Skessuhorn - 02.08.2017, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 7
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Skipulagsauglýsingar
Byggðarráð í umboði sveitarstjórnar Borgarbyggðar
hefur á 420. fundi þann 6. júlí 2017, samþykkt að auglýsa
eftirfarandi skipulag:
Ánabakki 13 - nýtt deiliskipulag
Tillagan felur meðal annars í sér nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarhús
og skemmu/hesthús. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinar-
gerð dagsett í apríl 2015. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagstillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 2. ágúst til 15. september 2017
og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar
www.borgarbyggd.is
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna eiga að gæta er gefin kostur
á að gera athugasemd við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar
skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 15. september 2017
í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á
netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Húllum-hæ lokahátíð
16. ágúst kl. 14
Ævar vísindamaður
kemur í heimsókn,
happadrætti og
léttar veitingar
Verið velkomin!
Sumarlestur 2017 – fyrir börn á aldrinum 6-12 ára
Krakkar, munið að skila
lesblöðunum ykkar,
í síðasta lagi 11. ágúst nk.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Laugardaginn 22. júlí síðastlið-
inn var opnuð upplýsingamiðstöð
um snæfellsnes í félagsheimilinu
á Breiðabliki á sunnanverðu snæ-
fellsnesi. „Að opna upplýsinga-
miðstöð við þennan aðal inngang
inn á snæfellsnes er gömul hug-
mynd. Það eru þrjár leiðir inn á
snæfellsnes og flestir okkar gesta
koma þessa leið,“ segir Ragnhild-
ur sigurðardóttir, framkvæmda-
stjóri svæðisgarðsins í samtali við
skessuhorn. Hún bætir því við að
yfir 500 gestir hafi heimsótt upp-
lýsingamiðstöðina frá því hún var
opnuð á laugardaginn var.
Verkefnið nýtur stuðnings
ferðamálaráðherra og fékk styrk
úr framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða. Um er að ræða tilrauna-
verkefni til tveggja mánaða. „Opn-
un upplýsingamiðstöðvar núna er
undirbúningsverkefni fyrir ann-
að og stærra verkefni, sem er að
hér verði í framtíðinni gestastofa
snæfellsness,“ segir Ragnhildur.
„Með þessu erum við sannarlega
að veita upplýsingar, um þjón-
ustu, náttúru og menningu á snæ-
fellsnesi, en líka að safna gögnum,
telja gesti sem koma inn á svæðið
og athuga hvað þeir vilja vita og
á hvaða tímum þeir koma. sam-
hliða veitum við þeim þeim upp-
lýsingar um þá fjölmörgu staði hér
á snæfellsnesi sem geta með góðu
móti tekið á móti gestum. Mikið er
spurt um gönguleiðir og fossa og
þá bendum við til dæmis á Bjarna-
foss, svöðufoss og friðlöndin okk-
ar; Búðahraun og ströndina milli
Arnarstapa og Hellna, þjóðgarð-
inn snæfellsjökul, súgandisey og
fleiri náttúruperlur sem búið er
að gera aðgengilegar með því að
leggja bílastæði, gera göngustíga
og fleira,“ segir hún. „á svæðinu
eru fjölmargir aðilar sem sinna
margs konar þjónustu við ferða-
menn. Okkar hlutverk er að kynna
þessa aðila, hvetja fólk til að dvelja
á snæfellsnesi og bjóða gesti hjart-
anlega velkomna til okkar,“ bætir
hún við. „Næstu tvo mánuði verð-
ur opið frá kl. 9 - 17 alla daga og
kynning er í gangi um Gestastofu
snæfellsness. Vonandi verðum við
búin að fjármagna gestastofuna til
fulls fyrir lok ágúst og þá mun-
um við halda ótrauð áfram,“ segir
Ragnhildur.
Góð samskipti
við aðrar greinar
Bakhjarlar svæðisgarðins eru sveit-
arfélög á snæfellsnesi ásamt fyrirtækj-
um og félagasamtökum á svæðinu.
Þar á meðal eru þrjú búnaðarfélög
og snæfell, félag smábátasjómanna
á snæfellsnesi. „Einhverjir kunna að
spyrja sig hvort ferðamennska komi
bændum eða sjómönnum eitthvað
við. svarið er já, því það skiptir bænd-
ur og sjómenn máli að hafa góða inn-
viði og að samskipti við aðrar atvinnu-
greinar séu góð. Eins vilja þeir auðvi-
tað fá vel greitt fyrir sínar afurðir og
innanlandsmarkaðurinn skiptir máli.
Ekki síst fyrir lífsgæði íbúa. Bændur
vilja að húsdýrin fái að vera óáreitt og
sjómenn vilja að ferðamenn haldi sig
á til þess gerðum útsýnisstöðum við
bryggjur á meðan aflanum er land-
að. Við viljum taka saman höndum
og tryggja um leið gæði og öryggi
ferðamanna eins og kostur er á,“ seg-
ir Ragnhildur. „Unnið er að uppsetn-
ingu á öryggismiðstöð með Lands-
björg/ safe travel. Ferðamálasamtök
snæfellsness eru öflugt samstarfsnet
og taka virkan þátt í svæðisgarðinum
auk starfsmannafélags. Við vinnum
á jákvæðum nótum, segjum fólki
hvað má og hvar það má vera,“ bætir
hún við. „Þá hefur gjaldtaka í ferða-
þjónstu verið töluvert í umræðunni.
Við erum þeirrar skoðunar að eðli-
legt sé að taka gjald fyrir veitta þjón-
ustu. stýrum gestum um svæðið á
ábyrgan hátt,“ segir Ragnhildur.
Mikilvæg heilsárs
atvinnugrein
Opið verður í upplýsingamiðstöð-
inni a.m.k. næstu tvo mánuði frá 9:00
til 17:00. Ragnhildur hvetur heima-
menn, ekki síður en ferðalanga, til að
líta við á Breiðabliki. „Heimamenn,
ferðaskipuleggjendur og hreinlega
allir eru hjartanlega velkomnir og við
hvetjum fólk til að kíkja við. Við erum
að safna upplýsingum, viljum heyra
viðbrögð við þeim hugmyndum sem
unnið er eftir og hvernig við getum
nýtt húsið og útiaðstöðuna sem allra
best,“ segir Ragnhildur. „Hér verð-
ur innan tíðar settur upp lítill mark-
aður með vörum, bæði mat og hand-
verki af snæfellsnesi. Þá erum við að
ganga frá kynningarefni þessa dag-
ana, setja upp skilti og myndir,“ segir
hún. „Þannig að verkefnið er í mót-
un. Okkur er full alvara með því að
styðja við bakið á ferðaþjónustunni,
sem er mikilvæg heilsárs atvinnu-
grein hér á snæfellsnesi,“ segir Ragn-
hildur að endingu. kgk
Upplýsingamiðstöð
opnuð á Breiðabliki