Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201756 Jón Guðmundsson garðyrkjumað- ur fékk á síðasta ári leigt land undir starfsemi gróðrarstöðvar við Mið- vogslæk, skammt utan Akraness. Hann hefur fram til þessa rækt- að plöntur, grænmeti og ávexti á ýmsum stöðum, m.a. í garðinum fyrir utan heimili sitt við Vestur- götu. Þar hefur hann ræktað garð- inn sinn undanfarin 17 ár, eða allt frá því hann og Katrín Snjólaugs- dóttir kona hans keyptu húsið árið 2000. Hefur hann til að mynda náð eftirtektarverðum árangri í eplarækt og er að prófa sig áfram með bæði plómu-, kirsuberja- og peruræktun. En um þessar mund- ir er allt að verða klárt fyrir rækt- un við Miðvogslæk. Jón hyggst sá græðlingunum og planta útsæðinu á næstu dögum og fær fyrstu upp- skeruna í sumar og haust. Skessu- horn hitti Jón garðyrkjumann að máli og ræddi við hann um garð- yrkjuna og síðan um pönkið, en Jón hefur verið pönkari frá því hann var unglingur. Kemur á dag- inn að garðyrkjan og pönkið eru kannski ekki ýkja frábrugðin þegar öllu er á botninn hvolft. Viðbót við það sem fyrir er „Starfsemin á nýja staðnum er út- víkkun á ræktuninni sem ég hef hingað til haft í garðinum heima við. Þar verður ræktað grænmeti og plöntur í sölu, bæði ávaxtatré og ýmislegt fleira í meira magni en áður, til að hafa aðeins meiri tekjur af djobbinu,“ segir Jón en bætir því við að þar hyggist hann einn- ig halda áfram að prófa sig áfram með hvers kyns ávaxtatré og ým- islegt fleira. „Þarna verður ræktað bæði þetta venjulega og óvenju- lega. Þarna verða kartöflur og hvítkál, þetta klassíska sem mað- ur veit að lifir og fólk kaupir, en líka eplatré til dæmis sem maður veit ekki hvernig uppskeru mað- ur fær af,“ segir hann. „Ég er ekki svo mikill gamblari að ég gambli með allt saman. Maður verður að gera það sem maður þekkir og veit að virkar og gefur nokkuð öruggar tekjur. Maður getur ekki sett allt í einhvern fíflagang og tilrauna- starfsemi,“ segir hann og brosir. Þær tilraunir sem Jón hefur gert heima við hingað til hafa þó gefið ágæta raun. Hann er orðinn nokk- uð þekktur fyrir eplarækt sína sem hefur gengið vel. „Hún hefur virk- að mjög vel hérna heima. En síðan er spurning hvað er hægt að gera annars staðar og með öðrum að- ferðum,“ segir hann. „Uppskeran af eplum hefur í raun alltaf verið nokkuð góð og í góðu árferði hef- ur náðst mjög góður þroski. En öll meðalár hafa flest tré gefið mjög viðunandi uppskeru, bæði hvað varðar gæði og magn.“ Gott rætkarland Landið sem Jón leigir er um þrír hektarar að stærð, en hann mun þó ekki geta nýtt það allt und- ir jarðrækt fyrst um sinn. Nokk- ur stór hluti þess er í órækt. „Ég þorði nú ekki annað en að leigja eins stórt og ég hafði kost á. Ef ég verð búinn að nýta allt landið sem hægt er að rækta á núna eft- ir kannski fimm ár þá er auðvelt að stækka með því að vinna það sem nú er í órækt. Það væri alveg ómögulegt að þurfa að finna land einhvers staðar fjarri þessu til að stækka við ræktunina, alveg von- laust,“ segir hann. Jón segir ræktarlandið gott, þar sé nokkuð skjólsælt en mestu skipti hve góður jarðvegurinn er. „Það er alveg feiknagóður jarð- vegur hérna, alveg hreint ótrúlega góður. Hann er frjósamur, nær- ingarríkur og mikið líf í honum, hér er allt iðandi af maðki,“ seg- ir hann og fræðir blaðamann um að mikill maðkur gefi vísbendingu um næringarríkan jarðveg sem sé góður til ræktunar. „Hér hafa hestar fengið að vera á beit síðustu 15 árin og auðvitað skilið eftir sig úrgang, sem er auðvitað mjög gott fyrir moldina,“ segir hann. Moldarfjall blasir við þar sem eitt sinn var moldarvinnsla fyrir Akurnesinga. Það svæði var skil- ið eftir sem hálfgert fen en upp á síðkastið hefur verið verið flutt- ur þangað jarðvegur úr grunn- um sem nýlega hafa verið teknir á Akranesi. „Þetta er mýrarjarðveg- ur. Þegar hann fær að þorna, anda aðeins og taka sig smá þá verður hann mjög góður til ræktunar. Það á bara eftir að smyrja úr honum fyrir þetta stykki til að jafna hæð- ina svo ekki safnist þar vatn. Þá verður komið prýðisgott ræktar- land,“ segir Jón. Tvö gróðurhús Tvö stykki sem þegar eru tilbú- in til ræktunar og á planinu sem Jón hefur látið útbúa ætlar hann að reisa tvö gróðurhús. „Stefnan er að vera hér með tvö gróðurhús, sem verða nálægt því 90 fermetrar hvort. Það telst bara nokkuð stórt. Við hliðina á þeim verður starfs- mannaaðstaða með kaffistofu og salernum,“ segir hann. Jón lítur yfir ræktarsvæðið og við göngum af stað í átt að Akra- fjallinu. Garðyrkjumaðurinn hefur varið þeim tíma sem hann getur á svæðinu undanfarnar vikur. „Hér hef ég verið að vinna milli klukk- an 10 og 12 á kvöldin undanfarið, þegar ég kem heim úr verktaka- vinnunni sem gefur manni tekj- urnar. Maður kíkir klukkutíma og klukkutíma á dag til að reyna að mjaka þessu áfram,“ segir hann. Hefðbundin ræktun og tilraunir Jarðvinnu er nýlega lokið á stykk- inu sem fyrst er komið að. Þar hyggst Jón setja niður rófur og fleira. „Ég ætla að koma græn- metinu hér niður í næstu viku. Það verður allt að vera komið nið- ur fyrstu tíu dagana í júní eða svo til að uppskeran fáist tímanlega í haust,“ sagði Jón þegar rætt var við hann í síðustu viku. Næst er gengið framhjá mið- reitnum. Þar ætlar Jón að rækta grænmeti annars vegar og tré í sölu hins vegar. „Hér set ég niður trjáplöntur í helminginn og græn- meti í helminginn. Það geri ég til að geta róterað á milli. Næst set ég trén þar sem grænmetið var og öfugt. Það er gert til að halda jarð- veginum heilbrigðum, ef lengi er ræktað til dæmis kál á sama stað þá geta komið upp sjúkdómar. Þess vegna er tegundunum víxlað,“ segir hann. „Þetta er eiginlega aðal stykkið. Hér er gott skjólbelti og möguleikarnir garga á mann.“ Eplatrén verða síðan á þriðja stykkinu ræktuð með svipuðum hætti og í garðinum á Vesturgöt- unni; nokkrar tegundir af epla- trjám en einnig afgirtur reitur fyr- ir tilraunir. „Hérna sé ég fyrir mér smá tilraunastarfsemi með blöndu af ávaxtatrjám, berjarunnum og grænmeti. Þetta verður tilrauna- stykkið. Hinir staðirnir eiga að gefa nokkuð stöðugar tekjur, sem ég get síðan eytt hér í tilrauna- starfsemi,“ segir hann og hlær við. „En ég vonast auðvitað til að fá pening út úr tilraunaræktuninni, en það er bara meira gambúl. Ég veit að hvítkál, kartöflur og rófur seljast alltaf, en það er meiri óvissa sem fylgir hinu,“ segir hann. Hluti verður lífrænn Jón ætlar að hafa hluta ræktun- arinnar lífrænan og hefur samið við Karen Jónsdóttur, sem oftast er kölluð Kaja, um sölu á lífræn- um afurðum frá stöðinni. Hægt verður að fá lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti frá Jóni í verslun- um Matarbúrs Kaju á Akranesi og í Reykjavík. „Ég tek ákveðna reiti frá fyrir lífræna ræktun strax í upphafi en hitt eftir hægindum. Ég verð að taka þetta í áföngum yfir í lífrænt, óræktin er svo mik- il hérna,“ segir hann en kveðst stefna að aukinni lífrænni rækt- un eftir fremsta megni. „Því meira lífrænt, því betra og helst allt,“ segir hann. „Ég treysti mér ekki alveg í að fara með megnið í líf- rænt svona kviss bæng, en það er allavega stefnan og verður hæg- ara um vik að gera það þegar búið verður að vinna á óræktinni,“ seg- ir Jón. Vökvar og bíður „Þegar allt er komið í gagnið er meiningin sú að hér verði all- nokkur starfsemi, mest auðvi- tað á sumrin. Ég veit ekki hvort einhvern tímann verður heils- árs starfsemi, að svo stöddu sé ég það ekki fyrir mér. Ég ætla þó að hafa yl í öðru gróðurhúsinu svo að jarðvegurinn haldist frostlaus og hægt verði að vera með einhverja ræktun. En hér er ekki meining- in að vera með einhverja tómata- verksmiðju og heilsárs starfsemi er ekki í pípunum ennþá, kannski aldrei,“ segir hann. „Upp á frekari ræktun þarf maður fyrst að sjá hvernig gengur að selja, hvað kemur í kassann og hvað maður kemst yfir. Þetta snýst allt um tíma og peninga,“ segir Jón en kveðst bjartsýnn á upphaf- ið. „Þetta lítur vel út og ræktunar- svæðið er gott. Ég set niður í þess- ari viku og næstu, svona 90 pró- sent af öllum gróðrinum. Síðan er bara að vökva og bíða,“ segir hann og brosir. Hann á von á fyrstu sal- atblöðunum seinni partinn í júní í fyrsta lagi, en aðal uppskeran verður síðsumars og í haust. Jón Guðmundsson, garðyrkjumaður og pönkari, hefur ræktun við Miðvogslæk Bæði hefðbundin grænmetisræktun og tilraunastarfsemi Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og pönkari. Eplatrén við vegginn í garðinum á Vesturgötunni. Með því að láta trén vaxa á ská hægist á vexti plantnanna og þær bera oftar ávöxt, auk þess sem plássið í garðinum nýtist betur. Græðlingar í gróðurhúsinu sem bíða þess að verða settir niður á nýja ræktunar- staðnum við Miðvogslæk, rétt utan Akraness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.