Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Page 13

Skessuhorn - 01.02.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 13 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Tæknimaður Borgarnesi Starfssvið Umsjón með orkumælum Tenging nýrra viðskiptavina Samskipti við rafverktaka Þjónusta við viðskiptavini Gagnaskráningar Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Björn Sverrisson, deildarstjóri framkvæmdasviðs á Vesturlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2017 og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. RARIK ohf auglýsir eftir tæknimanni með aðsetur í Borgarnesi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun/rafiðnfræðimenntun Góð samskiptahæfni Sjálfstæð vinnubrögð Morgunblaðið/Fréttablaðið jan 2017: FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 9. febrúar Föstudaginn 10. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKES SU H O R N 2 01 7 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Akranes bar sigurorð af Sandgerði í Útsvari, spurningakeppni sveit- arfélaganna á RÚV, þegar liðin mættust að kvöldi síðasta föstu- dags. Gerður Jóhanna Jóhanns- dóttir, Vilborg Þórunn Guðbjarts- dóttir og Örn Arnarson skipuðu sem fyrr lið Skagamanna. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af viðureigninni. Skagamenn höfðu þó heldur undirtökin framan af en Sandgerðingar náðu að minnka muninn í átta stig fyrir stóru spurningarnar í lokin. Þar gekk Akurnesingunum betur og unnu að lokum með 74 stigum gegn 61 stigi Sandgerðinga. Skagamenn eru þar með komn- ir áfram í átta liða úrslit Útsvars, en dregið verður í þær viðureign- ir að loknum 16-liða úrslitum 17. febrúar næstkomandi. kgk Akranes áfram í Útsvari Skjáskot úr síðasta Útsvarsþætti. Lið Skagamanna skipa f.v. Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging ferðaþjón- ustu í uppsveitum Borgarbyggðar. Aðsókn ferðafólks að þessu svæði hefur stóraukist og á það jafnt við um sumar og vetur. Tugir þúsunda koma í ísgöngin í Langjökli og fer aðsókn að honum vaxandi jafnt og þétt og ferðir á Langjökul njóta sí- vaxandi vinsælda. Þá hefur mikil uppbygging orðið í Húsafelli með byggingu Hótels Húsafells og upp- byggingu annarrar afþreyingar fyr- ir ferðafólk á því svæði. Verið er að stækka hótel Reykholt, Hótel Á er rekið að Kirkjubóli í Hvítársíðu, ferðaþjónustan við Víðgelmi er rek- in allt árið svo og veitingarekstur að Brúarási. Mikil uppbygging stend- ur síðan yfir í Deildartungu. Norð- urljósaferðir á þetta svæði njóta sí- vaxandi vinsælda og er Logaland orðinn vinsæll áningarstaðir í því sambandi. Þannig mætti áfram telja. Byggðarráð Borgarbyggð- ar tók á fundi sínum 19. janúar sl. fyrir ástand í vegaþjónustu. Sam- þykkt var bókun þar sem m.a. segir: „Öll þessi starfsemi er rekin allt árið þannig að það er liðin tíð að ferða- þjónusta sé bundin við sumarmán- uðina. Samhliða þessu hefur búseta á svæðinu styrkst og þörf fyrir skóla- akstur aukist. Þrátt fyrir þessa þró- un þá hefur vetrarþjónusta Vega- gerðarinnar ekki þróast í samræmi við hina miklu atvinnuuppbyggingu í þessum hluta héraðsins.“ Í bókun byggðarráðs segir að enn sé einungis mokað tvo daga í viku í uppsveitum Borgarfjarðar. „Það er óviðunandi staða fyrir atvinnu- starfsemi sem rekin er allt árið. Það á bæði við um almennar samgöng- ur að vetrarlagi svo og öryggi ferða- fólks í vetrarfærð. Vegna snjólétts vetrar það sem af er þessum vetri hafa hingað til ekki hlotist mik- il vandræði af þessu fyrirkomulagi sem betur fer. Á hagstætt veðurfar er hins vegar ekki hægt að treysta í öllum árum.“ Byggðarráð Borgarbyggðar ger- ir því þá kröfu til Vegagerðarinn- ar að vetrarþjónusta verði stórbætt á þessu svæði. Vegir inn að Húsa- felli verði mokaðir með þeim hætti að öryggi í samgöngum verði tryggt bæði fyrir íbúa, fyrir þau fyrirtæki sem eru starfrækt á þessu svæði svo og fyrir ferðafólk sem er yfir- leitt óvant akstri í vetrarfærð. „Bætt þjónusta í þessum efnum er for- senda þess að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í uppsveitum Borgarfjarðar geti þróast áfram og eflst eins og allar forsendur eru til staðar um að geti gerst.“ mm Telja bætta vetrarþjónustu Vegagerðarinnar forsendu vaxtar í ferðaþjónustu Byggðarráð Borgarbyggðar krefst þess að Vegagerðin bæti vetrarþjónustu vega í uppsveitum Borgarfjarðar. Hér er hins vegar gamla Hvítárbrúin í vetrarríki, mynd tekin af Þjóðólfsholti. Ljósm. Haukur Júlíusson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.