Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 20172 isins og áætlanir um uppbyggingu sólarkísilvers. Áfram verður unnið að framgangi verkefnisins á Íslandi, en fyrirtækið mun þó einnig skoða aðrar leiðir,“ segir Davíð. „Undan- farna mánuði hefur verið kannaður möguleiki á að byggja verkefnið upp í áföngum. Í ljósi þess að mikill vöxt- ur er í framleiðslu á sólarkísil og að framleiðsluaðferð Silicor Materials er fremri þeim sem nú eru ráðandi, þá er þörf fyrir verksmiðju sem þessa og að þessi tækni mun nýtast í um- breytingu yfir í umhverfisvæna orku- gjafa. Ekkert í verkefninu er varð- ar fýsileika eða tækni hefur breyst. Þvert á móti hefur frekari framþróun á tækninni sýnt fram á meiri mögu- leika, betri nýtingu og gæði. Fyrir liggur að framleiðsluferlið er mjög verðmætt og m.a. hafa nýlegar próf- anir hjá Fraunhofer stofnuninni í Þýskalandi sýnt fram á góða eigin- leika afurðarinnar fyrir svokallaðar einkrystallaðar sólarsellur, en áður lá fyrir að efnið hentaði vel fyrir fjöl- krystallaðar sólarsellur,“ segir Davíð Stefánsson. Áfram þörf út frá umhverfissjónarmiðum Terry Jester stjórnarformaður Sili- cor Materials segir að það liggi fyr- ir, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlaumræðu að undanförnu, að verulegt átak þarf til að sporna gegn hlýnun jarðar af mannavöld- um og þeim alvarlegu afleiðing- um sem þær geta haft á lífsskilyrði á jörðinni. „Með því að nýta orku sólar í auknum mæli til raforku- framleiðslu er hægt að vinna gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Fyrirhuguðu sólarkísilveri Silicor er ætlað að gera sólarorku að um- hverfisvænni og ódýrari valkosti sem stuðlar að aukinni nýtingu hennar,“ segir Terry Jester. Vonbrigði Terry Jester segir jafnframt að það séu vonbrigði að Silicor Materi- als þurfi nú að hægja á undirbún- ingi verkefnisins og endurskoða út- færslur en aðstæður bjóða ekki upp á annað. „Ég er þakklát þeim fjöl- mörgu aðilum sem sem við höf- um unnið með og stutt hafa vel við verkefnið og vonast til að við getum unnið með þeim áfram. Ís- land er frábær staðsetning fyrir sólarkísilver þar sem til staðar er vel menntað starfsfólk, meginhrá- efni eru framleidd á landinu og sterk áhersla á sjálfbærni og græn- ar lausnir. Þá er fríverslunarsamn- ingur við Kína einnig mjög jákvæð- ur. Þrátt fyrir þessa töf erum við enn bjartsýn á að af byggingu verk- smiðju á Íslandi geti orðið.“ mm Á sunnudaginn næsta verður Sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Haldið verður upp á daginn á nokkr- um stöðum á Vesturlandi og á sumum stöðum verða hátíðahöld alla helgina. Fólk er hvatt til þess að mæta á þá við- burði sem í boði eru og taka þátt í hátíða- höldunum. Á morgun verður norðlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum eða bjartviðri og stöku síðdegisskúrir, hiti 3-12 stig. Á föstu- dag; hæg norðlæg eða breytileg átt, skýj- að en úrkomulítið, áfram svalt í veðri. Um helgina er útlit fyrir breytilega vindátt, bjartviðri og hlýnandi veður en sumsstað- ar þokuloft við ströndina. Á mánudag má búast við norðlægri átt 3-5 m/s, léttskýjað og hiti víða 10-16 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Flokkar þú sorpið þitt?” Vestlendingar virðast vera duglegir að flokka, en 62% sögðust alltaf flokka í tvær tunnur, þá sögðu 31% flokka í þrjár eða fleiri tunnur. Aðeins 7% sögðust ekki flokka sorpið sitt. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú að heimsækja Costco? Sjómenn víðsvegar um landshlutann eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Tvö þyrluflug á laugar- dagskvöldið VESTURLAND: TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í tvö sjúkraflug á Vest- urland sl. laugardagskvöld. Beiðni um hið fyrra barst á ellefta tímanum. Kona hafði fallið af hestbaki við Gils- fjörð. Að læknisráði var þyrl- an fengin til að flytja kon- una á sjúkrahús. Lent var í fjörunni við Gilsfjörð og voru aðstæður ákjósanlegar; hægur vindur og háskýjað. Skömmu eftir að þyrlan var lent við Landspítalann barst annað útkall. Flogið var til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúkling frá Ólafsvík áleiðis til Reykjavíkur. Lenti þyrlan á Kaldármelum. Bæði þessi útköll þyrlunnar gengu að óskum. -mm Lög um heima- gistingu einfölduð LANDIÐ: Krafa um starfs- leyfi heilbrigðisnefnda vegna heimagistingar hefur verið felld niður með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem sam- þykkt var á Alþingi í síð- ustu viku. Breytingin tek- ur gildi 1. júlí næstkomandi. „Breytingin lýtur eingöngu að heimagistingu, sem er gisting á lögheimili einstak- lings eða einni annarri fast- eign sem hann hefur pers- ónuleg not af, t.d. sumarbú- stað í hans eigu. Er hámarks leigutími samtals 90 dagar. Þeir sem vilja leigja út heim- ili sitt í 90 daga eða skemur þurfa því aðeins að skrá fast- eignina hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða á miðlægu vefsvæði sé það fyr- ir hendi og greiða fyrir það átta þúsund krónur. Greiða þarf skatta af leigutekjunum eins og áður,“ segir í tilkynn- ingu frá umhverfisráðuneyt- inu, sem hefur umsjón með málaflokknum. -mm Veitingastað lokað AKRANES: Veitingastaðn- um Thai Santi við Stillholt 23 á Akranesi hefur verið lokað, en þar hefur á und- anförnum árum verið boð- ið upp á austurlenskan mat. Á miða í glugga segir: „Thai Santi hefur hætt rekstri.“ -mm Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverk- smiðju á Grundartanga. Tímaáætlun mun því breytast en vinna við verk- smiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs,“ segir Davíð Stefánsson talsmaður Silicor Materials. Ástæður þessarar ákvörðunar eru nokkrar, að sögn Davíðs, en sú helsta eru tafir á fjármögnun annars áfanga verkefnis- ins. „Miklar kostnaðarhækkanir á Ís- landi hafa einnig haft áhrif. Einvörð- ungu hluti þeirrar fjármögnunar sem búið var að tryggja, m.a. frá innlend- um aðilum, hefur verið nýttur. Áfram verður unnið að framgangi verkefn- isins á Íslandi og aðrar leiðir kann- aðir til hlítar.“ Umhverfisvæn framleiðsla Undanfarin misseri hefur Silicor Materials undirbúið byggingu sólar- kísilvers á Grundartanga. Til stóð í upphafi að framkvæmdir gætu haf- ist á síðasta ári en ýmsir samverkandi þættir hafa tafið það. Sólarkísilverið á að byggja á framleiðsluferli sem fyrir- tækið hefur þróað síðan 2006 og hef- ur einkaleyfi fyrir. Framleiða á sólar- kísil með ódýrari og umhverfisvænni aðferð en þekkst hefur sem jafnframt útheimtir minni orku en hefðbundn- ar aðferðir. Sólarkísill er notaður í sólarhlöð til að virkja sólarorku sem aftur stuðlar að sjálfbærri þróun. Endurskoða áætlanir „Með því að hægja á undirbúningi verkefnisins er markmið Silicor Ma- terials að skapa svigrúm til þess að endurskipuleggja starfsemi fyrirtæk- Tafir á fjármögnun fresta byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Lóð Silicor Materials á Grundartanga mun því áfram verða ósnert um tíma. Úthlutað land fyrirtækisins er markað með gulu. Davíð Stefánsson talsmaður Silicor Materials á Íslandi. Terry Jester formaður stjórnar SM segir það vonbrigði að hægja hafi þurft á undirbúningi verkefnisins. Eldur kom upp í sumarhúsi í landi Dagverðarness í Skorradal um klukkan 19 síðastliðið fimmtudagskvöld. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Borgarbyggðar var kallað á vettvang. Fyrstir á stað- inn náðu slökkviliðsmenn frá Hvann- eyri en skömmu síðar kom viðbótar- mannskapur og búnaður úr Borgar- nesi og Reykholti. Hluti slökkviliðs- manna voru þá staddir í öðru útkalli vegna umferðarslyss á Holtavörðu- heiði. Húsið var mannlaust en alelda þegar slökkvistarf hófst. Lögð var áhersla á að verja gróður og nærliggj- andi hús og meðal annars tókst að koma í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í lítinn geymsluskúr á lóðinni þar sem gaskútar voru. Húsið, sem stóð á lóð númer 24 í landi Dagverð- arness er niður undir Skorradalsvatni. Það er gjörónýtt. Talið er víst að eld- urinn hafi kviknað út frá rafkyntum heitum potti. mm Sumarhús varð eldi að bráð Eldhafið var mikið. Ljósm. Pétur Davíðsson. Svona leit þetta út þegar fyrsta fólk kom að húsinu. Ljósm. Tryggvi Valur Sæmundsson. Að afloknu slökkvistarfi var ljóst að húsið er gjörónýtt. Ljósm. Einar Stein- þór Traustason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.