Skessuhorn - 01.02.2017, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 201714
Landsmót Sambands íslenskra
skólalúðrasveita fyrir C sveitir verð-
ur haldið á Akranesi um helgina,
dagana 3.-5. febrúar. Svokallaðar
C sveitir eru skipaðar ungu fólki á
aldrinum 14 til 20 ára sem er komið
vel á veg í sínu tónlistarnámi. Von
er á um 200 hljóðfæraleikurum víðs
vegar af landinu sem hafa skráð sig
á mótið, en það stendur frá föstu-
dagskvöldi og fram á sunnudagseft-
irmiðdag.
„Dagskráin verður fjölbreytt
og vonandi bæði fræðandi og
skemmtileg,“ segir í tilkynningu
frá SÍSL, en meðal þess sem móts-
gestir fá að njóta eru smiðjur með
ýmsum listamönnum þar sem tek-
ið verður á fjölbreyttum viðfangs-
efnum. Til dæmis verður fjallað
um kvikmyndatónlist, æfingatækni,
viðhald hljóðfæra og jóga. Þá verð-
ur einnig kynning á Ungsveit Sin-
fóníunnar og nýstofnuðum Tón-
listarmenntarskóla. Samæfingar í
kammerhópnum verða á dagskrá
alla helgina og mótinu lýkur síðan
með tónleikum í íþróttahúsinu við
Vesturgötu sunnudaginn 5. febrúar
kl. 14:00. kgk
Lúðrasveitarfólk fjölmennir
á Akranes um helgina
Þessi fallega vetrarmynd var tekin
í Borgarnesi síðastliðinn laugardag.
Sólin að setjast, ferðafólk að mynda
sólarlagið og allir í góðu skapi.
Ljósm. Helena Guttormsdóttir.
Síðdegi í
Borgarnesi
Árið 2015 leitaði bæjarstjóri Akra-
neskaupstaðar eftir ráðgjöf Þjóð-
minjasafns Íslands um framtíðar-
varðveislu kútters Sigurfara. Í gegn-
um Þjóðminjasafnið var dansk-
ur skipasmiður fenginn til að meta
ástand skipsins. Í ljós kom að ástand
kútters Sigurfara er afar slæmt og
eru flestir viðir þess mikið skemmdir
eða ónýtir. Ráðgjöf þjóðminjavarð-
ar var á þá leið að leggja ætti áherslu
á að varðveita heimildir um skip-
ið. Minjastofnun lagði fram styrk til
undirbúnings verkefnisins og í kjöl-
farið var verkefnisstjóri ráðinn tíma-
bundið til Byggðasafnsins í Görðum
og vann að skilgreiningu rannsókn-
araðferða fyrir skipið, gerð verk- og
tímaáætlunar og skipulagði samstarf
við þar til bæra aðila um gerð sýning-
ar um kútter Sigurfara.
Í tengslum við þetta ætlar Byggða-
safnið í Görðum að standa fyrir al-
þjóðlegu málþingi um varðveislu
skipa og báta og fer það fram dagana
23. og 24. febrúar nk. Á málþinginu
munu sérfræðingar frá Hollandi,
Noregi, Englandi, Álandseyjum og
Íslandi flytja erindi auk þess sem
tvær vinnustofur munu fara fram.
Málþingið ber heitið „Challenges
Facing Historic Ship Conservation:
Deconstruction or Reconstructions“
eða „Áskoranir við varðveislu báta:
niðurrif eða endurbygging.“
Dagskrá málþingsins fimmtudags-
ins 23. febrúar mun fara fram í Tón-
bergi á Akranesi en dagskrá föstu-
dagsins 24. febrúar mun fara fram á
Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík.
Erindi á málþinginu munu öll fara
fram á ensku en önnur vinnustofan,
sem miðar að því að skilgreina gildi
kútters Sigurfara fyrir samfélagið á
Akranesi, fer fram á íslensku og hefst
vinnustofan kl. 16.00. Ráðstefnan
er öllum opin en tilkynna skal þátt-
töku með tölvupósti á museum@mu-
seum.is. „Skagamenn eru sérstaklega
hvattir til að taka þátt og það er ekki
forsenda þátttöku í vinnustofunni að
hafa verið á öllum fyrirlestrunum,“
segir í tilkynningu frá Akraneskaup-
stað.
Málþingið er að mestu fjármagn-
að með styrkfé og hafa Minjastofn-
un, A.P. Møller fund í Danmörku
og Faxaflóahafnir nú þegar staðfest
styrkveitingu til þess.
mm/akranes.is
Málþing um áskoranir við
varðveislu báta og skipa
Um síðustu helgi syntu ellefu sund-
menn frá Sundfélagi Akraness á al-
þjóðlegu sundmóti í Reykjavík,
RIG, en þetta var fyrsta mótið í
langan tíma sem fólkið keppti í 50
m laug. „Sundfólkinu okkar gekk
vel á mótinu og voru 54 bæting-
ar yfir helgina ásamt því að mörg
þeirra náðu inn í úrslitasund. Sund-
menn komu víðs vegar að svo sem
frá Kúveit, Danmörku, Finnlandi,
Færeyjum og Grænlandi,“ segir
Trausti Gylfason formaður SA.
„Með sanni má segja að þetta
sé mjög góð byrjun á árinu 2017
fyrir iðkendur hjá Sundfélaginu.
Næsta mót er hjá yngri sundmönn-
um félagsins en þau taka þátt í ÍRB
móti í Reykjanesbæ laugardaginn
4. febrúar en eldri sundmenn taka
næst þátt í Gullmóti KR sem verð-
ur dagana 10. – 12. febrúar og fer
fram í Reykjavík,“ segir Trausti.
mm
Á sjötta tug bætinga
sundfólks af Akranesi
Sævar Berg Sigurðsson í flugsundi á Reykjavík International Games um síðustu
helgi.
SÍBS hefur verið á ferð um Vestur-
land í vetur og boðið almenningi
ókeypis heilsufarsmælingar og ráð-
gjöf tengda lífsstíl. Alls þáðu 389
einstaklingar ókeypis mælingu þeg-
ar SÍBS og Hjartaheill voru á ferð
um Akranes og Borgarnes fyrir
jólin og nú um helgina bætast við
Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykk-
ishólmur. Þetta segir Guðmund-
ur Löve framkvæmdastjóri SÍBS í
samtali við Skessuhorn. Hann segir
að um sé að ræða forvarnaverkefn-
ið „SÍBS Líf og heilsa“ sem unnið
er í samstarfi SÍBS og aðildarfélaga
þess, þar sem almenningi sé boðin
ókeypis heilsufarsmæling og þátt-
taka í spurningakönnun um heilsu
og lífsstíl.
„Við mælum blóðþrýsting, púls,
blóðfitu, blóðsykur og súrefnis-
mettun og nú er sú nýlunda í boði
að þeim sem mælast lágir í súrefnis-
mettun er boðið upp á fráblásturs-
mælingu sem m.a. getur útilokað
alvarlega lungnateppu,“ segir Guð-
mundur. Öllum þátttakendum gefst
að auki kostur á að svara spurninga-
könnun um lífsstíl og heilsufar þar
sem farið sé yfir áhrifaþætti heil-
brigðis á víðu sviði, líkamlega jafnt
sem andlega.
„En það er eitt sem skiptir höf-
uðmáli í verkefni sem þessu, og það
er fjármögnun. Máttarstólpar SÍBS
eru einstaklingar og fyrirtæki sem
styrkja fræðslu- og forvarnastarf
SÍBS með mánaðarlegu framlagi
eða eingreiðslu og eru lykilstyrkt-
araðilar SÍBS Líf og heilsa,“ segir
Guðmundur. „Máttarstólpar þiggja
fegins hendi allan þann stuðning
sem fólk sér sér fært að veita, en
hægt er að gerast Máttarstólpi með
því að hringja í síma 560 4800 á
skrifstofutíma eða senda tölvupóst
á mattarstolpar@sibs.is.“
Sögu SÍBS Líf og heilsa má rekja
aftur um hálfan annan áratug þeg-
ar Hjartaheill hóf að bjóða ókeyp-
is mælingar á blóðgildum víða um
land. Fljótlega tókst samstarf við
SÍBS um mælingarnar og nýlega
ákváðu Samtök lungnasjúklinga
að taka þátt til reynslu. Útkoman
er heildstætt verkefni sem byggir
á mælingum og spurningakönnun
sem gefa góða mynd af heilsufari á
hverjum stað og nýtist einstakling-
um í heilsueflingu.
Mælingar á Snæfellsnesi verða:
Í heilsugæslunni í Ólafsvík, Engi-
hlíð 28, kl. 10–13 laugardaginn 4.
febrúar.
Í heilsugæslunni í Grundarfirði,
Hrannarstíg 7, kl. 15–18 laugar-
daginn 4. febrúar.
Í heilsugæslunni í Stykkishólmi,
Austurgötu 7, kl. 10–14 sunnudag-
inn 5. febrúar.
mm
Ókeypis heilsufars-
mælingar á Snæfellsnesi
um helgina