Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Page 19

Skessuhorn - 05.07.2017, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 4. júLí 2017 19 Norðurálsmótið í knattspyrnu fór fram helgina 23.-25. júní sl. og þótti heppnast mjög vel. Mótið er fyrir drengi á aldrinum sex til átta ára og í ár voru um 1600 keppend- ur, í 180 liðum frá 31 félagi. Mik- ill fjöldi foreldra, ættingja og ann- arra gesta heimsóttu Akranes þessa helgi en einn gestur vakti meiri at- hygli en aðrir. Guðni Th. jóhann- esson forseti íslands fylgdi syni sín- um á mótið og tók að sér vaktir sem næturvörður á mótinu. Þótti mörg- um það sýna hversu alþýðlegur for- setinn er. Guðni sendi frá sér pist- il á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hann hrósaði Skagamönn- um fyrir Norðurálsmótið og Vest- manneyingum fyrir Orkumótið. „Að svona miklum viðburðum kemur fjöldi fólks – þeir sem skipu- leggja og undirbúa dæmið í lengri tíma og svo allir sem sjá um að allt gangi vel fyrir sig innan vallar sem utan þegar ballið er byrjað. Hverju liði fylgja svo þjálfarar og liðsstjór- ar og vösk sveit foreldra eða ann- arra forráðamanna. Allt þetta fólk á miklar þakkir skildar, að ekki sé minnst á drengina sem léku á als oddi og nutu lífsins, glaðir yfir góð- um leik, stundum sárir yfir úrslitum en það stóð ekki lengi, enda gekk leikskipulagið á báðum mótum út á að strákarnir mættu jafningjum sínum. Það er lofsvert. Þessi mót og önnur af sama tagi eru meðal þess sem gerir ísland svo gott – og nefni ég það þótt maður hafi til öryggis þann sjálfsagða fyrirvara að margt má bæta í samfélaginu. En leyfum okkur samt að njóta þess sem vel er gert. Uppi á Skaga og úti í Eyjum var mjög ánægjulegt að hitta hressa krakka og spjalla við hina eldri, með- al annars um þessi vel heppnuðu mót, gildi íþrótta og það sem ber að varast í þeim efnum. Þá má ekki síst nefna mikilvægi þess að leyfa öllum að vera með og njóta sín á eigin for- sendum, láta fjárhag aldrei ráða úr- slitum um það hvort börn geti ver- ið í tómstundum, leyfa heilbrigðu keppnisskapi að koma fram og gera þeim sem skara fram úr kleift að sýna listir sínar og metnað, en alls ekki á kostnað hinna sem vilja líka vera með þótt þeir hafi ekki náð eins góðum tökum á íþróttinni. Svo seg- ir það sig líka sjálft að við 8-10 ára aldur sést alls ekki fyrir víst hverj- ir munu slá í gegn og hverjir ekki. íþróttahreyfingin verður að gæta sín á því í öllu barna- og unglinga- starfi að áhersla á afrek og árang- ur bitni ekki á hinni fögru hugsjón að leyfa öllum að vera með og hafa gaman af því að leika sér í íþrótt- um,“ segir í pistli Guðna sem end- ar á orðunum: „Bestu þakkir, kæru Skagamenn, Eyjamenn, strákar og fylgdarlið hvaðanæva af landinu! Þið megið vera stolt af ykkar hlut. Það var gaman að fá að vera með.“ bþb Forsetinn hrósar Skagamönnum fyrir Norðurálsmótið Fernir tónleikar eru á dagskrá næstu vikuna á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Dalamaðurinn Tómas R. Einarssson ríður á vaðið í dag, miðvikudaginn 5. júlí kl. 20:30, þegar hann heldur sína árlegu tón- leika. Með honum í för verða eng- ir aðrir en Ómar Guðjónsson og Mugison. Næstkomandi laugardag, 8. júlí kl. 21:30, mun Hlynur Snær Theodórsson, stórbóndi og trúba- dor úr Landeyjum, leiða brekku- söng við varðeld á Laugum. Daginn eftir, sunnudaginn 9. júlí kl. 21:30 er komið að söngvaskáldinu þjóð- kunna Svavari Knúti sem mun spila og syngja af sinni alkunnu snilld. Þriðjudaginn 11. júlí kl. 21:00 mun söngkonan jóhanna Ósk Valsdótt- ir flytja ásamt eiginmanni sínum, Bjarti Loga Guðnasyni, íslensk þjóð- og sönglög, meðal annars við texta skálda úr Dölunum. Þá er vert að geta þess að hægt er að skoða listaverk Helga Þorgils Friðjónssonar. Aðgangur að öllum viðburðunum er ókeypis. kgk Fernir tónleikar á Laugum í vikunni Söngkonan Jóhanna Ósk Valsdóttir mun flytja íslensk þjóð- og sönglög ásamt eiginmanni sínum næst- komandi þriðjudag. Svavar Knútur mun spila og syngja af sinni alkunnu snilld á sunnudaginn. Leikhópurinn Lotta skemmti hátíðargestum í Garðalundi á sunnudaginn. Hálandaleikarnir fóru fram við Byggðasafnið þar sem aflraunamenn kepptu sín á milli. Einn af hápunktum Írskra daga er val á Rauðhærðasta Íslendingnum 2017. Kom það í hlut Sigurðar Heiðars Valgeirssonar frá Grundarfirði að hreppa titilinn. Á Akratorgi var antikmarkaður þar sem ýmsa gullmola var hægt að finna. Börn og foreldrar skemmtu sér vel á fjölskylduskemmtun á Akratorgi á laugardaginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.