Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201746 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Hann byrjaði þrettán ára á sjó og stendur nú á sextugu þannig að árin á sjónum eru orðin 47 og sjó- mennskunni er hvergi nærri lok- ið. „Bátarnir í okkar eigu eru þrír núna sem kemur nú bara út af því að sala eins þeirra gekk til baka og þá var búið að fjárfesta í öðr- um,“ segir Jóhannes Jóhannesson, eða Dúddi eins og hann er jafn- an kallaður, þegar blaðamaður sest niður með honum og konu hans Björgu Guðlaugsdóttur, sem jafn- an er kölluð Bjögga, í eldhúsinu á heimili þeirra við Grundarbraut í Ólafsvík. Saman standa þau hjónin í útgerð. Pabbi Bjargar var á sínum tíma stórútgerðarmaður í Ólafsvík og rak útgerðarfyrirtækið Enni hf, ásamt sonum sínum, sem gerði út bátana Auðbjörgu og Auðbjörgu II. Þau hjónin eiga þrjár uppkomnar dætur, Dagný f. 1976, Geirlaug f. 1981 og Silja f. 1984. Einnig eign- uðust þau hjónin son árið 1986 en hann lést við fæðingu. Dæturnar hafa allar eitthvað komið nálægt sjávarútveginum, unnu allar í fisk- vinnslu í mörg ár. Geirlaug var til sjós í nokkur ár bæði á varðskipi og á Norrænu og Silja reri með Dúdda á Ingibjörgu SH. Dagur Ævarr, sonur Dagnýjar, sem er elsta barna- barn þeirra hjóna rær nú með afa sínum. Þau hjónin eiga einnig þrjár ömmu og afastelpur sem eflaust munu koma að útgerðinni seinna meir. Þær heita Sara Björg, Ólöf Margrét og Jóhanna Rakel „Þetta er í blóðinu,“ segir Bjögga sem sjálf hefur verið iðin við að stunda sjóst- angveiði, hefur keppt á mörgum mótum og oft unnið til verðlauna. Í landi heldur Dúddi sig hins veg- ar við lax- og silungsveiðar og kann vel við sig á bökkum ánna. Stakk af inn í Hólm með skólatöskuna „Ég byrjaði á Sæborgu á snurvoð þrettán ára með pabba mínum Jóa á Nesi og síðan hef ég verið á sjó eða við beitningu og aldrei unnið klukktíma í tímavinnu í landi. Ég hætti í skóla árið sem ég fermdist, kláraði ekki einu sinni unglinga- prófið og réði mig á bát með mági mínum, skelbát sem reri frá Stykk- ishólmi. Ég stakk bara af til að fara á þann bát, tók skólatöskuna eld- snemma um morgunin en í stað þess að fara í skólann tók ég rút- una inn í Hólm og mamma vissi ekki betur en að ég hefði bara farið í skólann. Svo var farið að leita að mér um kvöldið en elsta systir mín hafði nú grun um að ég hefði farið þarna inn eftir. Báturinn hét Ólaf- ur og skipstjórinn var Úlfar Krist- jánsson mágur minn sem síðar fórst með Bervíkinni. Ég var með honum í nokkur ár á dragnót og línu. Við vorum hjá útgerð hérna sem Hörð- ur Sigurvinsson átti. Hann átti fjóra báta hér sá karl, það voru Ólaf- ur, Bervík, Sigurvin og Sæhrímnir. Okkur var svo bara hent á milli báta eins og hentaði hverju sinni. Við Úlfar fylgdumst að á sjónum þar til hann fékk Bervíkina, sem hann síð- an fórst með árið 1985.“ Arfurinn Dúddi fór svo yfir á Jökul SH sem var í eigu Ennis hf. Skipstjóri á Jökli var Steinþór mágur hans og þar gerðist Dúddi stýrimaður með undanþágu en þegar hann gerð- ist stýrimaður á Fróða þurfti hann að fara í pungaprófið og tók það. „Ég tók það hér í Ólafsvík. Þetta voru einhverjir fjórir dagar sem það tók.“ Á Fróða var hann stýri- maður í eitt ár en tók þá bát sjálf- ur sem skipstjóri. „Sá bátur var 75 tonn og hét Greipur en ég var með hann í tvö ár héðan frá Ólafs- vík. Svo tók ég við 105 tonna báti sem hét Jón Halldórsson. Eftir það kaupum við Gulltoppinn sem var 20 tonna bátur. Það gekk hálf brös- uglega á svona litlum báti á dragnót og í einni vestanáttinni gekk mjög illa að draga dragnótina. Við vor- um tveir á svona tuttugu tonna bát- um og næturnar voru einfaldlega of þungar ef eitthvað var að veðri. Svo gafst ég bara upp á þessu og þegar ég kom í land stóð tengda- pabbi á bryggjunni og spurði hvers vegna ég væri kominn í landi. Ég sagði honum, sem var, að nót- in væri alltof þung fyrir bátinn og þetta þýddi ekkert. Þá segist hann eiga nót inni í skúr og við skyldum kíkja á hana um kvöldið. Við fór- um svo í skúrinn og þar uppi á lofti var splunkuný nót. Hún var nú ekki stærri en svo að við gátum skelt henni í skottið á Citroninum hans og þannig fórum við með hana nið- ur á bryggju og um borð fór hún. Svo var ég með þessa nót í nokkra daga og gekk vel. Einn daginn kom svo Óttar mágur minn á bryggjuna, horfði aftur í skut á bátnum og spyr mig hver eigi þessa nót. Ég sagð- ist eiga hana. „Nei, þetta er nótin mín,“ sagði hann þá og snaraðist til pabba síns og spurði hvort hann væri búinn að láta mig fá nótina. Karlinn sagðist hafa haldið að þetta væri ónýtt og ætlað að henda þessu því þetta hefði verið búið að liggja svo lengi í skúrnum en ég hefði vilj- að hirða þetta. Eftir þetta var þessi nót kölluð „Arfurinn.“ Ég var sagð- ur hafa tekið út arfinn þarna.“ Netin redduðu vorinu Dúddi segir tengdapabba sinn allt- af hafa fylgst vel með hjá sér og hafa verið tilbúinn að hjálpa. „Einu sinni vantaði mig skvertóg sem kölluð voru fyrir dragnótina og fór til hans upp í skúr þar sem hann var oftast. „Þið róið dag eftir dag og landið aldrei neinu,“ sagði hann þá við mig og ég svaraði á móti að þetta gengi ekki nógu vel og mig vantaði skvertóg. Þetta var um mánaðamót apríl og maí og hann spyr mig strax af hverju við færum ekki á net. Ég svaraði því til að ég ætti engin felld net og hefði eng- an búnað á netaveiðar. „Ég er með fullan skúr af þessu,“ sagði hann þá. Ég fór svo með fullan vörubíl af netum, færum baujum, steinum, kúlum og drekum niður á bryggju þar sem strákarnir biðu bara um borð eftir þessum skvertógum. Ég sagði þeim að taka þetta um borð og steina niður, við værum að fara á net. Karlinn ýtti mér út í þetta og þessi netaveiði reddaði vorinu.“ Lentu í mokfiskiríi við Malarrif „Árið 1979 keyptum við Bjögga 4-5 tonna trillu af Jónu frænku minni í Skjaldartröð en Reynir heitinn maðurinn hennar og Örn Hjör- leifsson tengdasonur þeirra höfðu látið smíða tvær svona trillur. Þetta var hörkugóð trilla og við áttum hana í ein tvö ár. Þetta var auðvitað allt upp á einfaldasta máta og nán- ast ekkert í þessu nema kompás og einhver bílatalstöð, enginn gúmmí- bátur eða neitt. Einu sinni í norð- austan brælu hérna fórum við suð- ur fyrir Nesið að Malarrifi og það var strákgutti með mér. Við lentum í mokfiskiríi og fylltum nánast trill- una. Þá tók við að komast í land og þegar við komum norður fyrir var snarvitlaust veður svo ég talaði við einn sem var nálægt okkur og bað hann að hafa samband við Arnar- stapa og athuga hvort þar væri hægt að taka af okkur fiskinn en þeir gátu ekki tekið við þessu það var svodd- an mokfiskirí hjá öllum. Við urð- um því að berjast inn með norðan- verðu Nesinu í þessu snarvitlausa veðri með bátinn kjaftfullan. Það tók fleiri klukkutíma að komast inn og þá vorum við svo seint á ferðinni að við fengum ekki löndun. Þegar þetta var þá var tengdapabbi nýbú- inn að kaupa sér Citroen bíl sem hann var ofboðslega ánægður með og hann hafði farið á nýjum bílnum hér út með til að leita að okkur. Fór að Bervíkinni og þræddi alla þessa staði því hann hafði grun um að við hefðum farið suður fyrir. Fyrsta sem ég sé þegar ég kem upp á bryggju eru karlinn og Bjögga, nýi bíllinn í gangi og hljóðkútslaus. Ég spurði hann hvað hefði gerst, nýi, fíni bíll- inn orðinn hjóðkútslaus. Karlinn brást hinn versti við og taldi það greinilega mér að kenna. „Hvern djöfulan varstu að þvælast út fíflið þitt í svona vondu veðri og þú ert örugglega búinn að slá úr bátnum því mér sýnist hann vera að sökkva hérna í höfninni.“ Ég sagði að það væri ekki, báturinn væri bara full- ur af fiski og þess vegna svona sig- inn. Þá spurði hann hvers vegna ég færi ekki að landa og ég sagði hon- um að búið væri að loka. „Ég redda því,“ sagði hann og hljóðið orðið allt annað í honum. Síðan fór hann upp í frystihús, kallaði út liðið til að landa. Kom svo á bryggjunna aft- ur og kallaði á mig. „Drífið ykkur að þessu og komið ykkur út aftur meðan fiskurinn er.“ Svona breytt- ist hljóðið í honum og nú var allt í lagi að róa í vitlausu veðri fyrst nóg var af fiski.“ Karlinn hótaði að taka allt sitt úr sparisjóðnum „Þessi trilla kostaði hálfa milljón þegar við keyptum hana og það var talsvert mikill peningur sem við átt- um ekki og því ætluðum við að taka lán,“ segir Bjögga og heldur áfram „Við fórum því niður í sparisjóð og Stakk af á sjóinn í stað þess að mæta í skólann Rætt við hjónin Jóhannes Jóhannesson og Björgu Guðlaugsdóttur í Ólafsvík Dúddi á strandveiðunum. Ljósm. af. Fjölskyldan. Jóhannes og Björg með dætrum sínum þremur. Björg við löndun. Ljósm. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.