Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201712 Í úrtak fyrir landslið VESTURLAND: 16. og 17. júní næstkomandi verða haldn- ar úrtaksæfingar fyrir kom- andi verkefni U-16 ára lands- liðs kvenna í fótbolta. Lið- ið fer fljótlega að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót sem fer fram um mánaðamótin júlí og ágúst. Skagamenn eiga tvo full- trúa á æfingunum en þær Katr- ín María Óskarsdóttir og Sig- rún Eva Sigurðardóttir voru valdar að þessu sinni. Víking- ur Ó. á einnig fulltrúa, en Birta Guðlaugsdóttir markmaður er einnig í hópnum. -bþb Kári fór illa með KF AKRANES: Kári tók á móti KF í Akraneshöllinni í fjórðu umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu um helgina. KF byrjaði illa því strax á áttundu mínútu var Jón Árni Sigurðs- son rekinn af velli með rautt spjald. Kári skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en þau skoruðu Andri Júlíusson og Alexand- er Már Þorláksson. Kári bætti svo við fjórum mörkum í síð- ari hálfleik en Andri Júlíus- son bætti við tveimur mörkum og Alexander Már einu en auk þeirra skoraði Kristófer Daði Garðarsson. Það var svo Valur Reykjalín Þrastarson sem lag- aði stöðuna fyrir KF. Lokatöl- ur 6-1 fyrir Kára sem eru sem stendur í öðru sæti deildarinn- ar með níu stig en Káramenn keppa næstkomandi föstudag við KFG í Garðabæ. -bþb Snæfell/UDN tapaði gegn Ísbirninum SNÆF: Í annarri umferð A- riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu mætti Snæfell/ UDN liði Ísbjarnarins. Leikn- um lauk með 2-0 sigri Ísbjarn- arins en mörkin skoruðu Arnar Guðmundsson, úr víti, og Ser- gej Diatlovic. Snæfell/UDN á leik á morgun gegn Kríu og verður leikið á Stykkishólms- velli. -bþb Snæfellsnes úr bikarnum SNÆF: Annar flokkur karla Snæfellsness í fótbolta tók á móti Leikni Reykjavík í bikar- keppni síðasta föstudag. Leik- urinn fór fram á Grundarfjarð- arvelli í rigningu og roki. Snæ- fellsnes strákarnir átta mjög góðan leik þó úrslitin væru ekki að óskum. Áttu þeir góð færi og sýndu góða baráttu. Konráð Ragnarsson markvörður varði vítaspyrnu. Leikurinn endaði 1 - 2 fyrir Leikni og Snæfells- nes því úr leik í bikarkeppninni. Þess má geta að Leiknir leikur í B-deildinni en Snæfellsnes í C- deild. Fyrsti leikur strákanna í Íslandsmótinu er heimaleikur gegn Gróttu/Kríu laugardag- inn 11 júní næstkomandi. -þa Undirbúningur gengur afar vel fyr- ir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessu- helgina, að sögn Ómars Braga Stef- ánssonar framkvæmdastjóra móts- ins. Dagskráin er tilbúin og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimm- tíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækk- að og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsan- lega metskráningum. Ástæðan fyrir því segir Ómar Bragi vera nálægð- ina við höfuðborgarsvæðið, Selfoss og aðra þéttbýlisstaði. Til viðbótar er boðið upp á fleiri keppnisgreinar nú en áður. Margar greinar verða á mótinu sem ættu að höfða til yngri keppenda. „Við sjáum mikil tækifæri í 50+ mótunum. Fólk sem komið er yfir fimmtugt er miklu betur á sig kom- ið en áður og meðvitað um gildi hreyfingar og heilbrigðra lífshátta,“ segir Ómar og bendir á að fólk á aldrinum 50-65 ára sé enn á fullu í sínu sporti; hjóli, hlaupi eða stundi golf. Í samræmi við það verði boðið upp á greinar við hæfi. Á mótinu í Hveragerði verð- ur hægt að keppa í fjölda greina. Þar má nefna kúluvarpi, utan- vegahlaupi, pútti, fuglagreiningu, bridds, boccía, strandblaki, pönnu- kökubakstri, golfi og stígvélakasti. Þetta er bara brot af greinunum sem í boði eru. Keppandi á mótinu í Hveragerði greiðir eitt gjald og getur síðan keppt í eins mörgum greinum og hann vill. Skráning er hafin og fer fram á: https://umfi. felog.is/ mm Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði Við rásmarkið áleiðis í hlaup. Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæj- ar í byrjun þessa mánaðar var sam- þykkt að lagt verði gervigras yfir Ólafsvíkurvöll. Stefnt er að því að hefja framkvæmd að loknu keppn- istímabili í haust og er áætlað- ur kostnaður 150 milljónir króna. Í fundargerð Snæfellsbæjar segir; „Með því að fara í þá framkvæmd þá nýtist núverandi aðstaða og jafn- framt gætu allir flokkar æft og keppt við fyrsta flokks aðstæður stærst- an hluta ársins á vellinum sem yrði mikil breyting frá því sem nú er og jafnframt myndi framkvæmdin ekki verða sveitarfélaginu fjárhagslega íþyngjandi.“ Aðilar sem starfa innan Víkings hafa lengi gagnrýnt aðstöðuleysi félagsins. „Aðstaða fyrir knatt- spyrnuiðkun á Ólafsvík er hlægileg. Ef við viljum vera með lið í efstu deild þurfum við aðstöðu til þess. Sama má segja ef við viljum halda uppbyggingu yngri flokka áfram,“ sagði Ejub þjálfari Víkings m.a. í viðtali sem birtist í Skessuhorni í síðustu viku. bþb Gervigras verður lagt yfir Ólafsvíkurvöll í haust Í haust verður hafist handa við að leggja gervigras yfir Ólafsvíkurvöll. Sigrún Einarsdóttir glerlistakona heldur úti vinnustofunni Gler í Bergvík - glass studio, við Víkurgrund 10 á Kjalarnesi. Hún ætl- ar í sumar að vera með opið verkstæði og býður fólk að líta við hjá sér. „Til mín geta gestir og gangandi komið og séð glerblást- ur, hvernig fljótandi gleri er breytt í gler- muni svo sem glös, skátar og fleira. Íbúar á Vesturlandi eru sérstaklega boðnir vel- komnir þegar þeir renna hér framhjá á leið sinni um Kjalarnesið,“ segir Sigrún. Gler í Bergvík er opið júní, júlí og ágúst, alla daga nema sunnudaga frá klukkan 13 til 16. mm Sýnir glerblástur á Kjalarnesi Hin árlega eldsmíðahátíð var haldin á Safnasvæðinu í Görðum um helgina. Hátíðin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags og nóg var um að vera. Haldin voru nám- skeið fyrir eldsmiðina þar sem tveir eldsmiðir frá Svíþjóð, þau Lina og Pär, stóðu fyrir. „Hátíðin gekk mjög vel og var í raun æðisleg í alla staði. Það voru tólf eldsmiðir sem tóku þátt og skemmtu allir sér vel. Það var svo haldið Íslandsmeistara- mót í lok helgarinnar. Þetta er ekki bara grín því það er líka alvara í þessu,“ segir Guðmundur Sigurðs- son einn af eldsmiðunum léttur í bragði í samtali við Skessuhorn. Það er ekki hægt að segja að sig- urvegari Íslandsmeistaramótsins hafi komið fólki á óvart en Beate Stormo, bóndi á Kristnesi í Eyja- firði, sigraði á mótinu. Beate vann einnig í fyrra og var Norðurlanda- meistari fyrir tveimur árum. Á næsta ári verður tíu ára afmæli Félags eldsmiða á Íslandi og býst Guðmundur því við nokkuð stærra móti þá. „Það er verið að vinna í því að búa til eitthvað stærra fyrir næsta ár vegna tíu ára afmælis félagsins. Við sjáum hvað setur þegar fram líða stundir,“ segir Guðmundur að endingu. bþb Eldsmíðahátíð var haldin á Akranesi um helgina Skotfélag Snæfellsness hélt að- alfund sinn 25. maí síðastliðinn. Fundurinn var haldinn á veitinga- húsinu Hrauni í Ólafsvík. Þar voru hefðbundin aðalfundarstörf á dag- skrá en að þeim loknum heiðraði félagið þrjá félagsmenn fyrir óeig- ingjörn sjálfboðastörf í gegnum tíð- ina. Þetta voru þeir Karl Jóhann Jó- hannsson, Birgir Guðmundsson og Unnsteinn Guðmundsson en þeir voru allir stofnendur að félaginu fyrir 30 árum síðan. tfk Heiðursfélagar Skotfélags Snæfellsness Hérna eru þeir frá vinstri: Birgir Guðmundsson, Unnsteinn Guðmundsson og Karl Jóhann Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.