Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 19
Stígamót munu á næstunni bjóða upp á ókeypis þjónustu fyrir
íbúa Vesturlands. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi og er
ætluð fólki sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi
Kynningarfundir verða haldnir í
Landnámssetrinu í Borgarnesi
miðvikudaginn 18. janúar kl. 20
og í Samkomuhúsinu á Grundarfirði
fimmtudaginn 19. janúar kl. 20
Stígamót bjóða til opinna kynningarfunda
í Grundarfirði og í Borgarnesi
Verið öll hjartanlega velkomin
Starfsfólk Stígamóta
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Hjónin Sæmundur Steindór Magn-
ússon og Guðrún Katrín Sandholt
opnuðu á gamlársdag verslunina
MyVape Akranes að Vesturgötu
162 á Akranesi. Þar selja þau raf-
rettur og vökva í þær. Sjálf hættu
þau reykingum og tóku upp raf-
rettuna í vetur og nú vilja þau að-
stoða reykingafólk við að gera slíkt
hið sama. „Við hjónin hættum að
reykja fyrir að verða þremur mán-
uðum síðan og fengum okkur raf-
rettu. Áður reyktum við tvo pakka
á dag og satt best að segja héldum
við að það yrði ekki mögulegt að
hætta. En það tókst með hjálp raf-
rettunnar og þetta er allt annað líf.
Við erum hætt að reykja og líður
vel,“ segir Sæmundur í samtali við
Skessuhorn.
En hvernig kom það til að þau
ákváðu að hefja sölu á rafrettum?
„Á Þorláksmessukvöld var mín raf-
retta uppi á borði þar sem ég hafði
lagt hana frá mér. Við eigum ketti
og þeir fóru að leika sér í borð-
dúknum sem varð til þess að hún
mín datt í gólfið og brotnaði. Það
var því algjört neyðarástand hér á
Þorláksmessu,“ segir Sæmundur
léttur í bragði. „Stuttu eftir jólin
var pöntuð ný og við ákváðum um
leið að kanna hver viðbrögð fólks
yrðu við verslun sem þessari,“ segir
hann og bætir því við að þau hafi
ekki látið á sér standa. „Viðbrögðin
eru búin að vera ótrúleg, bæði frá
fólki sem nú þegar notar rafrettur
en einnig öðrum. Þó nokkuð marg-
ir viðskiptavinir sem komu til okk-
ar strax eftir opnunina eru hættir að
reykja,“ bætir hann við.
Verslunin er ekki stór í sniðum
eins og er og rekin í kjallara íbúðar-
húss þeirra hjóna. Sæmundur segir
að þau útiloki ekki að stækka versl-
unina í náinni framtíð. „Sem stend-
ur erum við með fimm tegundir af
rafrettum, höfum alls konar vökva
til sölu auk þess sem við sinnum
allri þjónustu sem viðkemur þessu,
skiptum um kol í rafrettunum og
fleira slíkt. Við erum í samstarfi við
fyrirtæki í Reykjavík og ætlum að-
eins að sjá hvernig þetta þróast. Við
byrjuðum nú bara í kjallaranum hjá
okkur, en ég á allt eins von á því að
við þurfum að fara í annað húsnæði
þegar líður á árið,“ segir hann.
„Allt skárra
en að reykja“
Sæmundur ítrekar að rafrettur séu
fyrst og síðast hugsaðar til aðstoð-
ar þeim sem vilja sega skilið við
tóbaksreykingar. „Ég hvet fólk til
að byrja ekki á þessu ef það neytir
ekki tóbaks fyrir. Okkar hugsun er
sú að fólk eigi að fara úr reyking-
um og yfir í þetta og við höfum til-
finningu fyrir því að þannig sé fólk
að nota þetta,“ segir hann, en raf-
rettur hafa um skeið verið umtalað-
ar og ekki allir á einu máli um skað-
leysi eða skaðsemi þeirra. „Rann-
sóknir hafa sýnt að skammtíma-
áhrif á þá sem skipta úr sígarettu-
reyk yfir í rafrettu eru góð. Eins
og kom fram til dæmis í heimildar-
mynd frá BBC sem var sýnd á RÚV
um daginn þá batnar bæði lungna-
starfsemi og hjarta- og æðastarf-
semi reykingamanna sem skipta
yfir í rafrettur,“ segir Sæmundur
en bætir því við að langtímaáhrif-
in séu þó ekki enn komin í ljós. „En
kostir þess að slökkva í sígarettunni
eru ótvíræðir og ég veit til þess að
læknar, bæði hérlendis og erlendis,
hafa mælt með rafrettum við reyk-
ingafólk sem vill hætta. Fyrir okkur
hjónin var þetta sú leið sem virkaði,
eins og hjá svo mörgum öðrum Ís-
lendingum og ég hvet þá sem eru
að spá í að hætta til að prófa. Það er
allt skárra en að reykja,“ segir Sæ-
mundur að lokum.
Áhugasömum er bent á að versl-
unin MyVape Akranes er opin alla
virka daga frá kl. 10 til 18 og auk
þess milli kl. 10 og 14 á laugardög-
um. Athygli er einnig vakin á því að
yngri en 18 ára eru ekki seldar raf-
rettur.
kgk
Rafrettuverslun
opnuð á Akranesi
Sæmundur Steindór Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt reka rafrettuverslunina MyVape Akranes.