Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 15 www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 01 7 TÆKNIMAÐUR BORGARNESI Laust er til umsóknar starf tæknimanns á tæknideild Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Deildin hefur umsjón með verklegum framkvæmdum á sviði nýframkvæmda, viðhalds á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið Umsjón og eftirlit með nýframkvæmdum og öðrum • framkvæmdum. Umsjón undirbúnings og útboðs framkvæmdaverka.• Gerð útboðs- og verðkönnunargagna.• Landmælingar vegna verkhönnunar og undirbúnings.• Annast önnur tæknileg úrlausnarverkefni innan deildarinnar.• Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði eða önnur • háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af ámóta störfum er kostur• Góð íslenskukunnátta• Góð tölvukunnátta• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Hæfni í mannlegum samskiptum• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2017. Umsóknir berist mannauðsstjóra netfang oth@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir, þar með talin menntunar- og starfsferilsskrá. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.. Nánari upplýsingar um störfin veitir Pálmi Þór Sævarsson í síma 522-1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Til dæmis mjaltir, afleysingar, mokstur, fjárrag, hænsnatínslu, þrif og bón á bílum og vélum, smölun, slátrun og svo mætti lengi telja. Nemendur á öðru ári í búfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands taka nú að sér hverskyns verkefni til fjáröflunnar útskriftarferðar sinnar á komandi ári. Erum með reynslubolta í flestum verkum. Ítarlegri upplýsingar veita Harpa Björk: 894-1011 Sigríður Linda: 771-3341 bufraedi@gmail.com Er ekki hugsanlegt að þig vanti aðstoð við hin ýmsu verk? Geymið auglýsinguna því við verðum til taks í allan vetur. SK ES SU H O R N 2 01 7 Lesbókin Café, nýtt kaffihús við Akratorg á Akranesi, var opnað fyrsta sinni fyrir gestum og gang- andi kl. 11:30 föstudaginn 6. janú- ar. Að rekstri kaffihússins standa Christel Björg Rudolfsdóttir Clot- hier og Guðleifur Rafn Einarsson. Um miðjan desembermánuð keyptu þau rekstur Skökkin Café, sem áður var rekið í sama húsnæði, af Hafdísi Bergsdóttur og Hildi Björnsdóttur. Síðan þá hafa Christel og Guðleif- ur breytt nafni kaffihússins og end- urinnréttað húsnæðið til að ljá því sinn blæ. Að sögn þeirra gekk opn- unin síðastliðinn föstudag vel, að- sóknin góð fyrsta daginn og voru þau að vonum ánægð með viðtök- urnar. kgk Lesbókin Café var opnuð á föstudag Christel Björg Rudolfsdóttir Clothier og Guðleifur Rafn Einarsson voru að vonum ánægð með góða aðsókn að Lesbókinni Café á opnunardaginn sl. föstudag. Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði fagnaði 40 ára starfsafmæli sínu í byrjun janúar. Blásið var til veglegr- ar veislu í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar laugardaginn 7. janúar af því tilefni. Þar mættu margir bæjarbú- ar, velunnarar og fyrrverandi starfs- menn leikskólans. Farið var yfir sögu skólans ásamt því að Matt- hildur Soffía Guðmundsdóttir var heiðruð sérstaklega enda hefur hún starfað við leikskólann frá upphafi og fagnaði því 40 ára starfsafmæli sínu í leiðinni. tfk Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði 40 ára Frá vinstri eru þær Sigríður Herdís Pálsdóttir fyrrverandi leikskólastjóri, Matthildur Soffía Guðmundsdóttir og Björg Karlsdóttir núverandi leikskólastjóri. Nemendur leikskólans tóku nokkur lög fyrir gesti og þar á meðal afmælissönginn. Hérna eru þær Björg Karlsdóttir leikskóla- stjóri og Sólrún Guðjónsdóttir fyrir hönd kvenfélagsins Gleym mér ei en leikskólinn fékk fjölda gjafa og styrkja frá fyrirtækjum og félögum í tilefni dagsins. Matthildur Soffía Guðmundsdóttir tekur hér við gjöfum frá Þorsteini Steins- syni bæjarstjóra en með henni er sonur hennar Ragnar Börkur Ragnarsson sem var einmitt einn af fyrstu nemendum leikskólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.