Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201734 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Það eru ekki margir sem hafa kraft, þor og hugrekki til að breyta algjör- lega um stefnu í lífinu eftir mörg ár í sama starfi. Það gerði þó Rakel Jó- hannsdóttir, sem áður starfaði sem skrifstofustjóri hjá knattspyrnufélagi ÍA á Akranesi. „Ég var orðin svo þreytt þarna. En þetta var skemmti- leg vinna,“ segir Rakel, sem bjó á Akranesi í tíu ár. Hún þurfti ekki að bíða lengi eftir því að ný og spenn- andi tækifæri bönkuðu upp á hjá henni. Aðeins viku eftir að hún hætti í vinnu hjá ÍA hringdi annar bróðir hennar í hana og tjáir henni að það vanti kokk í leiðangur fyrir Hafrann- sóknastofnun, hvort hún sé ekki til í starfið? „Ég skellti mér bara í það með viku fyrirvara, að kokka ofan í tólf manns. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rakel og hlær og bætir við að hún hafi litla reynslu af svona vinnu og á þessum tímapunkti hafði hún aldrei farið út á sjó nema með pabba sínum þegar hún var stelpa. Hún lét sér þó ekki nægja að elda eingöngu. „Ég þreif allt skipið á meðan á öllu þessu stóð og hljóp út á dekk líka og hjálpaði við vinnslu þar. Þetta voru 14-16 tíma vinnudagar,“ segir Rakel og hlær. Það má eigin- lega segja að þannig hafi ferill henn- ar á sjónum byrjað, og þrátt fyrir að vera nokkuð stuttur enn sem komið er, þá hljómar hún þannig að hann gæti orðið lengri. Beint í pungaprófið Eftir að hafa verið á sjónum þar til síðastliðið haust sótti Rakel um vinnu í Reykjavík og réð sig til starfa á end- urskoðunarskrifstofu, enda alla sína tíð unnið skrifstofustörf meðfram nuddstarfinu. Stuttu eftir að hún réð sig þangað býður annar bróðir henn- ar henni að kaupa af honum trillu. Rakel var ekki lengi að slá til og skráði sig í beinu framhaldi í punga- prófið og tók ákvörðun um að fara á sjóinn. „Svona gerast hlutirnir hjá mér. Ég er yfirleitt fljót til og stekk á hlutina og bara geri,“ segir Rakel og brosir. Lærir alltaf eitthvað nýtt Rakel hefur enga reynslu af sigling- um eða veiðum. Hún lærir eitthvað nýtt í hverri ferð á trillunni, sem hún gerir út frá Hólmavík. „Bróðir minn seldi mér þessa litlu trillu með öll- um leyfum og haffærum og ég þurfti ekki að gera annað en taka þetta próf og bara byrja.“ Hún segir að það sé mikið sem þurfi að læra þegar far- ið er í þetta og er minnisstæð fyrsta aðkoma hennar að bryggju, þá undir leiðsögn bróður síns. „Ég sem sagt lagði að bryggju, drap á bátnum og hljóp í felur,“ segir Rakel og skelli- hlær. Kyrrð og ró á firði í blanka logni Endurskoðandaskrifstofan sem hún var nýráðin til í desember var treg til að sleppa af henni hendinni svo Rakel hefur hlutastarf þar ennþá og vinnur eina og eina viku í Reykja- vík á milli þess sem hún fer á strand- veiðar frá Hólmavík. Hún segir að hana hlakki alltaf til að komast út á sjó aftur. Sjómennskan sé allt ann- að líf en hún hefur lifað hingað til. „Maður þarf ekkert mikið að hugsa. Í þeim vinnum sem maður hef- ur verið í þá hefur ég þurft að vera mikið þenkjandi og spá og spekúlera mikið. Hafa allt tilbúið fyrir alla. En þarna er maður bara einn með sjálf- um sér,“ segir Rakel og fær nánast fjarrænt blik í augun. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Þetta er bara svo fallegt. Það er æðislegt að sitja úti á firði í blanka logni og horfa á hvalina í kringum sig og heyra ekk- ert nema suðið í rúllunum.“ Cavalier-hundur úti á sjó Eins og við er að búast hefur þetta uppátæki Rakelar vakið talsverða athygli. Viðbögð þeirra sem næst henni standa eru mjög jákvæð. „Já, ekkert nema jákvæð. Svolítið undr- andi kannski.“ Hún er í hópi fárra kvenna sem tekið hafa pungaprófið og þar að auki rétt rúmlega fimm- tug. Til dæmis voru þær tvær sem þreyttu pungaprófið í febrúar, af tuttugu þátttakendum. Eins og áður sagði rær Rakel frá Hólmavík og aðspurð um hvað það sé sem heilli mest við sjómennskuna segir hún að kyrrðin sé það besta. „Þetta er kyrrð. Þetta er fegurð og þetta er auðvitað svolítið erfitt. Maður lærir á sinn eigin styrk,“ seg- ir Rakel sem oftast rær ein. Stundum slæðist þó einhver nákominn ættingi með, eins og sonur eða maðurinn hennar. Oftast fær cavalier hundur- inn hennar, Kolur, að fylgja með í túrana. Sleppir keppni og metingi „Ég fer ekki út ef veður er vont,“ seg- ir Rakel og bætir við að hún ætli að reyna strandveiðarnar í einhvern tíma. Metingur og keppni er ekki til í hennar huga. „Ég ætla bara að njóta. Ég er svo heppin að hafa aðra vinnu ef allt þrýtur.“ Tilfinningarn- ar sem hún bindur við sjómennsk- una sé erfiði en ótrúleg kyrrð og ró. „Það hefur ekkert komið fyrir, nema hvalirnir. Þeir hafa farið ansi nálægt mér. Það hefur aðeins hrísl- ast um mig. Þetta eru svoddan of- boðsskepnur að það hefur farið að- eins um mig,“ segir Rakel. Hún læt- ur það þó lítið á sig fá enn sem kom- ið er. „Ef þetta gengur ekki upp þá gengur það ekki upp - og þá á ég trillu til skemmtisiglinga. Ég vona samt að ég nái að þéna nóg af þessu til að eiga upp í kaupverðið á bátn- um,“ segir Rakel og hlær. klj „Maður lærir á sinn eigin styrk“ Rakel Jóhannsdóttir var áður nuddari og bókari en er nú komin á sjóinn Rakel Jóhannsdóttir er menntaður nuddari en hefur nú tekið pungaprófið og stundar strandveiðar. Cavalier hundurinn Kolur fylgir húsfreyju sinni á sjóinn. Hvalir synda iðulega í kringum bátinn, stundum aðeins of nálægt að mati Rakelar. Kyrrð og ró á firðinum í sólskini. Það er það sem Rakel kann best að meta við sjómennskuna. Trillan sem hún keypti af bróður sínum og gerir út frá Hólmavík. Rakel segir að hún læri eitthvað nýtt í hverri ferð á trillunni. Góður afli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.