Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201716 Skagakonan Dagný Jónsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samgöngustofu og hefur unnið hjá stofnuninni alla tíð, eða allt frá því hún varð til árið 2013 við sameiningu Flugmálastjórnar Íslands, hluta Sigl- ingastofnunar Íslands, hluta Vega- gerðarinnar og Umferðarstofu. Hjá síðastnefndu stofnuninni hóf hún einmitt störf fyrir 13 árum, þá nýút- skrifuð úr viðskiptafræði frá Háskól- anum í Reykjavík og átti síðar eft- ir að verða forstjóri stofnunarinnar, árið 2012. Komum aftur að því síðar. Árið 2014 hóf Dagný nám samhliða vinnu, í Forystu og stjórnun við Há- skólann á Bifröst og útskrifaðist síð- asta sumar. Meistararitgerð hennar bar heitið „Þetta kemur bara ekkert upp í hendurnar á manni“ og undir- titilinn var „Upplifun kvenna í for- ystu í fjármálageiranum á Íslandi.“ Hún kveðst ekki hafa valið umfjöll- unarefnið á femínískum forsendum. „Það eina sem ég vissi áður en ég valdi viðfangsefnið var að mig lang- aði að gera rannsókn sem gæti fall- ið undir leiðtogafræðihluta námsins. Í upphafi sá ég ritgerðina fyrir mér allt öðruvísi en hún endaði og ekk- ert endilega femíníska,“ segir Dagný Jónsdóttir í samtali við Skessuhorn. „Ég var búin að ákveða um hvað ég ætlaði að skrifa, en þá fór ég í fæð- ingarorlof og á meðan skrifaði ann- ar nemandi um einmitt það viðfangs- efni. Ég missti sem sagt af viðfangs- efninu mínu,“ segir Dagný og bros- ir. Hún ráðfærði því við leiðbeinanda sinn og deildarformanninn. „Á sama tíma stóð Íslandsbanki fyrir fundun- um „Ljónin í veginum“ sem fjölluðu um stöðu ungra kvenna í atvinnu- lífinu og þær hindranir sem verða á vegi þeirra. Það var mikill áhugi á þessum fundum og þegar ég fór að kanna málið komst ég að því að það vantaði rannsóknir um stöðu kvenna í atvinnulífinu hér á landi,“ segir Dagný. Tengslanet kvenna ekki nógu gott Hún réðist því í það verkefni að rannsaka upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum með viðtölum við konur í æðstu stöðum banka og ann- arra fjármálafyrirtækja. Rannsóknin leiddi ýmislegt í ljós. Til dæmis sýndi hún fram á að tengslanet kvenna væri almennt ekki nógu gott. Gæti það aftrað því að þær kæmust eins langt og þær vildu. „Þá er ég ekki að tala um einhvern klíkuskap, alls ekki, heldur virðast konur ekki hafa jafn góð tengsl við annað fólk í fjármála- geiranum og karlar. Þar af leiðandi koma þær síður til greina þegar ráð- ið er í stöður,“ segir Dagný og seg- ir ýmsar ástæður kunna að valda því. „Ástæðurnar voru ýmiss konar. Sum- ar töldu einfaldlega að eftir þeim yrði tekið ef þær sinntu sínu starfi af mikl- um dugnaði, en það er ekki endilega þannig. Af þeim sökum sáu margar konur ekki hag sinn í því að sækja ráðstefnur og viðburði eða hitta fólk úr öðrum fyrirtækjum utan vinnu- tímans,“ segir Dagný. „Þetta hafa karlarnir alltaf verið miklu duglegri að gera. Það er eins og þeir hafi allt- af verið miklu meðvitaðri um það að það sem er gert þegar þeir eru ekki í vinnunni getur líka verið vinna. Að mynd tengsl við viðskiptavini eða annað fólk í fjármálageiranum á ráð- stefnum eða í golfi er líka hagur fyr- irtækisins. Það er ekki að ástæðu- lausu sem stundum er sagt að margir viðskiptasamningar hafi verið gerðir á golfvellinum,“ segir Dagný. Tíminn stærsta fórnin Rannsóknin leiddi það jafnfram í ljós að tími var stærsta fórnin sem konum fannst þær þurfa að færa til að kom- ast til metorða innan fjármálafyrir- tækja. „Þá ekki síst einmitt á með- an þær eru að klífa metorðastigann. En það kom einnig í ljós að þessar konur sem voru komnar hvað lengst voru góðar í að dreifa álaginu. Þær voru duglegar að útdeila verkefnum á vinnustaðnum auk þess sem jafn- skipting heima fyrir var algeng hjá þessum konum. Það er eins og þær sem eru komnar á toppinn hafi átt- að sig á því að þær þurfa ekki að gera allt sjálfar,“ segir Dagný og bætir því við að þetta virðist hafa breyst frá því í hruninu. „Í rannsókn sem var gerð árið 2008, og var ein af fáum íslensk- um rannsóknum sem ég gat stuðst við, kom í ljós að konur voru mik- ið að vinna öll verk sjálfar í stað þess að útdeila ábyrgðinni. Í minni rann- sókn fékk ég allt aðrar niðurstöður, auk þess sem nokkrar af þeim kon- um sem ég ræddi við sögðu að þetta hefði breyst frá því fyrir hrun,“ seg- ir hún. „Fyrir vikið er starfið innan fjármálafyrirtækja líka orðið miklu eðlilegra, fjölskylduvænna og mann- eskjulegra. Eitt af því sem fólk lærði í hruninu var að það var ekkert endi- lega til gagns að vinna allan sólar- hringinn,“ segir Dagný. Baráttan við staðalímyndir Þá segir Dagný að rannsóknin hafi leitt ýmislegt fleira áhugavert í ljós. „Til dæmis vildu margar konur meina að staða þeirra innan fyrirtækja hefði batnað á aðeins fimm árum eða eftir hrunið. Hindranirnar væru færri og fyrirtæki væru orðin meðvitaðri um að blöndun kynjanna væri til góðs,“ segir hún. „Það rímar við niðurstöð- ur flestra rannsókna sem hafa ver- ið gerðar um það efni. Þær sýna að eftir því sem blöndun kynjanna er meiri þá verður afkoma fyrirtækja betri,“ bætir hún við. Spurð hvort kynjakvótinn hafi þar haft áhrif segir hún svo vera. „Þær sem ég ræddi við töldu að kvótinn hefði haft jákvæð áhrif, en nefndu einnig hrunið. Það var í raun upphafið af því að fólk fór að endurskoða hvernig hlutirnir voru gerðir,“ segir hún en bætir því við að þó margt hafi batnað þá sé enn ýmis- legt sem megi betur fara. Nefnir hún sem dæmi að konur í stjórnunarstöð- um reki sig ítrekað á að þurfa að berj- ast við staðalímyndir. Það geti valdið óþægindum. „Konur í forystustörf- um upplifa að það eru gerðar aðrar kröfur til þeirra en karla í sambæri- legum stöðum. Þá gildir einu hvort undirmenn þeirra eru karlar eða konur, þeir vænta þess bara að konur stjórni öðruvísi, séu einhvern veginn vinalegri stjórnendur á meðan þeim þykir miklu eðlilegra að karlkyns stjórnendur séu kaldir og „meiri töff- arar“, eins og ein orðaði það,“ seg- ir Dagný. „Ein orðaði það þannig að konum leyfðist ekki að eiga slæman dag í vinnunni,“ segir hún en bætir því við, sem fyrr segir, að vísbend- ingar séu um að atvinnugreinin sé að færast í átt til aukins jafnréttis. „En sé mín rannsókn borin saman við þá sem var gerð árið 2008 þá bendir margt til þess að hlutirnir séu að fær- ast í rétta átt. Vonandi heldur sú þró- un áfram,“ segir Dagný. Borinn og barnfæddur Skagamaður Þar sem blaðamaður ræðir við Dagný á heimili hennar á Akranesi er einn- ig tekið upp léttara hjal. Hún er bor- inn og barnfæddur Skagamaður og býr á Akranesi ásamt eiginmanni sín- um Agnari Kjartanssyni og dætrum þeirra; Bríeti, Öglu og Aþenu. Sem fyrr segir hóf hún störf hjá Umferð- arstofu fyrir 13 árum síðan, þá nýút- skrifaður viðskiptafræðingur frá HR. „Ég var ráðin beint úr HR til að sjá um mannauðsmálin og að innleiða stefnumiðað árangursmat. Í kjölfar- ið varð Umferðarstofa eina stofn- unin sem innleiddi bónuskerfi, það þekktist ekki í ríkisstofnunum,“ seg- ir hún. „Starfsmenn samþykktu að hluti launahækkunar færi í bónus- kerfi. Hugsunin á bakvið þetta var að bæta rekstur stofnunarinnar, fá meira út úr hverjum starfsmanni og þar með fara betur með almannafé. Þetta gaf mjög góða raun. Stjórnun og rekstur stofnunarinnar batnaði til muna,“ segir hún og hvetur stofn- anir til að vera óhræddar við að læra af einkageiranum. „Það er oft talað um að ríkisstofnanir séu fimm árum á eftir einkageiranum. Ríkið þarf að vera óhrætt við að taka upp góða vinnusiði einkafyrirtækja. Ekki til að skila hagnaði, enda er það ekki mark- miðið, heldur til að bæta reksturinn og hækka þjónustustigið. Til þess eru ríkisstofnanirnar og þær mega ekki gleyma því. Þær eiga að veita lands- mönnum ákveðna þjónustu,“ seg- ir hún. Svo vel tókst til hjá Umferðar- stofu á sínum tíma að hún var árið 2009 og 2010 kosin stofnun ársins. „Það tókst að reka hana vel í öllum skilningi. Árangursstjórnunarkerfið reyndist mjög vel, við vorum með opið bókhald og það myndaðist góð fyrirtækjamenning innan stofnunar- innar,“ segir hún. Lærdómskríkt sameiningarferli Dagný tók síðan við sem forstjóri Umferðarstofu árið 2012 og gegndi því starfi þar til Samgöngustofa varð til árið 2013 við sameiningu Um- ferðarstofu, Flugmálastjórnar Ís- lands og hluta Siglingastofnun- ar Íslands og Vegagerðar. Þá hóf Dagný störf sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá hinni nýju stofn- un. Hún segir sameininguna hafa verið að mörgu leyti erfiða en mjög lærdómsríka. „Þetta var í raun sex ára óvissuferli í heildina og margt sem hefði mátt mun betur fara. Í fyrsta lagi var af einhverjum ástæð- um ákveðið að sameina á miðju sumri, það var ekki gæfulegt,“ seg- ir Dagný og hlær við. „En síðan tók þetta líka bara alltof langan tíma. Þarna var verið að sameina stofn- anir þar sem var rosalega ólík fyr- irtækjamenning. Nú eru rúm þrjú ár síðan og við erum komin á rétt ról í breytingaferlinu, rekstur- inn gengur vel og spennandi tímar framundan,“ segir hún en bætir því við að sameining hafi nú haft sína kosti. „Sem stærri einingar er hægt að reka stofnanir betur, með meiri sveigjanleika. Samgöngustofa er orðin ein af stærstu ríkisstofnun- unum með um 140 manns í vinnu,“ segir hún. Elskar að keyra á milli Meðal verkefna komandi tíðar hjá Samgöngustofu nefnir Dagný sem dæmi að verið sé að leggja loka- hönd á rafræn eigendaskipti bif- reiða og þá sé verið að hanna nýja skipaskrá. Þá fagnar hún framlög- um til fræðslu- og forvarnarmála og vonast til að stofnunin geti ráð- ist í nýja umferðaröryggisherferð á næstunni. „Við fengum 75 milljóna króna framlag til umferðarörygg- ismála núna á síðustu fjárlögum, en ekki krónu í fyrra. Við munum nýta það til að útbúa ýmiss konar fræðsluefni og ég er mjög ánægð með það,“ segir Dagný sem kveðst ánægð í starfi. „Þegar ég byrjaði þótti nú ekki fínt að vera meira en tvö ár á sama stað,“ segir hún og hlær við. „En mér líkar þetta mjög vel og ætla að vera áfram meðan ég er ánægð í starfi,“ segir Dagný og bætir því við að hún setji það ekki fyrir sig að aka á milli Akraness og Reykjavíkur á hverjum degi. „Ég elska að keyra á milli. Á hverjum degi fæ ég hálftíma til að kúpla mig algerlega út úr vinnunni. Ég vil búa á Skaganum, stelpunum líður vel hérna og okkur öllum. Þetta gæti ekki hentað betur,“ segir Dagný Jónsdóttir að lokum. kgk „Konur í stjórnunarstöðum þurfa ítrekað að berjast við staðalímyndir“ - Dagný Jónsdóttir rannaskaði upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum Dagný með eiginmanni sínum, Agnari Kjartanssyni, á góðri stundu. Dagný ásamt dætrunum Bríeti, Öglu og Aþenu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samgöngustofu. Í meistararitgerð sinni í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst rannsakaði hún upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum á Íslandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.