Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Side 11

Skessuhorn - 02.08.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 11 sveitamarkaður var haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholts- dal laugardaginn 29. júlí síðastlið- inn. Ýmislegt var boðið til kaups á markaðinum og fengu gest- ir að kynnast vörum frá fjölmörg- um framleiðendum. Má þar nefna skartgripi frá JK Design, nautakjöt frá Mýranauti, grænmeti frá Varma- landi og tælenskan mat. Hægt var að kaupa handgerðar sápur, föt, ís- lensk bætiefni frá Pure Natura, vörur úr refaskinni og margt fleira. Markaðurinn var vel sóttur, þrátt fyrir nokkurn austan næðing og þótti hafa heppnast með ágætum. kgk Vel sóttur sveita- markaður í Nesi Frá sveitamarkaðnum í gömlu hlöðunni í Nesi sl. laugardag. Ljósm. bhs. Jón Gunnarsson samgönguráð- herra hefur gefið það út að hann vilji skoða þann möguleika að fjölga ferðum yfir Breiðafjörð milli stykk- ishólms og Brjánslækjar, þetta kom fram í viðtali við Jón í Morgunút- varpi Rásar 2. ástæðuna segir Jón vera að siglingarnar séu mikilvæg- ar samgöngukerfinu, sérstaklega í ljósi þess í hve slöku ástandi vegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru og þá sérstaklega yfir vetrartímann. Jón segir að vegna uppgangs í atvinnu- lífinu á þessum slóðum verði sam- göngur að vera í lagi. Með tilkomu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörð- um þurfi að bregðast við svo fyrir- tækin á svæðinu geti komið afurðum sínum til og frá svæðinu með greið- um hætti. Hann sagði enn fremur að hann vildi bæta þriðju ferjunni við sem ætti að geta leyst ferjunnar Baldur og Herjólf af þegar þær fara í reglu- bundið viðhald eða þurfa að fara í viðgerð. Mikil óánægja var með fjarveru Baldurs í maí síðastliðnum þegar ferjan tók við hlutverki Herj- ólfs meðan Herjólfur var í slipp. Jón segir það ábyrgð stjórnvalda að halda uppi samgöngum eins og best verður á kosið. bþb Samgönguráðherra skoðar að fjölga ferðum yfir Breiðafjörð Frá þriðjudegi til laugardags í síð- ustu viku voru staddir á Akranesi fjögur hundruð skátar. ástæðan var sú að hér á landi fór fram eitt stærsta skátamót heims, World scout Moot, en alls komu til lands- ins um 5.500 skátar á aldrinum 18-25 ára frá öllum heimshornum. á Akranesi var komið upp tjaldbúð- um á efri hluta tjaldsvæðisins í Kal- mansvík þar sem skátarnir dvöldu. Þétt dagskrá var fyrir skátana á Akranesi og má þar nefna ferð á Akrafjall, kajakferð við Langa- sand, dagsferð um Borgarfjörð, jóga í skógræktinni og margt fleira. Bergný Dögg sophusdóttir hjá skátafélagi Akraness er ein af þeim sem tók á móti skátahópnum. Hún segir allt hafa gengið mjög vel fyr- ir sig. „Það má segja að allt hafi gengið framar vonum. Víða annars staðar sem skátar dvöldu voru tjöld að fjúka vegna hvassviðris en hér á Akranesi fengum við frábært veður. Það var gaman að sjá þegar skát- arnir voru að koma sér fyrir á tjald- svæðinu þá gengu margir strax út á klettana og virtu fyrir sér sólarlag- ið og snæfellsjökul. Það er margt sem manni finnst sjálfsagt eftir að hafa búið hér í öll þessi ár en skát- unum fannst stórmerkilegt,“ segir Bergný. Allir skátarnir sem dvöldu á Akranesi þurftu að skila vinnu fyr- ir Akraneskaupstað sem samsvar- aði hálfum vinnudegi. störfin fól- ust m.a. í að tína rusl úr fjörunni, slá og mála í bænum og voru þau störf unnin á milli þess sem skát- arnir voru í formlegri dagskrá. „Öll dagskrá gekk vel fyrir sig og skát- arnir skemmtu sér vel. Vikan var í heild bara æðislega skemmtileg og mynduðust mörg vinatengsl á þess- um stutta tíma. Maður á heimboð alls staðar í heiminum núna, meira að segja í ástralíu,“ segir Bergný kát í bragði eftir vel heppnað skáta- mót. bþb Fjögurhundruð skátar sælir og glaðir með dvölina á Akranesi Skátar í sjálfboða vinnu við að tína rusl úr fjöru. Ljósm. World Scout Moot Akranes á Facebook. Skátar við komuna til Akraness í síðustu viku. Stutt eftir komuna var hafist handa við að koma upp tjaldbúðum. Ljósm. bþb. Skátarnir brölluðu ýmislegt á Akranesi og var m.a. farin ferð á Akrafjall. Ljósm. World Scout Moot Akranes á Facebook. Hópurinn sem dvaldi á Akranesi í vikunni. Ljósm. World Scout Moot Akranes á Facebook.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.