Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Qupperneq 6

Skessuhorn - 05.07.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 20176 Nefnd um end- urskoðun bóta- kerfa LANDIÐ: Þorsteinn Víg- lundsson, félags- og jafnrétt- ismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barna- lífeyris og húsnæðibóta. í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkis- stjórnarinnar að fjárhagsleg- um stuðningi verði beint í rík- ara mæli að lægri tekjuhóp- um, óháð uppruna tekna, og eigi það jafnt við um barna- bætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og ann- an stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áður- nefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir at- vikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raun- verulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Nefndinni er m.a. ætlað að greina hvar fá- tæktargildrur myndast. -mm Breytingar hjá BúVest VESTURLAND: Guðmund- ur Sigurðsson lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri Búnaðarsam- taka Vestur- lands um síð- ustu mán- aðamót. Við starfi hans hefur tekið Anton Torfi B e r g s s o n ráðunautur. Ingveldur H. Ingibergsdóttir verður áfram fjármálastjóri en Þórhildur Þor- steinsdóttir formaður stjórnar BV sér um starfsmannamál og fjármál ásamt Ingveldi. í frétt frá samtökunum segir að þetta fyrirkomulag í starfsmanna- málum verði a.m.k. til næstu áramóta. Þá hættir Guðmund- ur Hallgrímsson einnig klauf- skurði nú í haust og hefur Sig- urbjörn Magnússon á Minni- Borg í Eyja- og Miklaholts- hrppi verið ráðinn í hans stað. Guðmundur verður Sigurbirni til aðstoðar í haust. -mm Vinabæjamót að hefjast AKRANES: í þessari viku verður á Akranesi haldið vina- bæjamót Norræna félagsins og Akraneskaupstaðar. Til móts- ins mæta 68 gestir frá vinabæj- unum Bamble í Noregi, När- pes í Finnlandi, Västervik í Sví- þjóð og Tønder í Danmörku. Mótssetning verður á Bókasafni Akraness klukkan 18 í kvöld. Klukkan 9 á fimmtudagsmorg- un verður móttaka í Bíóhöll- inni en eftir hana farið í skoð- unarferð um bæinn. Um kvöld- ið verður svo kaffihússhitting- ur á Garðakaffi. Á föstudag er skoðunaferð áætluð um Borgar- fjörð og lokahóf að kvöldi laug- ardags. Mótinu lýkur svo með sameiginlegum morgunverði á sunnudagsmorgun. -mm Bæjarráð Akranesbæjar samþykkti á fundi sínum 29. júní breyting- ar á deiliskipulagi fyrsta og annars áfanga Skógarhverfis. Breytingarn- ar í fyrsta áfanga felast í hæð húsa sunnan Asparskóga. Þar verður að- allega gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymsla í stað þriggja hæða með bílageymslum. Hins vegar er skipulagssvæðið stækkað sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar byggð fjölbýlishúsa. Hærri hús verða á þremur lóðum. jafnframt eru gerð- ar breytingar á skilmálum, t.d. um íbúðafjölda. Hvað varðar annan áfanga Skóg- arhverfis felast breytingar skipu- lagsins í því að fjöldi bílastæða við fjölbýlishús verður miðaður við stærð íbúða. Lóðamörkum er breytt og byggingarreitir samein- aðir á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23. Raðhús og par- hús við Álfalund 2-26 (sléttar töl- ur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja. Að lokum er byggingarreit fjöl- býlishúss við Akralund 6 breytt, hann einfaldaður og skásettur m.v. aðliggjandi reiti. kgk Haldið var upp á 30 ára afmæli Reykhólahrepps með pompi og prakt í gær, þriðjudaginn 4. júlí. Var þess minnst að þennan sama dag árið 1987 voru sameinuð sveitarfélögin Geiradalshrepp- ur, Gufudalshreppur, Reykhóla- hreppur, Múlahreppur og Flat- eyjarhreppur. Til að fagna tíma- mótunum var boðið til hátíðar- dagskrár og grillveislu í Hvann- garðabrekku á Reykhólum. Ingibjörg Birna Erlingsdótt- ir sveitarstjóri setti athöfnina áður en sveitarstjórnin grillaði ofan í gesti. Karl Kristjánsson varaoddviti flutti ágrip af sögu hreppsins. Hann var kjörinn í fyrstu hreppsnefndina árið 1987 og situr í sveitarstjórn nú. Hefur hann átt sæti í hreppsnefnd í 14 ár af þeim 30 sem liðin eru frá stofnun hreppsins. Einnig var blásið til brekkusöngs og boð- ið upp á tónlistaratriði. Leik- skólabörn skemmtu gestum með söng og þrír aðfluttir sveitung- ar sögðu frá sínum fyrstu kynn- um af sveitinni, fólkinu og sam- félaginu. Það var síðan Vilberg Þráinsson oddviti sem sleit sam- komunni. kgk Hverfisgarðurinn í Skógarhverfi. Ljósm. úr safni. Breyta skipulagi Skógarhverfis Fyrsta hreppsnefnd Reykhólahrepps. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum, Smári Hlíðar Baldvinsson í Borg, Einar Valgeir Hafliðason í Fremri-Gufudal, Karl Kristjánsson í Gautsdal og Stefán Magnússon á Reykhólum. Fyrir framan sitja, frá vinstri: Áshildur Vilhjálmsdóttir í Króksfjarðarnesi varaoddviti, Guðmundur Ólafsson á Grund oddviti og Reinhard Reynisson frá Hríshóli, fyrsti sveitarstjóri Reykhólahrepps. Þrítugsafmæli Reykhólahrepps fagnað í gær Guðmundur Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.