Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 11 ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐA ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR Opið: Íþróttamaður Borgarfjarðar 2016 Ungmennasamband Borgarfjarðar - Borgarbraut 61 - 310 Borgarnesi Sími 437 1411 - www.umsb.is Laugardaginn 14. janúar kl. 14:00 fer fram í félagsheimilinu Lyngbrekku verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2016 Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2016 Við hvetjum alla til að koma og heiðra íþróttafólkið okkar, boðið verður uppá léttar veitingar Ungmennasamband Borgarfjarðar SK ES SU H O R N 2 01 7 Síðastliðið vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um veitinga- staði, gististaði og skemmtanahald, frá því 2007. Með breytingunum nú er einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign, svo sem sumarhús, sem viðkomandi hefur til persónulegra nota, í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um mörg, flókin eða kostnaðarsöm rekstrarleyfi. Um leið er sett það skilyrði að leigutekjur einstaklings fari ekki yfir tvær milljónir króna á ári. Þá eru í lögunum útskýrð bet- ur mörkin milli gististarfsemi í at- vinnuskyni og tímabundinnar leigu af hálfu einstaklinga. Áhrifa breyt- inganna gætir m.a. í betri yfirsýn um gistiframboð, bættri skráningu og skilum skatttekna af gististarf- semi og einfaldara regluverki fyrir rekstrarleyfi. Til að mega leigja út herbergi, íbúð eða sumarbústað í heimagist- ingu þarf að skrá eignina hjá sýslu- manni höfuðborgarsvæðisins eða á miðlægu vefsvæði sé það fyrir hendi. Einnig þarf skráningaraðili að fá starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd í viðkomandi sveitarfélagi. Eignin fær svo úthlutað skráningarnúmeri sem þarf að nota við alla markaðs- setningu. Lögreglustjórar sjá um eftirlit með heimagistingu en sýslu- maðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar eftirlit með því að skráningarnúmer sé notað á þeim miðlum sem notaðir eru til að aug- lýsa heimagistingu. Þá er eftirlitið einnig í höndum þeirra sem lög og reglugerðir um matvæli, hollustu- hætti og mengunarvarnir, eftirlit, aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og brunamál mæla fyrir um og átt geta við um við- komandi starfsemi. Brjóti fólk hin- ar nýju reglur um heimagistingu getur það átt á hættu að lögð verði á stjórnvaldssekt sem getur numið allt að einni milljón króna. Fólk sem hyggst skoða útleigu á íbúðarhúsnæði er hvatt til að lesa hin nýbreyttu lög. Þá má einnig á vef Sambands íslenskra sveitarfé- laga finna undir „Ferðamál“ gagn- leg svör við ýmsum spurningum um útleigu fasteigna. mm/ Ljósm. Ferðamálastofa. Ný lög um heimagistingu tóku gildi um áramótin Þrír af hverjum fjórum fjarnem- um við Háskólann á Akureyri búa áfram í heimabyggð fimm árum eftir brautskráningu. Þetta er nið- urstaða rannsóknar sem unnin var af Þóroddi Bjarnasyni, Inga Rúnari Eðvarðssyni, Ingólfi Arnarsyni, Skúla Skúlasyni og Kolbrúnu Ósk Baldursdóttur við HA. Greinin birtist í Tímariti um uppeldi og menntun og ber heitið „Svæðis- bundin áhrif íslenskra háskóla.“ „Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við tilfinningu okkar hér við HA en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið fram á sterk tengsl fjarnáms og búsetu í heimabyggð með opinberum gögnum um bú- setu fyrir nám,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA og einn höfunda greinarinnar. Hann segir að rannsóknin sýni jafnframt að mikill munur er á menntunar- stigi þjóðarinnar eftir landshlutum. Árið 2011 höfðu þannig 38% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi en einungis 21–23% í flestum öðrum landshlutum. Hér á Vesturlandi er hlutfallið þannig að 22-23% íbúa á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun. Verulega hallar á kynin því einungis 15-17% karla á Vesturlandi höfðu lokið háskóla- prófi en 29-30% kvenna. Háskóla- menntun mælist lítið eitt hærri á suðursvæði Vesturlands, Akra- borgarsvæðinu, en í Dölum og á Snæfellsnesi. „Þessi munur milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis skýrist að hluta af takmörk- uðu framboði starfa sem krefjast háskólamenntunar en að hluta til af skorti á háskólafólki til starfa,“ segir í niðurstöðu rannsóknarinn- ar. „Það er mikilvægt fyrir Háskól- ann á Akureyri að fá þessar töl- ur á hreint enda höfum við lengi talið að við séum að mennta fólk í heimabyggð. Nú er það sannað og við getum haldið áfram að efla okkar námsform sem hefur þróast úr því að vera fjarnám yfir í það að vera sveigjanlegt nám. Það þýð- ir að engu skiptir hvort þú sért á Akureyri eða annars staðar, allir njóta sömu kennslu,“ segir Eyjólf- ur Guðmundsson, rektor Háskól- ans á Akureyri. Hægt er að lesa nánar um niður- stöðu rannsóknarinnar á vef Há- skólans á Akureyri. mm Nú í haust hófst kennsla í lögreglufræðum við HA. Nemendur geta bæði stundað það í staðnámi og fjarnámi, eins og þessi vestlensku nemendur völdu. Frá vinstri er Hafþór Ingi Þorgrímsson í Stykkishólmi, Björgvin Fjeldsted frá Ferjukoti, unnusta hans Guðrún Hildur Hauksdóttir úr Borgarnesi og Ásgeir Yngvi Ásgeirsson frá Staðarhúsum. Fjarnám styður við búsetu háskólamenntaðs fólks í heimabyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.