Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Síða 10

Skessuhorn - 01.02.2017, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 201710 Eftir áramótin hófst bygging nýs veitingahúss við Hraunfossa í Borgarfirði og er húsið nú ríflega fokhelt. Það er fyrirtækið Hraun- fossar-Barnafoss ehf. sem bygg- ir en það er fjölskyldufyrirtæki í eigu Snorra Jóhannessonar og Jó- hönnu Björnsdóttur á Augastöð- um og Kristrúnar dóttur þeirra og Arnar Eyfjörð Arnarsonar á Lax- eyri. Nýja veitingahúsið er 160 fermetrar með tengibyggingu við eldri söluskúr sem fjölskyldan hef- ur rekið á síðustu árum. Þá verður stór pallur byggður við húsið með aðstöðu fyrir fólk að tylla sér niður og njóta náttúrunnar og umhverf- isins. Kristrún Snorradóttir segir í samtali við Skessuhorn að stefnt sé að opnun fyrir sumarið. „Við höf- um ekki fyrirfram ákveðið dagsetn- ingu opnunar, en hún verður strax og þetta verður tilbúið síðla vetrar eða í vor. „Við ætlum að einbeita okkur að matsölu og hér verði hlaðborð sem gestir geta keypt sig að. Við munum bjóða ýmsa kjöt- og fiskrétti, súpur, salat og pasta, ýmsa létta rétti en verðum auk þess með vísi að sjoppu með ís, sælgæti og drykkjum. Þá verða minjagripir einnig til sölu hjá okkur. Hér verð- ur sett upp eldhús þar sem hægt verður að baka og elda góðan mat. Fjölskyldan hefur á liðnum árum rekið söluskúr við Hraunfossa auk þess að hafa umsjón með salernis- húsum á vegum Umhverfisstofn- unar. Þannig hafa þau upplifað þá miklu fjölgun ferðamanna sem orðið hefur, enda eru Hraunfoss- ar og Barnafoss meðal best kynntu náttúrundra landsins. Kristrún segir að til standa að hafa veitingastaðinn opinn frá klukkan 10-21 yfir sumartímann en hún segir að það geti breyst eftir þörfum og umferð hverju sinni. Mikil fjölgun ferðamanna er að Hraunfossum og fagnar hún því að í undirbúningi er stækkun bílastæða við fossana. „Hér hefur um tíma, þegar umferðin er mest, verið algjört umferðaröngþveiti og bílar jafnvel lokast inni. Sem betur er nú útlit fyrir að bílastæði verði stækkuð. Þá er einnig inni í myndinni að við tökum að okkur landvörslu fyrir Umhverfisstofn- un. Allavega sjáum við fyrir okk- ur að það verði nóg að gera enda er umferð ferðafólks um héraðið að aukast gríðarlega. Hellarnir, ís- göngin og þjónustan í Húsafelli hefur gert það að verkum að hér er umferð ferðafólks allt árið. Hingað að fossunum koma rútur á hverj- um degi og hundruð gesta. Það má því segja að það sé löngu tímabært að auka hér þjónustuna og vonandi eykst afþreying víðar um héraðið því þörfin er vissulega til staðar. Svo er líka jákvætt að með þessu erum við að skapa störf og ég er að vonast til að geta boðið sex til átta ný störf við ferðaþjónustu og von- andi fáum við heimafólk til starfa,“ segir Kristrún. Hún bætir við að framtíðarplön þeirra snúist um að tengja Hraun- fossa við áhuga Japana á rannsókn- um á norðurljósum. Á æskuheimili hennar á Augastöðum hefur jap- anskur háskóli staðið fyrir mæl- ingum á norðurljósum, ásamt öðr- um jarðeðlisfræðilegum rannsókn- um um áratugaskeið, og segir hún áhuga þarlendra mikinn að nýta og miðla þeirri þekkingu til fleiri. Ferðafólk hafi mikinn áhuga fyrir norðurljósunum og Hraunfossar eru tilvalinn staður því ljósmeng- un er lítil sem engin. mm Veitingahús risið við Hraunfossa Bætt aðstaða við einn fjölfarnasta ferðaþjónustustað Borgarfjarðarhéraðs Nýja húsið við Hraunfossa er nú ríflega fokhelt. Örn Eyfjörð Arnarson og Kristrún Snorradóttir við gaflinn á nýja húsinu. Þjónustuhúsin við Hraunfossa falla prýðilega að umhverfinu og verða kærkomin viðbót við þjónustu í héraðinu. Fyrirtækin Skaginn, 3X Techno- logy og Þorgeir & Ellert verða hér eftir þekkt undir einu sam- eiginlegu vörumerki; Skaginn 3X. Starfsmönnum fyrirtækjanna var greint frá þessu á fundi á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi síðdeg- is á föstudag, samhliða því sem ný heimasíða, www.skaginn3x.com, var formlega opnuð. „Þessar breyt- ingar eru fyrst og fremst hugsað- ar til þess að einfalda og sameina markaðsstarf fyrirtækjanna og auð- velda samskipti við viðskiptavini. Undir einu merki skapast sterkari vitund um starf okkar og þær vörur sem við framleiðum. Þannig getum við hagrætt í markaðsstarfi og gert það enn árangursríkara, ásamt því að styrkja stöðu og sérkenni starfs- stöðvanna“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X. Þær vörur sem Þorgeir og Ellert selur á erlendum mörkuðum hafa lengi verið markaðssettar undir nafni Skagans. Samstarf milli Skag- ans og 3X Technology efldist árið 2014 þegar eignarhald fyrirtækj- anna sameinaðist að hluta. „Sam- vinna okkar hefur gefist vel og við horfum björtum augum til fram- tíðar. Okkar bíða stór og spennandi verkefni á alþjóðavísu, mörg hver byltingarkennd fyrir markaðinn. Þó starfsemi fyrirtækjanna verði sam- einuð undir einu merki, þá viljum við halda í sérþekkingu og einkenni hverrar starfsstöðvar fyrir sig og fyrirtækin þrjú munu áfram starfa sem sjálfstæðar rekstrareiningar,“ segir Karl Ásgeirsson, rekstrarstjóri Skaginn 3X á Ísafirði. kgk Skaginn 3X er nýtt vörumerki þriggja fyrirtækja Nýja merki félaganna. Hluti starfsfólks Skagans og Þorgeirs & Ellerts sem sótti kynningarfundinn á föstudag. Að kynningum loknum var boðið upp á léttar veitingar og þess beðið að ný heimasíða færi í loftið, en það gerðist stundvíslega kl. 18:00.Feðginin Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri og Una Lovísa Ingólfsdóttir, vöru- stjóri Skagans 3X.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.