Skessuhorn - 25.01.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 20172
Sýningar standa yfir á Journey to the
Centre of the Earth í Frystiklefanum í Rifi,
en það er síðasta nýja verkið sem Kári
Viðarsson í Frystiklefanum gerir fyrir leik-
húsið. Áhugasamir eru því hvattir til að
tryggja sér miða en þó skal áréttað af
gefnu tilefni að Kári hyggst halda starf-
semi Frystiklefans áfram um ókomna tíð.
Hægur vindur og úrkomulítið verður
framan af degi á morgun, fimmtudag, en
síðan norðaustan 10-15 m/s og él á Vest-
fjörðum. Sunnan 8-13 m/s og rigning eða
slydda á Austurlandi. Frostlaust við suð-
ur- og austurströndina en annars staðar 0
til 8 stiga frost, kaldast inn til sveita. Norð-
an- og norðaustanátt 8-15 m/s á föstudag,
hvassast á Norðvesturlandi. Slydda og hiti
0 til 5 stig á Suðausturlandi en snjókoma
eða él og frost 0 til 7 stig í öðrum lands-
hlutum. Á laugardag er útlit fyrir kalda
norðanátt og snjókomu eða él, en bjart-
viðri á suðvesturhorni landsins. Austanátt
og snjókoma eða él á sunnudag en létt-
skýjað Norðaustanlands. Áfram kalt í veðri.
Austlæg átt og slydda eða rigning með
köflum á mánudag. Þurrt að kalla á norð-
anverðu landinu. Hlýnandi veður.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Finnst þér að konur eigi að hafa val um
að vera berar að ofan í sundi?“ Yfirgnæf-
andi meirihluti, eða 68% þeirra sem tóku
afstöðu, svöruðu spurningunni játandi en
„nei“ sögðu 28%. Óákveðnir voru 4% og
svöruðu „ég veit það ekki.“
Í næstu viku er spurt:
„Hversu oft í viku ferð
þú í matvöruverslun?“
Stefán Bjarnason, fyrrverandi yfirlögreglu-
þjónn á Akranesi, fagnaði 100 ára afmæli
sínu í liðinni viku. Bauð hann af því tilefni
til veislu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Höfða og var hún vel sótt.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Vilja hugmyndir
íbúa um
framtíðarsýn
BORGARNES: Miðviku-
daginn 22. mars næstkom-
andi verða liðin 150 ár frá því
að Kristján VIII Danakonung-
ur undirritaði skjal þess efnis að
Borgarnes hlyti stöðu sem lög-
giltur verslunarstaður. Í skjalinu
er kveðið á um að heimilt sé að
reisa sölubúðir og reka verslun
við Brákarpoll allt árið. Upphaf
byggðar í Borgarnesi er rakið til
þessa dags. Stefnt er að útgáfu
Sögu Borgarness um þetta leyti.
Sveitastjórn Borgarbyggðar
hefur ákveðið að minnast þess-
ara tímamóta með hátíðarfundi
á afmælisdaginn. Sérstök af-
mælis-hátíðarnefnd er einnig
farin að undirbúa afmælisfagn-
að sem verður laugardaginn
29. apríl þar sem Guðni Th Jó-
hannesson forseti Íslands verð-
ur heiðursgestur. Ein af þeim
hugmyndum sem hátíðarnefnd-
in langar til að verði að veru-
leika er að birta með einhverj-
um hætti þá sýn sem íbúar hafa
á framtíð Borgarness. Því hefur
verið opnuð á heimasíðu Borg-
arbyggðar skráningarform þar
sem íbúar eru beðnir að koma
með tillögur, skrá hugmynd-
ir sínar um framtíðarýn fyr-
ir Borgarnes í sérstakan reit. Á
meðfylgjandi mynd er línuveið-
arinn og nótaskipið Eldborg að
leggjast við bryggju. Þarna var
verið að útbúa skipið til stríðs-
siglinga. Sjá nánar borgar-
byggd.is. -mm
Beitarhegðun
sauðfjár
DALIR: Laugardaginn 28.
janúar kl. 15 mun Hafdís Stur-
laugsdóttir fjalla um beitarhegð-
un sauðfjár. Fyrirlestur henn-
ar verður á Byggðasafni Dala-
manna á Laugum í Sælings-
dal. Hafdís er bóndi í Húsavík á
Ströndum og landnýtingarfræð-
ingur hjá Náttúrustofu Vest-
fjarða. Aðgangseyrir er 500 kr
fyrir fullorðna og kaffi á könn-
unni. Frítt fyrir börn yngri en
18 ára. Þetta kemur fram á vef
Dalamanna.
-mm
Æfingar í
frjálsum hafnar
AKRANES: Frjálsíþrótta-
æfingar eru hafnar hjá Ung-
mennafélaginu Skipaskaga á
Akranesi. Æft er í Akraneshöll-
inni á mánudögum og miðviku-
dögum frá klukkan 17:30-19:00
báða dagana. Æfingarnar mið-
ast við aldurinn 6 ára og upp-
úr. Þjálfari er Ómar Ólafsson og
er síminn hans 841-8065. Allir
eru velkomnir að taka þátt, seg-
ir í fréttatilkynningu frá Umf.
Skipaskaga.
-mm
Heill herskari grágæsa sást síðast-
liðinn miðvikudag á flugi og á beit
í Leirár- og Melasveit í Borgarfirði.
Þrátt fyrir rok og skafrenning var
engu líkara en gæsirnir væru búnar
að gleyma að þær eru farfuglar og
virtust una hag sínum vel í dæmi-
gerðu vetrarveðri. Gæsirnar sáust
fyrir hádegi í oddaflugi áleiðis upp
í Svínadal og aftur síðdegis en þá
voru þær á beit skammt frá þjóð-
veginum við Skorholt í Melasveit.
Fremur óvenjulegt er að grágæsir
hafi vetursetu í stórum hópum hér
á landi. Þó er vitað um hóp fugla
sem eru afkomendur gæsa sem
voru vængstýfðir við Reykjavíkur-
tjörn á árum áður og hafa hrein-
lega aldrei lært að koma sér á hlýrri
slóðir að hausti. Á Vísindavefnum
segir að slíkur innnesjastofn hafi
vaxið nokkuð á undanförnum ára-
tugum og er talinn telja yfir eitt
þúsund fugla að hausti. Einnig er
þekkt að vetrarstofn grágæsa haldi
til í Ölfusi. Þessi hópur í Melasveit
nú er því annað hvort nýr stofn eða
hópur fugla sem valið hefur að fara
ekki utan í haust. Með tilliti til nýj-
ustu ákvarðana Breta í sjálfstæðis-
málum sínum, mætti kalla þennan
nýja stofn sjálfstæðra íslenskra grá-
gæsa Brexit-stofninn. Jafnvel er hér
á ferðinni angi úr hópi afkomenda
vængstýfðu Reykjavíkurtjarnar-
fuglanna sem telja hag sínum betur
borgið á Vesturlandi.
mm
Hópur grágæsa hefur hér vetursetu
Líkt og greint hefur verið frá í
Skessuhorni mun endurgerð Vest-
urgötu á Akranesi hefjast á vor-
mánuðum. Gatan var fræst síðast-
liðið vor og í framhaldinu kom í
ljós að óhjákvæmilegt er talið að
endurbyggja götuna að fullu. Jarð-
vegsskipt verður í götunni og hún
malbikuð en jafnframt verða lagn-
ir veitufyrirtækja í götunni end-
urnýjar eða endurbættar, eftir því
sem við á. Akraneskaupstaður,
Veitur ohf. og Míla hafa nú óskað
eftir tilboðum í verkið. Það felst í
að endurbyggja Vesturgötu á milli
Stillholts og Merkigerðis auk hluta
gangstétta á því svæði. Útboðs-
gögn má nálgast hjá EFLU verk-
fræðistofu og verða tilboð opnuð á
skrifstofu Akranesbæjar 9. febrúar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
um eigi að vera lokið fyrir 5. ágúst
næstkomandi.
grþ
Óska eftir tilboðum í
framkvæmdir við Vesturgötu
Óskað hefur verið eftir tilboðum við gatnagerð og endurnýjun lagna við
Vesturgötu.
Hefð er fyrir því að á þorrablóti
Skagamanna er verðlaunaður Skaga-
maður ársins. Á gríðarlega fjöl-
mennu og vel heppnuðu þorrablóti
sem fram fór á laugardaginn var Dýr-
finna Torfadóttir gullsmiður útnefnd
Skagamaður ársins 2016. Í umsögn
um útnefninguna segir:
„Dýrfinna hefur um árabil ver-
ið einn dyggasti stuðningsmaður
kvennaknattspyrnunnar á Akranesi
og stutt stelpurnar í ÍA með marg-
víslegum hætti. Hún hefur eflt tengsl
listamanna og knattspyrnunnar, með
því að færa besta leikmanni hvers
leiks í efstu deild karla og kvenna,
verk eftir listafólk af Skaganum. Hún
er öflugur listamaður og hélt tvær
sýningar á Akranesi á árinu 2016.
Aðra sýninguna hélt hún í garðin-
um heima hjá sér á Írskum dögum
og sýndi þar nýjustu verk sín. Seinni
sýningin var haldin í safnaskálanum
á Byggðasafninu í Görðum á Vöku-
dögum en þar sýndi Dýrfinna skart
og skó. Dýrfinna er einn af þessum
litríku einstaklingum sem er sífellt
boðin og búin að aðstoða aðra og taka
þátt í verkefnum til að auðga menn-
ingar- og íþróttalíf á Akranesi. Hún
var kjörin bæjarlistamaður Akraness
árið 2010.“ Dýrfinna er gilft Guðjóni
Brjánssyni alþingismanni og fyrrum
forstjóra HVE. Dýrfinna fékk að
gjöf styttu eftir Skagakonuna Gyðu
Jónsdóttur Wells að gjöf og veglegan
blómvönd.
Ort af þessu tilefni
Það var Ólafur Adolfsson formað-
ur bæjarráðs Akraneskaupstað-
ar sem kynnti Skagamann ársins á
blótinu. Það gerði hann með eftir-
farandi vísum sem Heiðrún Jóns-
dóttir á bæjarskrifstofunni orti af
þessu tilefni:
Skagamaður ársins er
afar flottur karakter.
Hæfileika í bunkum ber,
en býsn af hógværð líka.
Sínum kostum síst því er að flíka.
Unir smíðar iðin við
allt er fágað handverkið.
Fótboltanum leggur lið
á leikjum stuðning veitir.
Aðferðunum ýmsum við það beitir.
Vestfirðingur uppalinn
ei það skaðar ferilinn.
Er í mörgu ákveðin
eins til sókna og varnar.
Manni á Alþing kom við kosning-
arnar.
Eins og gull af eiri ber
um þá segja mætti hér,
sem þekkt af iðngrein sinni er.
Aldrei mælt hún kvarti.
Hugfangin er bæði af skóm og skarti.
mm
Dýrfinna Torfadóttir er Skagamaður ársins 2016
Dýrfinna og Ólafur Adolfsson
sem afhenti henni verðlaunin.
Ljósm. Heida HB.
Dýrfinna við störf sín á verk-
stæðinu.
Ljósm. Guðmundur
Bjarki Halldórsson.