Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Side 22

Skessuhorn - 01.02.2017, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 201722 „Viðtökur landsmanna við Blóðs- kimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábær- ar. Nú þegar hafa rúmlega 63 þús- und manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þeg- ar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátt- töku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum. Aðstandendur rann- sóknarinnar eru afar þakklátir fyr- ir viðtökurnar enda er góð þátttaka lykillinn að því að hún skili árangri. Ef þátttakendum heldur áfram að fjölga á næstu mánuðum gæti hún orðið stærsta vísindarannsókn sinn- ar tegundar sem framkvæmd hefur verið í heiminum,“ segir í tilkynn- ingu um verkefnið. Sigurður Yngvi Kristinsson pró- fessor við læknadeild Háskóla Ís- lands sem fer fyrir rannsókninni er þakklátur fyrir þessi góðu við- brögð. „Það er einstakt hversu vel landsmenn hafa brugðist við og þannig lagt lið mikilvægri vísinda- rannsókn,“ segir Sigurður Yngvi. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa skráð sig til þátttöku. Þá vil ég hvetja þau sem ekki hefur gefist ráðrúm til að skrá sig, til þess að kynna sér rannsóknina á www. blodskimun.is og skrá sig til þátt- töku ef þeim svo þóknast. Því fleiri sem skrá sig, því meiri líkur eru á að árangur náist.“ Getur bætt lífsskilyrði Kristín Einarsdóttir sem hefur bar- ist við mergæxli og situr í stjórn Perluvina, félags mergæxlissjúk- linga, er einnig þakklát fyrir við- tökurnar. „Við erum afar þakklát fyrir þessi viðbrögð landsmanna því rannsóknin getur orðið til þess að bæta lífsskilyrði þeirra sem hafa greinst með mergæxli og ekki síður þeirra sem eiga eftir að greinast,“ segir Kristín. „Með þátttöku í rann- sókninni eykur fólk sem er með for- stig mergæxlis einnig líkurnar á því að greinast snemma sem mun von- andi tryggja þeim viðeigandi með- höndlun fyrr en ella og þannig auka lífsgæði þeirra til frambúðar.“ mm Góðar viðtökur við verkefninu um blóðskimun Heimir Hallgrímsson landsliðs- þjálfari tilkynnti á þriðjudag um þá leikmenn sem skipa landsliðs- hóp karlalandsliðs Íslands sem mætir Mexíkó í vináttulands- leik í Las Vegas miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi. Hópurinn ferðast út á sunnu- daginn en í honum eru sjö leik- menn sem ekki hafa leikið áður með landsliðinu. Þar á meðal er Tryggvi Hrafn Haraldsson, tví- tugur leikmaður ÍA. Hann lék 16 leiki með Skagamönnum á liðnu sumri, vakti verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu og skapaði sér nafn í Pepsi-deildinni. Tryggvi hefur ekki leikið með yngri lands- liðnum Íslands. „Við óskum Tryggva Hrafni til hamingju með valið,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Knattspyrnufélags ÍA. kgk Tryggvi Hrafn valinn í landsliðið Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki með ÍA í sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.