Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 1

Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 20. árg. 5. júlí 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils 40% afsláttur á útsöluvörum ÚTSALA Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin Náttúran og mannlífið skartaði sínu fegursta á Hvanneyri í síðustu viku þegar þessi mynd var tekin. Þennan dag var Pétur Jónsson smiður að ljúka með formlegum hætti við uppgerð á Willys jeppa árgerð 1946 sem hann keypti á síðasta ári. Í gegnum skoðun fór bíllinn án athugasemda en það hefur bíll þessi reyndar gert alla tíð. Fyrstu sjötíu árin var bíllinn í eigu Andrésar Kjerúlf frá Akri í Reykholtsdal en eftir andlát hans í eigu dánarbúsins. Bíllinn verður sýndur almenningi á Hvanneyrarhátíð næst- komandi laugardag. Um sögu bílsins M-231 má lesa í Skessuhorni í dag. Ljósm. mm. Hestamenn héldu fimm daga Fjórð- ungsmót Vesturlands í liðinni viku í Borgarnesi. Mótið var nú í fyrsta skipti haldið á félagssvæði Skugga við Vindás. Óhætt er að segja að mikil og almenn ánægja hafi ver- ið með hvernig til tókst með mót- ið og er keppnissvæðið í Borgar- nesi og umgjörðin öll sögð til fyr- irmyndar. Þeirri ánægju lýstu jafnt gestir, keppendur sem og móts- haldarar sem Skessuhorn ræddi við í mótslok. Þá var hestakosturinn á mótinu mjög góður, bæði á kyn- bóta- sem og keppnisvellinum. Á meðfylgjandi mynd er glæsihryss- an Arna frá Skipaskaga og Sigurð- ur Sigurðarson, en þau báru sigur úr býtum í B flokki. Öll helstu úr- slit mótsins og myndir er að finna í umfjöllun Iðunnar Silju Svansdótt- ur á bls. 16-18. Þessi sællegi refur varð nýverið á vegi blaðamanns á ferð um Þjóð- garðinn Snæfellsjökul. Venjulega eru refir lítið fyrir að spóka sig í ná- vist fólks, en þessum var alveg sama þótt bíl væri lagt í vegarkanti við hlið hans, rúðan skrúfuð niður og myndir teknar í gríð og erg. Lík- lega er hann meðvitaður um að bú- seta hans er öruggari en gerist og gengur í þjóðgarði þar sem hann er með öllu friðaður. Skömmu eft- ir að myndin var tekin rölti rebbi í rólegheitunum út í hraun og tók að hnusa þar, vafalítið í leit að hreiðri smáfugla eða öðru æti. Tilgangur friðlýsingar, líkt og gildir í Þjóðgarðinum Snæfells- jökli, er að vernda náttúruna á þann hátt að fólki gefist kostur á að njóta hennar eins og hún er. „Með frið- un er tekið frá land fyrir eðlilega framvindu náttúrunnar, útivist og upplifun manna á náttúrunni. Auk- in þekking og skilningur almenn- ings og virk þátttaka í náttúruvernd eru grundvallaratriði til að ná fram þessum markmiðum,“ segir á vef Þjóðgarðsins sem hvetur fólk til að skilja ekkert eftir og taka aðeins myndir og minningar. mm Þjóðgarðsrefur hræðist ekki tvífætta Vel heppnað Fjórðungsmót

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.