Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 8

Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 20178 Nýsköpun nemenda á mið- stigi grunnskóla LANDIÐ: Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) hefur nú verið árviss viðburður frá 1991 og er þátttaka í keppninni orð- in fastur liður í mörgum skól- um landsins. Tilgangur NKG er að virkja sköpunarkraft barna í landinu, gera þeim grein fyr- ir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eig- in hugmyndir, efla og þroska frumkvæði og nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna. Allir nemend- ur í 5. – 7. bekk grunnskóla geta tekið þátt og sent inn hugmynd sína á nkg.is. Lokafrestur til að senda inn hugmynd í NKG 2017 er 12. apríl og í framhaldi velur dómnefnd hugmyndir áfram í HR vinnusmiðjuna þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmynd- ir sínar frekar með aðstoð leið- beinenda frá háskólum og öðr- um samstarfsaðilum. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem for- seti Íslands afhendir stórglæsi- leg verðlaun og viðurkenning- arskjöl. Á heimasíðu NKG er að finna ýmsan fróðleik ásamt náms- og stuðningsefni fyr- ir kennara og nemendur. Síðan er þó enn í vinnslu og eru all- ar ábendingar og tillögur, vel þegnar. -fréttatilk. Síðdegis á þriðjudag í liðinni viku fóru nemendur og starfsfólk Fjöl- brautaskóla Vesturlands í göngu- ferð að Akranesvita. Göngunni fylgdi að sjálfsögðu skoðunarferð í vitanum. Lagt var upp frá FVA kl. 16, gengið sem leið lá niður Kirkju- braut, yfir Akratorg að Suðurgötu og síðan niður að Akranesvita á Breið. Góð þátttaka var í göngunni. Viðburðurinn var liður í svokölluðu hreyfikorti, sem allir dagskólanem- endur og starfsmenn FVA fengu í upphafi skólaárs síðastliðið haust. Hreyfikortið er hluti af verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem heyrir undir Embætti landlækn- is. Markmið þess verkefnis er að stuðla að bættri heilsu nemenda og starfsfólks framhaldsskóla, aukinni vellíðan og auknum árangri í skóla- samfélaginu. Stýrihópur verkefnisins stend- ur fyrir mánaðalegum viðburðum á skólaárinu 2016-2017 þar sem hreyfing, útivist og samvera er í fyr- irrúmi. Alls eru þetta sjö viðburðir yfir árið, til dæmis útihlaup, fjall- ganga á Akrafjall og leikir. Þátttak- endur fá stimpil á sitt hreyfikort til vitnis um þátttöku. Í lok skólaárs- ins verður kortunum síðan safnað saman og dregin út vegleg verðlaun á sal skólans. „Fyrirtæki á Akranesi hafa verið afar jákvæð fyrir því að styrkja okkur með gjöfum og eiga þau miklar þakkir skyldar,“ segir í tilkynningu frá FVA. kgk Hópurinn staddur á Akratorgi. Opinn kynn- ingarfundur BORGARNES: Laugardag- inn 4. febrúar næstkomandi verður haldinn opinn kynn- ingarfundur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar verða kynnt verkefni nemenda við um- hverfisskipulagsbraut Land- búnaðarháskóla Íslands um greiningu og framtíðarsýn í bænum. Á dagskrá eru þrjú umfjöllunarefni; samgöng- ur í gegnum Borgarnes, þar sem nemendur hafa greint vegagerð í gegnum bæinn og velta því meðal annars fyrir sér hvort hjáleið sé vænlegur kostur. Næst verða kynntar tillögur að nýjum miðbæ sem unnar voru í kúrsinum Arki- tektúr og skipulag. Síðasta erindið fjallar um umhverfi, skipulag og lýðheilsu, en þar velta nemendur fyrir sér að hve miklu leyti sé tekið mið af heilsu íbúa í stefnumót- un og ákvarðanatöku, hvern- ig aðalskipulag sé með tilliti til lýðheilsu auk þess sem úr- bótatillögur nemenda verða kynntar. Fundurinn hefst kl. 10:00 og lýkur á hádegi. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 21. - 27. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes, 6 bátar. Heildarlöndun: 35.927 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 15.899 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi, 2 bátar. Heildarlöndun: 19.531 kg. Mestur afli: Bárður SH: 14.295 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður, 2 bátar. Heildarlöndun: 11.770 kg. Mestur afli: Vinur SH: 7.324 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík, 12 bátar. Heildarlöndun: 284.827 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 54.221 kg í fjórum löndun- um. Rif, 7 bátar. Heildarlöndun: 121.726 kg. Mestur afli: Særif SH: 42.725 kg í fjórum löndun- um. Stykkishólmur, 4 bátar. Heildarlöndun: 18.429 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 9.058 kg í sex róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Kristinn SH - ÓLA: 14.793 kg. 22. janúar. 2. Kristinn SH - ÓLA: 14.073 kg. 26 janúar. 3. Kristinn SH - ÓLA: 13.570 kg. 25. janúar. 4. Bárður SH - ARN: 12.812 kg. 26. janúar. 5. Særif SH - RIF: 12.373 kg. 26. janúar. -kgk Fyrirtækið Ookla Speedtest krýn- ir Símann sigurvegara ársins 2016 þegar kemur að hraða á farsíma- netum hér á landi. Ookla Speedtest mælir hraða farsímakerfa um allan heim í milljónum prófana á dag og notast við meðalhraða mælinga úr nýjum snjalltækjum. Meðalhrað- inn á farsímaneti Símans mældist 44,13 Mb/s á farsímanetum Sím- ans um allt land. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir starfsmenn stolta af niðurstöðunni sem sýni árangur uppbyggingar farsímanetsins hjá Símanum. „4G net Símans nær til 95,5% landsmanna með hraða eins og hann gerist bestur. Þá nær 3G netið, sem við höfum eflt sam- hliða 4G uppbyggingunni, til yfir 99% landsmanna,“ segir hún. „Við erum hvergi nærri hætt uppbygg- ingunni því í nóvember tókum við í notkun næstu kynslóð 4G senda – LTE Advanced eða 4G+, sem ná yfir 200 Mb/s hraða. Þá ætlum við bæði að fjölga sendum og efla í ár, í samstarfi við Ericsson, svo viðskiptavinir okkar verði áfram á hraðasta farsímaneti landsins,“ segir Gunnhildur Arna. mm Síminn með hraðasta farsímanetið Dr. Björn Þorsteinsson, rekt- or Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), hefur óskað eftir lausn frá starfi sem rektor af persónulegum ástæðum. Mun hann hverfa aftur til prófessorsstarfa innan skólans. Há- skólaráð LbhÍ mun í kjölfarið und- irbúa auglýsingu um ráðningu nýs rektors í samstarfi við menntamála- ráðuneytið. Fram að því mun Björn gegna starfinu. Björn hefur starfað sem rektor LbhÍ frá 1. ágúst 2014 þegar hann var settur í starfið með stuttum fyr- irvara. Megin verkefni sem þá biðu voru að snúa við hallarekstri skól- ans sem var orðinn mjög skuld- ugur við ríkissjóð. Viðsnúningur í rekstri hefur skilað afgangi síðast- liðin tvö ár og vel hefur gengið að niðurgreiða skuldir skólans við rík- issjóð. Þessi niðurstaða og ákvörð- un Alþingis í kjölfarið um afskrift- ir skulda munu, ef allar áætlanir ganga eftir, skila skuldlausum skóla í árslok 2017. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Landbúnað- arháskólanum og nýr rektor mun taka við góðu búi,“ segir í frétt frá LbhÍ. mm Björn rektor LbhÍ boðar starfslok Björn er hér í kennslu á vettvangi. Hann mun áfram starfa við skólann þótt hann hafi nú óskað eftir að láta af starfi rektors. Vitaferð í heilsueflingu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.