Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 4

Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Má ekki einungis vera farandverkafólk Óhætt er að segja að það skiptist á skin og skúrir í hinum ýmsu atvinnu- greinum um þessar mundir. Komið hefur í ljós að tilraun sem gerð var fyrir nokkrum árum á Grundartanga við endurvinnslu málms í fyrirtæk- inu GMR gekk ekki upp. Sautján starfsmönnum var sagt upp störfum fyrir helgi. Þá má segja að kjaramál sjómanna séu komin í mjög alvar- lega stöðu því nú þegar hefur verkfall staðið lengur en nokkur vinnu- stöðvun í þessari annars arðsömu frumatvinnugrein landsmanna. Hætt er við að treglega muni ganga að endurvinna markaði og þá teygja áhrif verkfallsins sig til ýmissa annarra stétta sem ekki eru í verkfalli og fólks sem ýmist vinnur fisk úr sjó, flytur afurðir eða þjónar atvinnugrein- inni á annan hátt. Nú síðast bárust fréttir af verkefnaskorti og jafnvel uppsögnum fólks sem starfar við prentun fiskumbúða. Þrátt fyrir yfir- lýsingar um annað, tel ég einungis tímaspursmál hvenær Alþingi mun grípa inn í deiluna. Óhætt er að segja að ljósið í myrkri atvinnugreina hér á landi um þessar mundir sé staða og horfur í ferðaþjónustu. Ekkert bendir til annars en eftirspurn eftir ferðum til landsins verði stöðugt vaxandi. Á undanförnum vikum og misserum höfum við á Skessuhorni flutt fréttir af stækkun ferðaþjónustufyrirtækja og vexti í atvinnugreininni. Sterkar vísbendingar eru auk þess um að Vesturland eigi stærstu sóknarfærin í samanburði við aðra landshluta. Afar ánægjulegt er að ekkert lát virð- ist vera á slíkum fréttum og raunar er biðlisti hjá okkur á fámennri rit- stjórninni að ná að heimsækja alla sem eru að koma í framkvæmd álit- legum viðskiptahugmyndum. Af handahófi get ég nefnt að nú í vik- unni segjum við frá framkvæmdum fyrir 1,3 milljarð króna á Fosshótel Reykholti og nýjum veitingastað sem er í byggingu nokkru ofar í sveit- inni, við Hraunfossa. Þá eru hugmyndir um byggingu stórra hótela í Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Borgarnesi, endurbygging gamals hús- mæðraskóla, fyrirtækjum í afþreyingu og fólksflutningum er að fjölga og áfram mætti telja. Vöxtur í ferðaþjónustu er raunar svo mikill að nú er farið að bera á húsnæðisskorti fyrir þá sem ráða þarf til starfa í þessum nýju og vaxandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Þá kemur glöggt í ljós vandamál sem felst í því að enn er fasteignaverð íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni undir byggingarkostnaði og því halda menn að sér höndum. Sókn iðnaðar- manna verður áfram í að byggja á höfuðborgarsvæðinu þar sem eftir- spurnin er mest og fasteignaverðið (ennþá) hæst. Engu að síður er það svo að auðveldara er að fá fjármögnun fyrir sjálft atvinnuhúsnæðið, hót- el eða veitingastaði, þar sem hægt er að áætla arðsemi og nýtingarhlut- fall út frá líkönum sem bankafólk og fjárfestar þekkja. Þó er engu líkara en að inn í arðsemisútreikninga hótela og annarra ferðaþjónustufyrir- tækja vanti að reikna kostnað við íbúðarhúsnæði og uppihald starfsfólks. Vonandi er ekki verið að reikna með að atvinnugreinin eigi eingöngu að byggjast upp á farandverkafólki og erlendu starfsfólki til langframa, sem gerir litlar kröfur um gæði eða rými eigin húsakosts. Kannski er ástæðan þó einkum sú að iðnaðarmenn skortir til að sinna einnig þess- ari uppbyggingu. Hér er hins vegar þensluvandamál sem vonandi næst að leysa með skynsamlegum hætti. Magnús Magnússon Leiðari Tíu umsækjendur voru um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykja- víkurborgar, en frestur til að sækja um starfið rann út 23. janúar sl. Nöfn umsækjenda voru á mánudag- inn birt á vef Reykjavíkurborgar og vakti athygli að í hópi umsækjenda er Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. „Já, ég get staðfest að ég sótti um starf sviðsstjóra velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar. Ástæð- an er fyrst og fremst áhugi minn á starfinu sem ég er að sækja um. Ég var ekki í atvinnuleit enda hefur mér líkað afar vel í starfi bæjarstjóra hér á Akranesi. Ég hafði þó hugsað mér að söðla um við lok þessa kjör- tímabils, vorið 2018, og helgast það af mínum fjölskylduhögum,“ seg- ir Regína í samtali við Skessuhorn. Hún vill þó ekki tjá sig frekar um umsóknina enda segir hún marga hæfa umsækjendur um starfið og því ótímabært að fara nánar út í um- sókn hennar. Auk Regínu sóttu um stöðu vel- ferðarsviðs: Andreas Örn Aðal- steinsson þjónustufulltrúi, Auður Herdís Sigurðardóttir félagsmála- stjóri, Elly A Þorsteinsdóttir skrif- stofustjóri á velferðarsviði Reykja- víkurborgar, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Hulda Dóra Styrmisdóttir ráðgjafi, Kristján Sturluson félagsráðgjafi og sálfræð- ingur, Matthildur Ásmundardótt- ir framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og Valgerður Bjarnadóttir fv. alþingis- maður. mm Bæjarstjóri meðal umsækjanda um starf hjá Reykjavíkurborg Nýjasta skip fiskveiðiflotans, Engey RE, var í hádeginu á fimmtudaginn siglt inn á Hvalfjörð. Skipið kom til landsins morguninn áður frá Tyrk- landi eftir tæplega 4000 sjómílna siglingu. Framkvæmdar voru tog- prófanir í Hvalfirði en eftir þær haldið á Akranes þar sem vinnslu- búnaður frá Skaganum3X verð- ur settur niður. Í lok mars er áætl- að að skipið verði til sýnis fyrir al- menning en eftir það siglt til veiða. Engey er fyrsta af þremur ísfisktog- urum sem raðsmíðaðir eru í Tyrk- landi fyrir HB Granda. mm Engey fór í togprófanir á Hvalfirði en komin á Skagann Á fullu stími inn Hvalfjörð þar sem togprófanir voru gerðar. Ljósm. gó. Skipið er nú komið á Akranes þar sem vinnslubúnaður verður settur um borð. Hið óvenjulega perulaga stefni vekur athygli, en er sagt hafa ýmsa kosti. Ljósm. jf. Nýlega var kynnt tillaga Viðskipta- ráðs þess efnis að ríkissjóður selji fjölda fasteigna í sinni eigu, eða rétt innan við þúsund eignir. Það hús- næði sem ríkissjóður á er afar fjöl- breytt. Þyngst vegur húsnæði sem hýsir starfsemi mennta- og heil- brigðiskerfisins, en í eignasafni ríkissjóðs eru fleiri tegundir hús- næðis veigamiklar, til dæmis skrif- stofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, sér- hæft atvinnuhúsnæði, sögufræg hús og geymslur. Þá má einnig finna smærri flokka húsnæðis, líkt og fast- eignir sem tengjast flugvöllum, lög- reglustöðvum, fangelsum, kirkjum og innviðum og eru þá nefndir vit- ar og raforkutengd mannvirki. Í tillögum Viðskiptaráðs er lagt til að 22 kirkjur, sem allar eru á landsbyggðinni, verði seldar og bent á það sem möguleika í hag- ræðingu á rekstri ríkissjóð að þjóð- kirkjan taki yfir eignirnar sam- kvæmt sérstöku samkomulagi þar um. Kirkjubyggingar þessar fari því ekki í almenna sölu heldur taki þjóðkirkjan þær yfir gegn lítilli eða engri greiðslu en taki um leið yfir viðhald og rekstur mannvirkj- anna. Af þessum 22 kirkjum eru sex þeirra á vestanverðu landinu. Það eru Álftártungukirkja á Mýrum, Gufudalskirkja og Reykhólakirkja í Reykhólasveit, Hvanneyrarkirkja í Borgarfirði og Staðarhraunskirkja á Mýrum. mm Lagt til að Þjóðkirkjan taki við 22 kirkjum Staðarhraunskirkja á Mýrum er ein af sex kirkjum á vestanverðu landinu sem eru í eigu ríkissjóðs. Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína að samþykkja beiðni Íslandspósts um 11% hækkun gjald- skrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.). Ákvörðunin er rökstudd með að tveir þættir hafa mest áhrif til hækkunar á gjaldskrá innan einka- réttar. Annars vegar hefur verið mik- il og stöðug fækkun bréfasendinga en hins vegar hefur launakostnaður Ís- landspósts aukist vegna kjarasamn- inga. Eftir hækkunina nú fer póst- burðargjald fyrir bréf sem eru 50 gr. eða léttari í 195 krónur í stað 175 króna fyrir A póst, en í 180 krónur í stað 160 króna fyrir B póst. A-magn- póstur verður hækkaður í 150 krónur í stað 135 króna og B-magnpóstur í 126 krónur í stað 114 króna. Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað um helming á tíu ára tíma- bili frá 2006 til 2016, voru ríflega 50 milljón bréf árið 2006 en um 25 millj- ón bréf tíu árum síðar. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar segir að nú sé sendingarkostnaður hérlendis á bréfum sem falla innan einkaréttar með því hæsta sem gerist í Evrópu. „Því verður að telja ósennilegt að þær sendingar geti staðið til lengdar und- ir óbreyttu alþjónustustigi ef bréfum heldur áfram að fækka og verð að hækka af þeim sökum, eins og þróun- in hefur verið á undanförnum árum.“ mm Íslandspósti heimilað að hækka gjaldskrá um ellefu prósent

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.