Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 1
Með Skessuhorni í dag fylgir 36 síðna blað helgað sjó- mannadeginum næstkom- andi sunnudag. Í blaðinu er m.a. rætt við sjómenn víðsvegar um landshlutann, ýmist í stuttu bryggjuspjalli eða lengri viðtölum. Sagt er frá sagnfræðilegu verkefni um sjókonur fyrri alda, rætt við sjómannskonur og fleiri sem tengjast greininni. Þá er rætt við konur sem stóðu vaktina við vinnslu hrogna á síðustu vertíð og fjölmargt fleira. Blaðið er auk hefð- bundinnar dreifingar sent á öll heimili og fyrirtæki á Snæfellsnesi. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 20. árg. 7. júní 2017 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Írskir dagar verða á Akranesi 29. júní – 2. júlí Veiði hófst í Norðurá í Borgarfirði á laugardaginn og þar með laxveiðisumarið hér á landi. Í fyrrsumar voru stórsöngvarar sem hófu veiðina í Norðurá en nú var komið að knattspyrnuköppum, og þeim ekki af lakara taginu. „Gylfi Þór Sigurðsson var að landa sínum öðrum laxi rétt áðan. Báðir flottar fiskar, en þessi síðari var 92 sentimetr- ar,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár sem er hér á myndinni ásamt Gylfa Þór sem veiddi fyrsta fisk sumarsins. „Það hafa sloppið nokkrir laxar af og mikið líf og fjör verið hér við ána,“ sagði Einar þegar rætt var við hann síðdegis á laugardaginn. Fyrstu þrjá veiðidagana komu 33 laxar á land úr ánni. „Þetta er meiriháttar gaman, bara verst þegar laxinn sleppur, en ég náði öðrum strax á eftir,“ sagði Gylfi Þór. Hann var að vonum sigurreifur. Kjöraðstæður voru til veiða um helgina og greinilega komið töluvert af fiski í ána. Í Brennunni, vatnamótum Hvítár og Þverár, veiddist auk þess þennan sama morgun boltafiskur sem reyndist 104 sm langur. Það var sjálfur eigandinn, Magnús Magnússon bóndi á Hamraendum, sem setti í þann stóra. mm/ Ljósm. gb. Bjarni Kristinn Þor- steinsson slökkvi- liðsstjóri í Borgar- nesi segir nær fullvíst að eldur sem kom upp í sumarbústað í landi Dagverðarness í Skorradal síðastliðið fimmtudagskvöld hafi átt upptök sín í rafkyntum heit- um potti sem staðsettur var á sól- palli við húsið. Enginn var í hús- inu þegar eldurinn kom upp en húsið er gjörónýtt. Bjarni seg- ir að þetta sé í þriðja skipti á inn- an við einu ári sem pottar af þessu tagi valda bruna eða eru nærri því. Öll tilfellin hafa verið í Skorra- dal. Skömmu fyrir jól var slökkvi- lið kallað að húsi neðar í daln- um þar sem kviknað hafði í bún- aði sem tengist rafmagnspotti. Ekki varð mikið tjón í því tilfelli enda húsráðend- ur heima og gátu kallað til aðstoð. Í þriðja tilfellinu segist Bjarni hafa heyrt af fólki sem einnig hafi verið heima þeg- ar rjúka fór úr mótor eða búnaði í rafmagnspotti og því stutt í sjálfs- íkveikju. Bjarni hvetur fólk til að láta ekki lifa á rafkyntum heitum pottum þegar enginn er á staðn- um eða á nóttunni. Í dælubúnaði þeirra geti legur eða annar bún- aður bilað og það leitt til íkveikju, eins og þessi þrjú dæmi úr Skorra- dal sanna. mm Þrjá sjálfsíkveikjur í rafmagnspottum Sjómannadagsblað fylgir Skessuhorni í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.