Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Keppni í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik hófst að nýju eftir
jólafrí síðasta laugardag. Í Borgar-
nesi tók Skallagrímur á móti Val
og vann öruggan sigur, þó lokatöl-
ur gefi til kynna að leikurinn hafi
verið heldur jafnari en hann var.
Það var ekki fyrr en á lokamínút-
unum að gestirnir tóku að minnka
öruggt forskot Skallagrímskvenna
sem sigruðu að lokum 93-83.
Skallagrímskonur byrjuðu af
miklum krafti og nánast kafsigldu
gestina í upphafi leiks. Þær náðu
tíu stiga forskoti strax í fyrsta leik-
hluta en leiddu með átta stigum að
honum loknum. Skallagrímsliðið
var áfram mun sterkara og Vals-
liðið átti á köflum erfitt með að
halda í við það. Heimakonur náðu
15 stiga forskoti eftir miðjan ann-
an leikhluta en undir lok fyrri hálf-
leiks náði Valur aðeins að klóra í
bakkann. Skallagrímur leiddi með
tíu stigum í hálfleik, 52-42.
Í síðari hálfleik buðu liðin upp
á meira af því sama. Skallagrímur
réð lögum og lofum á vellinum og
forskotið jókst jafnt og þétt fram-
an af. Liðið lauk þriðja leikhluta af
krafti, sleit sig endanlega frá Vals-
liðinu og leiddi með 21 stigi fyrir
lokafjórðunginn. Valskonur voru
betri í lokafjórðungnum og minnk-
uðu forskotið hægt og sígandi. Það
dugaði þeim hins vegar skammt,
munurinn var einfaldlega of mikill
og sigur Skallagríms aldrei í neinni
hættu. Lokatölur í Borgarnesi voru
93-83, Skallagrími í vil.
Sigrún Ámundadóttir var at-
kvæðamest Skallagrímskvenna
með 23 stig, ellefu fráköst og sex
stoðsendingar. Tavelyn Tillman
var með 20 stig og fimm stolna
bolta og Kristrún Sigurjónsdóttir
skoraði 15 stig og tók níu fráköst.
Fanney Lind Thomas var með ell-
efu stig og Jóhanna Björk Sveins-
dóttir var með tíu stig, sex fráköst
og sex stoðsendingar.
Skallagrímur er sem stendur í
3. sæti deildarinnar með 20 stig
eftir 14 leiki, jafn mörg og Snæ-
fell í sætinu fyrir ofan. Þessi tvö
lið mætast einmitt í næstu umferð.
Vesturlandsslagurinn fer fram í
Stykkishólmi í kvöld, miðvikudag-
inn 11. janúar.
kgk
Öruggur sigur Skallagríms
Jóhanna Björk Sveinsdóttir til varnar í
leiknum gegn Val.
Ljósm. Gunnlaugur A. Júlíusson.
ÍA tók á móti botnliði Ármanns í
1. deild karla í körfuknattleik síð-
astliðinn fimmtudag þegar deild-
in fór aftur af stað eftir jólafrí.
Skemmst er frá því að segja að
Skagamenn voru miklu betri all-
an leikinn gegn afar slöku liði Ár-
menninga. Skagamenn unnu enda
þægilegan sigur, 90-62.
Ármenningar skoruðu fyrstu tvö
stig leiksins af vítalínunni í upp-
hafi leiks og leiddu í aðeins í þetta
eina skipti, eða allt þar til ÍA jafn-
aði mínútu síðar og stakk síðan
einfaldlega af. Undir lok upphafs-
fjórðungsins höfðu Skagamenn 18
stiga forskot, 28-10 og áttu enn
eftir að bæta við. Gestirnir skor-
uðu ekki stig á tíu mínútna kafla
frá 6. mínútu leiksins og þar til á
þeirri 15., eða sem nemur heil-
um leikhluta. Varð það til þess að
Skagamenn höfðu afgerandi for-
ystu í hálfleik, 54-29 og með unn-
inn leik í höndunum.
Leikmenn ÍA héldu uppteknum
hætti í síðari hálfleik og gestirnir
komust hvorki lönd né strönd. ÍA
náði mest 35 stiga forskoti seint
í þriðja leikhluta og síðan aftur
snemma í lokafjórðungnum. Að
lokum fór svo að Skagamenn unnu
stórsigur, 90-62.
Derek Shouse var atkvæða-
mestur leikmanna ÍA í leiknum og
daðraði við þrennuna. Hann lauk
leik með 27 stig, tólf fráköst og
átta stoðsendingar auk þess sem
hann stal boltanum fimm sinn-
um. Sigurður Rúnar Sigurðsson
skoraði 13 stig og tók níu fráköst,
Björn Steinar Brynjólfsson skor-
aði ellefu og Jón Orri Kristjánsson
tók 13 fráköst en var hófsamur í
stigaskorinu með fjögur stig.
Sigur Skagamanna hafði ekki
áhrif á sætaskipan þeirra í deild-
inni. Þeir eru enn í 8. og næst-
neðsta sæti en með átta stig, tveim-
ur stigum á eftir næstu liðum fyrir
ofan og eiga leik til góða á FSu.
Næst leika Skagamenn föstu-
daginn 13. janúar þegar þeir sækja
Val heim.
kgk
Skagamenn hófu
nýja árið á sigri
Derek Shouse daðraði við þrennuna
í stórsigri Skagamanna á botnliði Ár-
manns. Ljósm. jho.
Snæfell heimsótti Keflavík í stór-
leik Domino‘s deildar kvenna í
körfuknattleik síðasta laugardag.
Fyrir leikinn voru Íslandsmeistar-
ar Snæfells í 2. sæti deildarinnar en
Keflavíkurkonur á toppnum. Eftir
jafnan síðari hálfleik þar sem liðin
skiptust á að leiða þurfti að fram-
lengja til að knýja fram sigurvegara.
Í framlengingunni voru Snæfells-
konur betri og unnu að lokum sjö
stiga sigur, 66-73.
Jafnræði var með liðunum í upp-
hafi leiks en um miðjan upphafs-
fjórðunginn hófst góður leikkafli
Snæfellskvenna sem leiddu með sjö
stigum fyrir annan leikhluta. Leik-
menn Keflavíkur fundu taktinn
betur eftir því sem leið á fyrri hálf-
leik. Þær minnkuðu forskot Snæ-
fells jafnt og þétt og komust loks
yfir skömmu fyrir hléið. Þær luku
leikhlutanum síðan af krafti og fóru
með sex stiga forskot inn í hléið,
34-28.
Síðari hálfleikur fór rólega af
stað og lítið var skorað framan af
þriðja leikhluta. Þá náðu Snæfells-
konur að jafna en eftir það fylgd-
ust liðin nánast að. Snæfell komst
stigi yfir áður en Keflavík svaraði í
sömu mynt og bætti um betur með
lokakörfu fjórðungsins. Heimakon-
ur höfðu þriggja stiga forystu fyr-
ir lokaleikhlutann, 50-47. Snæfell
komst yfir að nýju snemma fjórð-
ungsins og náði fimm stiga for-
skoti um hann miðjan. Þá svöruðu
heimakonur fyrir sig með snörp-
um leikkafla og náðu sömuleiðis
fimm stiga forskoti og aðeins tvær
mínútur eftir. Snæfellskonur fóru
í sókn og Aaryn Ellenberg-Wiley
setti niður þriggja stiga skot. Kefl-
víkingum mistókst að nýta næstu
sókn sína og Aaryn skoraði laglega
körfu og kom Snæfelli stigi yfir
þegar aðeins fjórar sekúndur voru
eftir. Keflavík tók leikhlé og stillti
upp í lokaskot leiksins. Boltan-
um var kastað inn en Snæfellskon-
ur brutu á Ariana Moore í þriggja
stiga skotinu. Henni brást hins veg-
ar bogalistin á línunni, náði aðeins
að setja niður eitt af þremur víta-
skotum sínum. Staðan eftir venju-
legan leiktíma 63-63 og því varð að
framlengja.
Skemmst er frá því að segja að
reynslumikið lið Snæfells var ein-
faldlega sterkara í framlengingunni
og gerði fá mistök. Jafnt var fyrstu
tvær mínútur hennar en eftir það
seig Snæfell fram úr og sigldi sigr-
inum að lokum heim af vítalínunni.
Lokatölur í Keflavík voru 66-73,
Snæfelli í vil.
Aaryn Ellenberg-Wiley skor-
aði 31 stig fyrir Snæfell og tók 10
fráköst. Næst henni kom Bryndís
Guðmundsdóttir með ellefu stig og
níu fráköst.
Snæfell situr í 2. sæti deildar-
innar með 20 stig eftir 14 leiki, en
náði með sigrinum að minnka for-
skot toppliðs Keflavíkur í aðeins
tvö stig. Toppbaráttan er hörð, því
í þriðja sæti situr Skallagrímur með
jafn mörg stig og Snæfell. Þessi tvö
lið mætast einmitt í sannkölluðum
Vesturlandsslag í Stykkishólmi í
kvöld, miðvikudaginn 11. janúar.
kgk
Reynslusigur Snæfells eftir framlengdan leik
Aaryn Ellenberg-Wiley dró vagninn
þegar Snæfell tryggði sér sigur á
Keflavík eftir framlengdan leik. Hér er
hún í viðureign liðanna í Stykkishólmi
fyrr í vetur. Ljósm. úr safni/ sá.
Að kvöldi síðasta fimmtudags hófst
keppni í Domino‘s deild karla að
nýju eftir jólafrí. Í Borgarnesi tók
Skallagrímur á móti Haukum í há-
dramatískum leik. Úrslitin réðust
ekki fyrr en á lokasekúndum fram-
lengingar þegar Skallagrímsmenn
skoruðu úrslitastigin og tryggðu
sér tveggja stiga sigur, 104-102.
Borgnesingar byrjuðu af mikl-
um krafti og náðu ellefu stiga for-
ystu seint í fyrsta leikhluta. Þá tóku
gestirnir aðeins við sér og minnk-
uðu muninn í sex stig fyrir annan
fjórðung. Skallagrímsmenn höfðu
áfram yfirhöndina en Haukar luku
fyrri hálfleiknum af krafti og sáu til
þess að ekki munaði nema þremur
stigum í hléinu, 47-44.
Gestirnir komu ákveðnari til
síðari hálfleiks og jöfnuðu í 51-51
þegar skammt var liðið af þriðja
leikhluta. Þeir komust síðan yfir en
Skallagrímsmenn voru aldrei langt
undan. Gestirnir náðu mest fjög-
urra stiga forystu og fyrir fjórða og
síðasta leikhluta var staðan 71-74
fyrir Haukum. Lokafjórðungurinn
var fjörugur mjög. Skallagríms-
menn hófu hann af krafti, jöfnuðu í
71-71 og komust síðan fimm stigum
yfir með góðum leikkafla. Hauk-
ar svöruðu fyrir sig og komust yfir
á nýjan leik með tveimur stigum
en þegar þrjár mínútur lifðu leiks
jöfnuðu Skallagrímsmenn í 82-82
og leikurinn var í járnum eftir það.
Skallagrímsmenn voru tveimur
stigum yfir þegar innan við hálf
mínúta lifði leiks en Haukar jöfn-
uðu í 90-90 þegar aðeins fimm sek-
úndur voru eftir. Skallagrímsmenn
tóku leikhlé og stilltu upp í skot,
en það var hins vegar varið og ljóst
að framlengingu þyrfti til að knýja
fram sigurvegara.
Þar voru það Haukar sem byrj-
uðu af miklum krafti, náðu fimm
stiga forystu og leit út fyrir að þeir
ætluðu að tryggja sér sigurinn. En
Skallagrímsmenn voru ekki á þeim
buxunum. Þegar innan við hálf
mínúta lifði leiks minnkuðu þeir
muninn í eitt stig og sendu Hauka
síðan beint á vítalínuna. Þeir náðu
aðeins að setja annað vítið niður og
forskot þeirra því aðeins tvö stig og
18 sekúndur á klukkunni. Sjö sek-
úndum síðar brutu þeir á Sigtryggi
Arnari Björnssyni sem jafnaði í
102-102 af vítalínunni. Haukar
náðu skoti í síðustu sókn leiksins.
Flenard Whitfield náði frákast-
inu á lokasekúndunni en þá brutu
gestirnir á honum og bókstaflega
köstuðu leiknum frá sér. Flenard
átti ekki í vandræðum með að setja
vítin niður og tryggja Skallagrími
dramatískan sigur, 104-102.
Fyrrnefndur Flenard fór mikinn
í leiknum, skoraði 34 stig og tók 15
fráköst. Sigtryggur Arnar var með
22 stig og fimm fráköst, Magnús
Þór Gunnarsson með 18 stig og
fimm stoðsendingar og Darrell
Flake skoraði tíu stig og gaf sex
stoðsendingar.
Skallagrímur lyfti sér með sigr-
inum upp í fimmta sæti deildar-
innar. Liðið hefur tólf stig eftir
tólf leiki, jafn mörg næstu tvö lið
en tveimur stigum á eftir næsta liði
fyrir ofan.
Næst leikur Skallagrímur
fimmtudaginn 12. janúar þegar lið-
ið heimsækir Íslandsmeistara KR.
kgk
Tryggðu sér sigurinn á lokasekúndunni
Flenard Whitfield átti stórgóðan leik og tryggði Skallagrími sigurinn af vítalínunni
á lokasekúndu leiksins. Ljósm. Gunnlaugur A. Júlíusson.