Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201718 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég ætlaði aldrei að vera gift sjó- manni. Pabbi minn var sjómaður í mörg ár og það var ekkert alltaf auð- velt. Ég sá það bara hjá mömmu og þetta var eitthvað sem mig langaði ekki,“ segir Lára Magnúsdóttir sjó- mannsfrú í Grundafirði. Hún viður- kennir þó strax hlæjandi að hún sé alveg hætt að útiloka nokkuð. Lára hefur búið í Grundafirði í rúm- lega tíu ár. „Mamma og pabbi fluttu mjög mikið þegar ég var barn.“ Hún flutti í Grundafjörð árið 2006, ein- stæð móðir með dóttur sem var tæp- lega ársgömul. „Mig langaði ekki að ala upp barn í Reykjavík. Ég hafði eiginlega engu að tapa og ákvað að prófa þetta á meðan stelp- an væri ennþá svona lítil,“ seg- ir Lára og bæt- ir við að henni hafi alltaf lið- ið best í litlum bæjum þeg- ar hún var lítil. Hún flutti því í Grundafjörð í maí þetta ár. „Svo kynntist ég Jóni Frímanni í október og þá var bara ekk- ert aftur snúið,“ segir Lára og hlær. Þau eignuð- ust saman son í ágúst 2007. „Tutt- ugu og tveggja ára var ég tveggja barna móðir, gift, með hús og bíl í Grundafirði. Þetta var ekkert plan- að. Þetta bara gerðist! Ég veit ekki hvernig þetta gerðist, ég bara er hérna. Góðir hlutir gerast hratt er það ekki,“ spyr Lára og hlær. Munurinn á sjómannsfrú og sjómannsfrú Jón Frímann Eiríksson, eiginmaður Láru, er sjómaður og Lára segir að lífið sem sjómannsfrú sé ekki allt- af auðvelt. „Hann er alveg sjómað- ur í húð og hár. Hann ákvað ungur að hann ætlaði á sjó, er menntaður skipstjóri. Hann er sannur áhugasjó- maður,“ segir Lára og skýtur því að að hún hafi alveg vitað hvað hún var að fara út í þegar hún giftist hon- um. Hún segir að það sé ekki það sama að vera sjómannsfrú og sjó- mannsfrú. Það getur verið mjög mis- munandi eftir því hve lengi eigin- mennirnir eru í burtu. Sjálf upplifir hún breytingu á þessum dögum þar sem Jón Frímann er hættur að róa frá Grundafirði og rær frá Reykja- vík í staðinn. „Núna er hann meira að heiman. Túrarnir eru fimmtu- daga til þriðjudaga og 36 tíma stopp. Þetta eru um 30 tímar sem hann er heima,“ segir Lára. Viðvera hans á heimilinu í miðri viku hafi verið meiri þegar hann réri frá Grunda- firði. „Ég er alveg ótrúlega heppin með hann. Hann er ótrúlega dug- legur hérna heima og þegar hann er ekki eins mikið heima þá finn ég fyrir því,“ segir Lára og bætir við að eftir að hann fór að róa frá Reykja- vík hafi hún líka fært sig til í starfi og vinnur núna að heiman til að geta hugsað betur um heimili og börn. Lára starfar sem sölu- og markaðs- fulltrúi hjá Láki-tours. Fjarvera og veðurótti Lára segir að kannski það erfiðasta við að eiga sjómann fyrir mann sé þegar eitthvað kemur upp á í fjöl- skyldunni. „Þá hoppar hann ekkert úr vinnunni og kemur inn í aðstæð- urnar.“ Hún segir að það hafi kom- ið oftar fyrir en þau óski sér. „Ég var farin að halda því fram á tíma- bili að það gerðist alltaf eitthvað þegar hann væri ekki heima,“ segir Lára og brosir lítillega. Hún er þó ánægð og hamingju- söm með sinn sjómann og það kemur oft fram í spjalli okkar. Lára segir að hún hafi sjaldan áhyggj- ur af honum þegar hann sé úti á sjó. Hún velji að vera ómeðvit- uð um staðsetningu hans úti á sjó og veðurskilyrði. „Það er kannski fölsk öryggiskennd að spá ekk- ert í veðri og vindum og vita ekk- ert hvar hann sé,“ segir Lára. Sem barn hafi hún oft haft áhyggjur af föður sínum þegar hann var úti á sjó. „Það kom ekkert fyrir pabba,“ segir Lára og hlær. Hins vegar hafi hún heyrt lagið Syneta með Bubba í æsku og það snerti við henni svo um munaði. Í laginu er sungið um sjómenn sem farast á sjó. „Ég spyr hann þess vegna bara hvernig gangi og hvernig hann hafi það,“ segir Lára en stundum fái hún að heyra að það sé bræla á miðunum. Hún reynir að leiða það hjá sér. „Hann hefur alveg verið úti í mjög vond- um veðrum og skip sem hann hefur verið á hafa dregið önnur skip vél- arvana að landi. Þá skellur þetta á manni. Að þetta getur gerst,“ segir Lára hugsandi. klj „Allt getur gerst“ Lára Magnúsdóttir er sjómannsfrú í Grundafirði Lára og Jón Frímann í Munchen í Þýskalandi. Á Grundafjarðardögum. Lára ásamt Jóni Frímanni og börnunum þeirra tveimur. Sjómannadagurinn á Akranesi 2016 Kl. 9.00 - 18.00: Frítt í sund í Jaðarsbakkalaug. Kl. 10.00: Minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði. Kl. 10.00 - 16.00: Akranesviti er opinn. Málverkasýning Sigfríðar Lárusdóttur prýðir veggi vitans. Kl. 11.00: Dýfingakeppni á vegum Sjóbaðsfélags Akraness - Hefst við Aggapall við Langasand. Kl. 11.00: Sjómannadagsmessa í Akraneskirkju. Blómsveigur lagður að sjómanninum á Akratorgi að lokinni athöfn. Kl. 11.00: Íslandsmótið í Eldsmíði hefst á Byggðasafninu og stendur fram eftir degi. Eldsmíðahátíð fer fram 2.-5. júní á Byggðasafninu. Allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með. Kl. 13.00 - 14.00: Dorgveiðikeppni. Kl. 13:30: Sigling á smábátum Kl. 13.30 - 16.30: Kaffisala í Jónsbúð á vegum Slysavarnafélagsins Líf. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 14.00 - 16.00: Björgunarfélag Akraness sér um fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu í samstarfi við Akraneskaupstað, Verkalýðsfélag Akraness, HG Granda, Faxaflóahafnir og Runólf Hallfreðsson ehf. Á boðstólnum verða m.a.: Fyrirtækja keppni Gamla Kaup félagsins (nánari upp lýsingar og skráning eru á ba@bjorgunarfelag.is og í síma 664-8520), kassaklifur, leikir fyrir börnin, hoppukastalar, koddaslagur, karahlaup og fleira. Kl. 14.00 - 16.00: Félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða á svæðinu með kajaka og fleira. Kl. 15.00: Þyrla landhelgisgæslunnar kemur og sýnir björgun úr sjó. Kl. 19.00: Sumargleði Kórs Akraneskirkju í Vinaminni. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Sérstakur gestur verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxflóahafna. Boðið verður upp á ljúffenga sjávarréttasúpu. Aðgangseyrir kr. 2.500. Á kaffihúsinu Skökkinni verður fiskisúpa og brauð í hádeginu og á Garðakaffi verður sjávarrétta- þema í veitingum. TÍMASETNINGAR GETA BREYST OG NÝJIR VIÐBURÐIR BÆST VIÐ. NÝJUSTU UPPLÝSINGAR VERÐUR AÐ FINNA Í VIÐBURÐARDAGATALI Á AKRANES.IS SK ES SU H O R N 2 01 6 Verkalýðsfélags Akraness Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Laugardagurinn 10. júní Kl. 10:30-12:00 og kl. 13:00-14:30 Ganga um hafnarsvæðið á Akranesi í fylgd með Gunnlaugi Haraldssyni. Gangan hefst við Hafnarhúsið við enda Faxabrautar og verður gengið þaðan að Steinsvör og síðan að Lambhúsasundi. Verið er að fagna því að um þessar mundir eru 110 ár liðin síðan bryggjan við Steinsvör var byggð. Gangan er í boði Faxaflóahafna. Sunnudagurinn 11. júní Kl. 9:00-18:00 Frítt í sund í Jaðarsbakkalaug. Kl. 10:00 Minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði. Kl. 10:00-18:00 Frítt í Akranesvita. Ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur prýðir veggi vitans. Kl. 10:30 Á Breiðinni afhenda félagar í Slysavarnardeildinni Líf bæjarstjóra Akraness björgunarhringi að gjöf. Kl. 11:00 Sjómannadagsmessa í Akraneskirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að lokinni athöfn. Kl. 11:00 Dýfingakeppni á vegum Sjóbaðsfélags Akraness, hefst við Aggapall við Langasand. Keppendur og áhorfendur safnast saman við Aggapall við Langasand. Dýfingarnar munu fara fram af nýju björgunarskipi Björgunarfélags Akraness. Keppt verður í tveimur greinum, annars vegar hefðbundinni stungu og hins vegar frjálsri aðferð. Aldursflokkar verða tveir, 49 ára og yngri og 50+. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Kl. 12:00 Opnun ljósmyndasýningar Hildar Björnsdóttur, Farið á fjörur, í Akranesvita. Travel Tunes Iceland spil við op unina. Kl. 13:00-14:00 Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni. Kl. 13:30 Björgunarfélag Akraness vígir nýtt björgunarskip á hafnarsvæðinu, allir velkomnir. Kl. 13:30-16:30 Kaffisala í Jónsbúð við Ak rsbraut á ve um Slysavarnadeildarinnar Lífar. Allir hjartanlega velkom ir. Kl. 14:00-16:00 Fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðin í samstarfi við Akran skaupstað, Verkalýðsfélag Akraness, HB Granda, Faxaflóahafnir, Runólf Hallfreðsson ehf., Björgunarfél Akran ss o Fiskmarkað Íslands. Á boðstólnum verða m.a.: Róðrarkeppni Gamla Kaupfélagsins, bátasmíði í boði Húsasmiðjunnar, kassaklifur, furðufiskar og ýmislegt fleira. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar í heimsókn ef aðstæður leyfa og félagar í Sjósportfélaginu Sigurf ra verða sýnilegir á svæðinu. Þá verður ýmislegt sjáv rtengt til sölu, bæði matur til að njóta á staðnum sem og aðrar vörur. Sjómannadagurinn á Akranes 2017 Sk es su ho rn 2 01 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.