Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201728 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Jón Frímann Eiríksson er uppalinn Skagamaður en búsettur í Grund- arfirði. Síðustu ár hefur hann ver- ið stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á Hring SH sem gerður var út af G.Run hf. Nýverið var hann svo ráðinn sem þriðji maður í brú á Sturlaug H. Böðvarsson AK 10 sem gerður er út af HB Granda en faðir hans, Eiríkur Jónsson, er skipstjóri á honum ásamt Magnúsi Kristjáns- syni. Sturlaugur fékk nýverið skips- númerið AK 105 en Akurey mun bera AK 10 framvegis. HB Grandi er að láta smíða þrjú ný ísfiskveiðiskip fyrir sig. Engey RE 91, Akurey AK 10 og Viðey RE. Búið er að afhenda Engey RE eins og komið hefur fram í Skessuhorni verður Akurey AK 10 afhent núna í byrjun júní. Jón Frímann er einn af sjö manna áhöfn sem fer og sæk- ir skipið en áætluð heimkoma verpu seinnipartinn í júní en heimsigling- in mun taka um það bil tvær vikur. „Þetta leggst gríðarlega vel í alla. Það er ekki á hverjum degi sem maður sækir nýtt skip,“ segir Jón Frímann í stuttu spjalli við Skessuhorn. „Þetta verður algjör bylting. Öll aðstaða um borð er til fyrirmyndar og mun líftími margra sjómanna lengjast við þetta. Það er ég sannfærður um.“ Það er Skaginn 3X sem hannar allan vinnslubúnað um borð í skipin og á hann sinn þátt í að skipin valda bylt- ingu í tækni en einnig á allri vinnu- aðstöðu um borð. „Ef allt virkar sem skyldi þá þarf mannskapurinn ekk- ert að fara ofan í lest og þar er mikil breyting til batnaðar,“ segir Jón Frí- mann. „Svo er nýtt lag á skipunum sem á að bæta hæfni þeirra í öldu- róti hafsins,“ bætir hann við en útlit nýju skipana er nokkuð óvenjulegt fyrir íslensk fiskiskip. „Það verður ekki leiðinlegt að sigla með pabba sínum til heimahafnar á nýju skipi. Ég hlakka mikið til þess,“ segir Jón Frímann að lokum. tfk Jakob Hendriksson á Rún AK sagði í samtali við Skessuhorn að afla- brögð væru orðin fremur döpur. „Þetta er ekkert orðið,“ segir hann. „Við erum með um 900 kíló en það var að vísu leiðindaveður framan af túrnum, en svo var það orðið ágætt. En það var mikill straumur og rekið var þess vegna mikið. Við slíkar að- stæður þarf maður ekkert að búast við of miklu,“ sagði Jakob þegar rætt var við hann um næstsíðustu helgi á bryggjunni á Arnarstapa. „Það þýðir ekkert að vera að æsa sig neitt, svona er þetta bara.“ Jakob er frá Akranesi og segir að í vor hafi verið mokveiði þar á mið- unum. „En ég var svo sem ekkert að róa mikið þaðan þar sem ég vildi taka minn kvóta á Arnarstapa eins og síðustu sumur. En það er ekki mik- ill kraftur í fiskveiðunum. Ég ætla að ná veiðiskyldunni og svo bara sé ég til hvað ég geri,“ segir hann að end- ingu. af „Ekkert við þessu að gera“ Leifur Einarsson, sem rær á hand- færabátnum Huld SH, segist ánægð- ur með sumarið. Ég er með 40 tonna kvóta og hann er að verða búinn,“ sagði Leifur. Hann byrjaði veiðar frá Sandgerði í vor og þá voru aflabrögð mjög góð. „Þegar dró úr veiðinni fyrir sunnan fór ég á Arnarstapa og hef fengið ágætt, en það er meira fyr- ir þessu haft en áður.“ Þegar rætt var við Leif var hann að landa 2,4 tonn- um á Stapanum. „Ég fékk gott skot um miðjan dag og þá var þessu fljótt náð, enda er bæði þorskurinn og ufs- inn mjög stór svo þá tekur ekki lang- an tíma að fylla í körin.“ Leifur segist reikna með að fara á strandveiðar þegar hann hefur náð kvóta sínum. „Þá fer ég bara þangað sem fiskurinn er,“ segir Leifur hress að vanda. af „Get ekki annað en verið sáttur“ „Það verður ekki leiðinlegt að sigla með pabba til heimahafnar á nýju skipi“ Jakob var sallarólegur þrátt fyrir að ekki væru alltaf full færin af fiski. Elvar Sigurðsson rær með Jakobi á Rún AK. Jón Frímann heiðrar fyrrverandi sjómenn í sjómannadagsmessu árið 2015. Hérna er tekið á því í plankahlaupi síðasta sjómannadag. Jón Frímann að sýna leikskólabörnum á leik- skólanum Sólvöllum hinar ýmsu tegundir af fiskum.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.