Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Page 9

Skessuhorn - 02.08.2017, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá KM þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 10. ágúst Föstudagur 11. ágúst Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 7 Laust fyrir klukkan 20:00 að kvöldi síðasta miðvikudags var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni milli Hellna og Arn- arstapa. Björgunararsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörgu fóru á vettvang ásamt sjúkraflutninga- manni. Göngumaðurinn var fluttur á sexhjóli í sjúkrabíl og komið und- ir læknishendur upp úr klukkan níu sama kvöld, eða rúmri klukkustund eftir að tilkynning barst. kgk Ökklabrotnaði á göngu Göngumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á sexhjóli. Ljósm. Lífsbjörg. Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 7 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 6. ágúst kl. 14 8. s. e. trinitatis Sóknarprestur SK ES SU H O R N 2 01 7 Hvalfjarðarsveit deiliskipulag Hótel Hafnarfjall - samþykkt deiliskipulag Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 9. maí 2017 deiliskipulag fyrir Hótel Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit. Tillagan var samþykkt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipu- lagið er samþykkt með þeirri breytingu að fært var inn á uppdrætti upplýsingar um áætlaðan gestafjölda á svæðinu, útfærslu tjaldsvæðis og þjónustu við það. Einnig hafa lagna- leiðir fyrir að- og fráveitu verið færðar inn á deiliskipulagið. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deili- skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar síðastliðin ár hefur Haraldur Már stefánsson haft umsjón með skalla- grímsvelli í Borgarnesi, ásamt nokkrum öðrum verkefnum. Fyrir nokkru síðan kom Jakob skúlason að máli við Harald og vakti máls á því að bekki vantaði á völlinn fyr- ir eldri borgara, sem og þá sem eru að ná sér eftir veikindi. taldi hann að eldra fólk, og þeir sem eru að ná sér af veikindum, treystu sér ekki til að nýta aðstöðu skallagríms- vallar þar sem ekki væri hægt að tylla sér niður við og við. Haraldur kennir við Grunnskólann í Borg- arnesi á veturna. Einn daginn fékk hann þá flugu í höfuðið að nem- endur myndu smíða bekki í smíða- kennslu og gefa á völlinn. ákvað hann að kanna hug fólks til verk- efnisins. Guðrún steinunn Guð- brandsdóttir smíðakennari tók vel í hugmyndina og var látið verða af því að nemendur grunnskólans smíðuðu bekki á skallagrímsvöll nú á vorönn. Fyrsta bekknum var síðan komið fyrir á sínum stað fyrr í sumar. kgk Gjöf frá yngri borgurum til eldri borgara Guðrún María Harðardóttir, formaður Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, fær sér sæti á bekknum. Þeir Marinó Þór og Jóhann Hlíðar smíðuðu fyrsta bekkinn. Hér afhenda þeir bekkinn Haraldi Má Stefánssyni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.