsemi sjóðsins nái góðri arð- semi á fjárframlög hluthafa og að byggt verði upp fjölbreytt og eft- irsóknarvert eignasafn íbúðarhús- næðis til útleigu víðsvegar um Ís- land.“ Samkvæmt árshlutareikn- ingi Heimavalla ehf. fyrir fyrri hluta síðasta árs eru heildarskuld- ir félagsins 19 milljarðar en eign- ir metnar á 25 milljarðar. Hagn- aður fyrstu sex mánuði ársins var 1,4 milljarður króna. Hafi afkom- an verið eins á síðari hluta árs- ins 2016 og hún var á þeim fyrri var hagnaður Heimavalla ehf. 2,8 milljarðar króna árið 2016. Þannig má segja að fyrirtækið sé að ná markmiðum sínum um af- komu og gott betur en það, því hlutafé í fyrirtækinu var 4,3 millj- arðar króna um mitt síðasta ár. Þetta jafngildir því að eigendur fyrirtækisins fengu 65% ávöxtun á hlutafé sitt á einu ári hjá þessu þriggja ára gamla fyrirtæki. Bíða átekta Samkvæmt heimildum Skessu- horns er nægt framboð lóða á Akranesi og Borgarnesi fyrir fjöl- býlishús og séreignir og þar ætti lóðaskortur eða skipulagsmál því ekki að tefja framkvæmdir. Ein- hverjum lóðum hefur verið út- hlutað en svo virðist sem flest- ir verktakar haldi að sér höndum með framkvæmdir, bíði eftir að stórir hlutir gerist í atvinnumálum og vísa þar einhverjir til væntinga um byggingu verksmiðju Sili- cor á Grundartanga sem skapað gæti á fimmta hundrað ný störf. Hins vegar, í ljósi fjölgunar íbúa síðustu mánuði og þess skorts sem virðist vera á markaði eft- ir smærri eignum, ættu verktakar ekki að þurfa að bíða eftir stórum tíðindum í atvinnumálum á svæð- inu til að geta hafið framkvæmd- ir til að auka framboð íbúðarhús- næðis fyrir almenning. Á meðan tæplega sex þúsund íbúðir vant- ar í Reykjavík mun almenningur leita húsnæðis utan höfuðborgar- innar, í næstu byggðarlögum. mm Fréttaskýring: Ójafn leikur þegar almenningur keppir við leigufélög um fasteignir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.