Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201710 Sveitarfélög á köldum svæðum mótmæla hækk- un raforkuverðs LANDIÐ: Samtök sveitar- félaga á köldum svæðum hafa sent iðnaðar- og viðskiptaráð- herra erindi þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013, en hækkun á tímabilinu er langt umfram hækkun á vísitölu. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ seg- ir í erindinu til ráðherra. „Eitt helsta baráttumál samtakanna hefur verið að jafna húshitun- arkostnað íbúa sem búa á köld- um svæðum en frá janúar 2013 hefur raforkuverð hækkað um 12,6-22,63%. Á sama tíma hef- ur vísitala neysluverðs einung- is hækkað um 8,85%.“ Stjórn samtakanna telur þessar hækk- anir algjörlega úr takti við eðli- legar hækkanir og mótmælir þeim harðlega. Jafnframt skora Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum á ráðherra orkumála að skipa starfshóp sem fari yfir málin og komi með tillögur til ráðherra hvernig hægt sé að ná þeim markmiðum að jafna hús- hitunarkostnað á landinu óháð orkugjafa. -mm Leita að húsnæði undir crossfit stöð AKRANES: Bræðurnir Gunn- ar Smári og Jóhann Örn Jón- björnssynir stefna á að opna crossfit stöð á Akranesi ásamt Sunnevu Burgess. Hugmynd- ina fengu þeir í ágúst síðastliðn- um og fóru strax í það að kanna hvort markaður væri fyrir slíkt í sveitarfélaginu. „Við skoðuðum stöðvar í Hveragerði, á Sauð- árkróki, Akureyri og í Vest- mannaeyjum og sáum að það er alveg markaður fyrir þetta á Skaganum. Þó að sveitarfélögin séu lítil, þá er alltaf troðfullt í öllum stöðvunum. Þá fékk ég þá flugu í hausinn að bjóða líka upp á sjúkraþjálfun á sama stað, enda vantar sjúkraþjálfara á Akranesi,“ segir Gunnar Smári sem er sjúkraþjálfari að mennt. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett upp viðskipta- áætlun og leit hófst að húsnæði. „Við fengum svo vilyrði fyr- ir húsnæði en það reyndist að- eins of dýrt. Í millitíðinni fór ég á námskeið og fékk þjálfara- réttindi og staðan er sú að við erum komin með leyfi, fjár- mögnun og tilboð í dót. Okk- ur vantar bara húsnæði.“ Hann segir húsnæðisskortinn hafa komið á óvart en um tvö- til þrjúhundruð fermetra húsnæði myndi henta best undir crossfit stöðina. „Það væri hentugasta stærðin en mætti samt alveg vera stærra. Við erum að þreifa fyrir okkur núna, erum búin að funda bæði með bænum og ein- staklingum sem eiga húsnæði en það hefur lítið gengið. Það vantar húsnæði í bænum. Þetta er því allt í pípunum en er ekki staðfest ennþá, eingöngu hús- næðisins vegna,“ segir Gunnar Smári. -grþ Fallist á kröfur um landamerki DALABYGGÐ: Héraðsdóm- ur Vesturlands kvað í desember upp úrskurð í máli sem Trausti Bjarnason á Á höfðaði með stefnu á hendur Ólafi Eggertssyni á Manheimum, Elínborgu Egg- ertsdóttur á Skarði 2 og Kristni B. Jónssyni á Skarði 1. Hafði Trausti jafnframt stefnt Þórði Baldurssyni og Sigríði Bryndísi Karlsdóttur á Geirmundarstöðum og var það mál sameinað hinu málinu að ósk málsaðila. Öll stefndu, að Elín- borgu frátalinni, höfðuðu gagn- sakarmál. Ágreiningsefni máls- ins lýtur að landamerkjum jarðar- innar Ár á Skarðsströnd gagnvart jörðunum Skarði og Geirmund- arstöðum, en bæði Á og Geir- mundarstaðir voru áður hjáleigur frá Skarði. Ítarlegar málsástæður verða ekki raktar hér en lesendum bent á að dóminn má lesa í heild sinni í dómasafni Héraðsdóms Vesturlands, sem aðgengilegt er á vefsíðunni www.domstolar.is. Niðurtöður dómsins voru í stuttu máli þær að héraðsdómur féllst á aðalkörfur aðalstefnanda Trausta Bjarnasonar á Á um landamerki Ár gagnvart jörðunum Skarði og Geirmundarstöðum. Gagnstefn- endum Kristni B. Jónssyni, Ólafi Eggertssyni, Sigríði Bryndísi Karlsdóttur og Þórði Baldurssyni var gert að greiða honum óskipt 2,6 milljónir í málskostnað. Að- alstefnda Elínborg Eggertsdóttir var hins vegar sýknuð af kröfum aðalstefnanda Trausta Bjarnason- ar og honum gert að greiða henni 100 þúsund krónur í málskostn- að. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 31. desember - 6. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 15.648 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 9.775 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 4.536 kg. Mestur afli: Vinur SH: 2.734 kg í einni löndun. Ólafsvík 11 bátar. Heildarlöndun: 142.577 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 24.706 kg í þremur löndunum. Rif 5 bátar. Heildarlöndun: 45.716 kg. Mestur afli: Guðbjartur SH: 17.848 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 19.935 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 9.696 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Kristinn SH - ÓLA: 9.742 kg. 4. janúar. 2. Kristinn SH - ÓLA: 9.327 kg. 3. janúar. 3. Bárður SH - ÓLA: 7.524 kg. 6. janúar. 4. Tryggvi Eðvarðs SH - ÓLA: 7.383 kg. 4. janúar. 5. Guðbjartur SH - RIF: 7.151 kg. 6. janúar. -grþ Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu á nýju greiðslu- þátttökukerfi vegna heilbrigðis- þjónustu til 1. maí næstkomandi. Ákvörðunin byggist á því að meiri tíma þurfi til að undirbúa kerfis- breytinguna, fyrst og fremst vegna ýmissa tæknilegra örðugleika við útfærslu hennar. Alþingi samþykkti 2. júní síðastliðinn breytingu á lög- um um sjúkratryggingar þar sem kveðið var á um grundvallarbreyt- ingar á fyrirkomulagi á greiðslum sjúklinga fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Lögin öðlast gildi 1. febrúar nk. Samkvæmt nýju greiðsluþátt- tökukerfi á að vera tryggt að mán- aðarlegar greiðslur fólks fyrir heil- brigðisþjónustu fari aldrei yfir til- tekið hámark og að þar með verði jafnframt sett þak á árleg heildar- útgjöld fólks fyrir þá heilbrigð- isþjónustu sem fellur undir nýja greiðsluþátttökukerfið. Undir nýja kerfið fellur þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa, sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmanna, rannsóknir og geisla- og myndgreining. Velferðarráðuneytið og Sjúkra- tryggingar Íslands hafa á liðn- um mánuðum undirbúið gildis- töku laganna og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi með það að markmiði að kerfið tæki gildi 1. febrúar. Í desember sl. óskaði ráðu- neytið eftir umsögnum um drög að reglugerðum sem lúta að innleið- ingu nýja greiðsluþátttökukerfis- ins, þ.e. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og reglugerð um tilvísanir fyrir börn. Fram hef- ur komið af hálfu Sjúkratrygginga Íslands að lengri tíma þurfi til að innleiða reglugerð um tilvísan- ir fyrir börn en áætlað var vegna vinnu við forritun og kynningu á kerfinu. Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins og fleiri aðilar hafa einn- ig lýst áhyggjum yfir naumum tíma til innleiðingar þessara kerfisbreyt- inga, meðal annars vegna nauðsyn- legra hugbúnaðabreytinga, teng- inga á kerfum milli stofnana og vegna viðeigandi villuprófana á kerfinu áður en það verður tekið í notkun. „Með hliðsjón af framkomnum athugasemdum hefur heilbrigðis- ráðherra ákveðið að fresta innleið- ingu greiðsluþátttökukerfisins til 1. maí 2017. Stefnt er að því að reglu- gerðir um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjón- ustu og um tilvísanir fyrir börn verði settar fyrir lok þessa mánaðar og taki gildi 1. maí 2017,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. mm Fresta innleiðingu laga um greiðslu- þátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu Sem kunnugt er stendur nú yfir verkfall sjómanna fiskiskipaflotans og hefur staðið yfir síðan 14. des- ember. Miðað við fregnir síðustu daga virðist sem viðræðum sjó- manna við SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, miði lítið áfram og enn vera langt á milli deiluaðila. Á meðan verkfallið varir eru smábátasjómenn þeir einu sem róa til fiskjar. Sást það glögglega í yf- irliti yfir aflahæstu báta sem reru frá höfnum á Vesturlandi í síðustu viku, sem allt voru smábátar. Veið- ar á smábátum eru hins vegar mjög háðir veðri og vindum. Föstudag- inn 30. desember komust smá- bátasjómenn á Snæfellsnesi til að mynda í fyrsta sinn á sjó frá því fyr- ir jól vegna ótíðar. Aflinn var hins vegar góður og fékkst gott verð fyr- ir hann. En þrátt fyrir að smábátasjó- menn njóti tímabundið góðs af hærra fiskverði vegna snarminnk- aðs framboðs kemur sjómannaverk- fallið vitaskuld afar illa við samfélög eins og Snæfellsbæ og Grundar- fjörð, þar sem atvinnulífið byggist að langstærstu leyti á fiskveiðum og -vinnslu. Margfalt minna er veitt af fiski fyrir vikið því stóru bátarnir róa ekki og fiskvinnslur eru marg- ar lokaðar. „Eins og gefur að skilja eru áhrif sjómannaverkfallsins heil- mikil. Ætli það séu ekki milli 400 og 500 manns hér í Snæfellsbæ sem vinna við störf tengd veiðum og fiskvinnslu,“ segir Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, í sam- tali við Skessuhorn á fimmtudag- inn. „Það eru einungis smábátasjó- menn og beitningarfólk sem vinnur í dag. Ég held að allar vinnslur séu lokaðar nema ein. Fólkið í vinnsl- unum sem eru lokaðar fær vissulega atvinnuleysisbætur á meðan, en þær eru bara brot af þeim launum sem fólkið hefur í vinnunni. Það er því afskaplega slæmt fyrir samfélagið að það skuli vera verkfall, sérstak- lega núna þegar vetrarvertíðin er að hefjast,“ segir Kristinn og von- ast til að verkfallinu ljúki hið fyrsta. „Ég vona að deiluaðilar nái saman sem fyrst því þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkar samfélag,“ segir Kristinn Jónasson. Sömu sögu er að segja úr Grund- arfirði, en í nýárspistli sem birtist í síðasta Skessuhorni hafði Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri á orði að far- sælast væri fyrir alla að verkfallinu lyki sem fyrst. „Verkfall sjómanna er í gangi sem auðvitað er erfitt í sveitarfélagi eins og Grundarfirði sem byggir langstærstan hluta at- vinnulífs íbúa á fiskveiðum og fisk- vinnslu. Vonandi tekst að leysa þessa deilu hið snarasta, það er best fyrir alla,“ sagði Þorsteinn Steins- son. kgk Sjómannaverkfallið kemur illa við sjávarplássin Smábatasjómenn í Ólafsvík bíða löndunar sl. sumar en stærri fiski- skip í baksýn, bundin við bryggju. Ljósm. úr safni/ af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.