Skessuhorn - 11.01.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ránsfengur
Síðastliðið sunnudagskvöld var sýnd í Ríkissjónvarpinu heimildamyndin
Ránsfengur eftir Pétur Einarsson. Myndin fjallar um bankahrunið sem hér
varð 2008, orsakir þess og aðdraganda, en ekki síður afleiðingar. Til að kafa
ofan í afleiðingarnar var dreginn fram í sviðsljósið einyrki sem starfað hafði
í áratugi við rekstur vörubíls og farnast vel í lífinu, þar til hrunið varð. Full-
orðinn maður sem endurnýjað hafði atvinnutæki sitt reglulega og með-
al annars skömmu fyrir fall bankanna. Fjármagnaði hann að hluta kaupin
með láni sem bundið var gengi allt annarra gjaldmiðla en lánað var í. Á síð-
ari stigum var sá gjörningur illu heilli dæmdur ólögmætur. Þessi fullorðni
maður hafði einfaldlega bugast af þeirri ábyrgð sem margföldun höfuðstóls
lánsins fól í sér og brostnar forsendur. Hann tapaði heilsu og bugaðist. Sagt
var frá baráttu dóttur þessa manns sem hóf að læra lögfræði til að verja
föður sinn. Lærði lög til að eiga roð í þann vegg sem íslensku dómstólarn-
ir voru í réttindagæslu fyrir bankana og aðra fjármagnseigendur á kostnað
almennings. Að draga fram í dagsljósið þennan mann, sem dæmi um þús-
undir Íslendinga sem misstu allt í hruninu, færði áhorfandann nær því sem
raunverulega var til umfjöllunar í heimildamyndinni.
Fyrst og fremst fjallaði myndin um erlenda vogunarsjóði sem smám sam-
an eignuðust bankakerfi örþjóðar sem stoltsins vegna hafði átt sinn eigin
gjaldmiðil, minnsta og veikasta gjaldmiðil í heimi, þrátt fyrir kosti þess en
einkum galla. Vogunarsjóðir þessir tóku stöðu gegn íslenska fjármálakerf-
inu sem ekki reyndist pappírsins virði þegar það var orðið margfalt stærra
en hagkerfið sem að baki þess stóð. Ég hika ekki við að segja að þetta sé
besta heimildamynd sem gerð hefur verið um ástæður hrunsins og fyrir
sauðsvartan almúgan var myndin afar þörf áminning. Vonandi minnir hún
okkur öll á að gæta réttar okkar og láta ekki peningaöflin enn og aftur hafa
okkur að féþúfu.
Í Ránsfeng er því lýst hvernig vogunarsjóðir keyptu rústir fallinna banka
á hrakvirði, eða fyrir eitt til sex prósent af bókfærðu virði þeirra fyrir hrun.
Snilldin við gerð þessarar heimildamyndar er að dregin var fram í sviðsljós-
ið saga venjulegs Íslendings. Hann er jú einn af okkur. Það voru Íslendingar
sem borguðu brúsann og hafa síðan þurft að standa skil á óreiðu peninga-
manna. Þeirra sem mest stálu og verst fóru með íslenska fjármálamarkað-
inn. Þeir sluppu með allt nema skömmina.
Ég kýs að færa þetta í tal hér af þeirri einföldu ástæðu að ég tel fráleitt
að Íslendingar hafi lært nógu mikið af hruninu. Mjög margt í okkar þjóð-
félagi hefur aftur leitað til verri vegar því vatnið heldur jú áfram að renna
niður í móti. Við upplifum græðgi á fjölmörgum sviðum þar sem gullgraf-
arar nútímans eira engu. Við erum sífellt að láta hagsmunaöfl í skjóli fjár-
magnseigenda hafa okkur að féþúfu. Við erum til dæmis að láta bjóða okkur
að borga hæstu vexti í hinum vestræna heimi fyrir almenn fjárfestingalán.
Að stýrivextir séu fimm prósentustig er ekkert annað en þjófnaður um há-
bjartan dag í boði stjórnvalda sem hafa óboðlega peningastefnu. Á meðan
slíkt ástand varir eigum við fullorðna fólkið t.d. alls ekki að hvetja ungt fólk
til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á þeim kjörum sem því býðst í dag. Það er
glapræði að mæla með því að keypt sé fasteign á 25-40 ára láni og borgað
fyrir hana tvisvar eða þrisvar sinnum áður en upp er staðið. Við eigum ekki
að sætta okkur við ljótar hliðar viðskipta, hvort sem það er beint í viðskipt-
um við fjármálastofnanir eða óbeint í boði þeirra sem kjósa að níðast á al-
menningi í skjóli fákeppni. Við eigum heldur ekki að taka öllu sem gefnu
sem stjórnmálamenn segja okkur. Við eigum þvert á móti að mótmæla ef
réttlætiskenndin segir til sín. Þá eigum við einmitt að standa upp og krefjast
þess að hér verði byggt upp samfélag þar sem hið venjulega fólk á meiri rétt
en það sem á feita peninga í banka. Komum í veg fyrir næsta Ránsfeng. Já,
og takk RÚV fyrir að sýna myndina.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæj-
ar síðastliðinn fimmtudag tók við
nýr forseti bæjarstjórnar, en Krist-
ín Björg Árnadóttir fráfarandi for-
seti er flutt úr sveitarfélaginu og sat
sinn síðast fund í desember. Björn
Haraldur Hilmarsson tekur nú við
sem forseti en hann hefur að aðal-
starfi að vera umboðsmaður Olís í
Ólafsvík. Björn kom nýr inn í sveit-
arstjórn Snæfellsbæjar við síðustu
sveitarstjórnarkosningar og var þá í
þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins sem skipar meirihluta í bæjar-
stjórn.
mm
Björn kosinn forseti bæjarstjórnar
Í nýjustu Hagsjá Landsbanka Ís-
lands er fjallað um sumarhúsamark-
aðinn á Íslandi. Þar kemur m.a. í
ljós að í lok árs 2015 voru tæplega
13 þúsund sumarhús í landinu og
hafði fjölgað um rúm 70% frá árinu
1997. Frá 1997 til 2015 fjölgaði
sumarhúsum á Vesturlandi um 75%
en um 63% á Suðurlandi. Um það
bil helmingur sumarhúsa á land-
inu var á Suðurlandi í árslok 2015
og um fimmtungur á Vesturlandi.
Um 70% allra sumarhúsa á land-
inu er því á þessum tveimur svæð-
um. Verð á sumarbústöðum hefur
hækkað í takt við aukna eftirspurn
og samkvæmt fasteignasölum á það
einkum við um eftirsótta staði, t.d.
á Suðurlandi, í Grímsnesi, á Þing-
völlum og í Skorradal. Eins og áður
segir hefur orðið nokkur veltu-
aukning á markaði með sumarhús,
einkum ódýrari sumarhús.
Frá árinu 2010 hefur verðþró-
unin sumarhúsa verið stöðug upp
á við á Suðurlandi og verðhækkun-
in var rúm 20% frá 2010 til 2015.
Verðið hækkaði mikið á Vestur-
landi frá 2008 til 2011, en lækk-
aði þá aftur og hefur ekki náð sér á
strik. Verð var svipað bæði á Suður-
og Vesturlandi 2015 og það var árið
2008. Verð á Norðurlandi tók mik-
inn kipp frá 2009-2011 en hafa far-
ið stöðugt lækkandi síðan þá. Verð-
ið fyrir sumarhús á Norðurlandi
var engu að síður um 40% hærri
2015 en það var 2008. Sé meðal-
fermetraverð á öllum svæðum á
landinu borið saman má sjá að það
var hæst á Suðurlandi og töluvert
þar fyrir neðan var Norðurland og
Vesturland. Verð á öðrum svæðum
var töluvert lægra.
Minni og ódýrari
hús vinsæl
Sumarbústaðir á verðbilinu 12 til
15 milljónir króna hafa verið vin-
sælastir í sölu að undanförnu. Nýrri
bústaðir hafa almennt verið erfiðari
í sölu. „Það eru því eldri bústaðirn-
ir sem virðast besta söluvaran, enda
eru þeir minni en þeir nýrri sem
byggðir voru á hápunkti góðæris-
ins. Samkvæmt fasteignasölum eru
kaupendur yfirleitt fólk með hóf-
leg fjárráð. Markaðurinn hefur því
breyst töluvert frá því sem var fyr-
ir hrun,“ segir í Hagsjá LÍ um fast-
eignamarkaðinn.
mm
Fimmtungur sumarhúsa
er á Vesturlandi
Kraftur, stuðningsfélag fyrir
ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur,
boðar til vitundarvakningar um
ungt fólk og krabbamein. Félags-
menn Krafts eru krabbameins-
greindir einstaklingar á aldrinum
18 - 40 ára og aðstandendur. Meg-
in markmið átaksins er að vekja at-
hygli á aðstæðum þessa fólks. Auk
þess verður leitað til almennings
að gerast mánaðarlegir styrktarað-
ilar til að styðja við bakið á starf-
seminni. Átakið hefst formlega
í dag, miðvikudaginn 11. janú-
ar. Á morgun hefst vitundarvakn-
ing þar sem birtar verða athyglis-
verðar auglýsingar í fjölmiðlum;
auglýsingar sem vekja fólk til um-
hugsunar um málefnið. Myndirn-
ar eru af þjóðþekktum einstakling-
um sem „bera á sér skallann“ til
að sýna fram á að hver sem er get-
ur greinst með krabbamein. Hluti
af herferð Krafts verður að perla
armbönd sem á stendur „Lífið er
núna“ og eru þau seld til styrktar
Krafti. Leitað verður til almenn-
ings um að hjálpa okkur að perla
þessi armbönd.
Kraftur, stuðningsfélag, var
stofnað árið 1999 og byggir af-
komu sína alfarið á velvilja al-
mennings og fyrirtækja. Megin
ástæða þess að félagið fer út í átak
sem þetta er m.a. til að styrkja fjár-
hagslegar stoðir þess. Helstu verk-
efni Krafts eru að reka faglegt
stuðningsnet þar sem jafningjar
styðja aðra með sömu lífsreynslu.
Félagið úthlutar einnig styrkjum
úr sérstökum neyðarsjóði til ungs
fólks með krabbamein til að standa
straum af læknis- og lyfjakostn-
aði, heldur úti útivistar- og endur-
hæfingarhópnum FítonsKrafti og
veitir einnig endurgjaldslausa sál-
fræðiþjónustu. mm
Það þarf Kraft til að
takast á við krabbamein