Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Side 18

Skessuhorn - 02.08.2017, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201718 Byggðahátíðin Reykhóladagar fór fram í Reykhólahreppi dagana 27. - 30. júlí síðastliðna. Hátíðin var vel sótt eins og undanfarin ár en veður hefði mátt vera betra. sólin skein en töluverður vindur var alla helgina. Kom það þó ekki að sök, nema helst í frisbígolfkeppninni að föstudeginum þar sem ónefefndur blaðamaður varð sér til skammar. Er vindinum kennt um þær hrak- farir. Krakkarnir spreyttu sig í þrauta- braut og fleiri keppnum í Hverf- akeppninni á föstudeginum áður en blásið var til þarabolta með nokkuð frjálsri aðferð. Hápunktur Reyk- hóladaga ár hvert er síðan drátt- arvélastuðið. Það hófst á því að 32 dráttarvélum fornum var ekið inn í þorpið á hádegi laugardags og þær hafðar til sýnis. Því næst gafst gest- um tækifæri á að sína akstursleikni sína á gömlum Massey Ferguson. Ekin er stutt þrautabraut þar sem hringjum er safnað, þeim skilað í kar og blöðrur sprendar, allt á með- an akstri stendur. sigurvegarar í akstursleikninni voru Hrólfur árni Borgarsson frá Kambi og Rebekka Eiríksdóttir á stað, en hún hefur hampað titlinum að minnsta kosti þrisvar sinnum í röð. Blásið var til karnivals í Hvann- garðabrekku þar sem börnin gátu notið sín í leiktækjum og síðan var haldin grillveisla. Laugardeginum lauk svo með stórdansleik þar sem hljómsveitin Bland lék fyrir dansi fram á rauða nótt. til að slá botninn í dagskrá Reykhóladaga var blásið til kaffi- hlaðborðs í Króksfjarðarnesi að sunnudeginum og keppni í kassa- bílarallíi. Fjölmargir krakkar tóku þátt og óku sem greiðast þau gátu. ánægjan skein úr augum barnanna sem nutu sín við aksturinn. kgk Líf og fjör á Reykhóladögum Greitt var ekið í kassabílarallíinu í Króksfjarðarnesi. Hljómsveitin Nikkólína spilaði og söng fyrir gesti og gangandi á kaffihlaðborði í Króksfjarðarnesi. Þarabolti er ekki leikur margra reglna. Elínborg Egilsdóttir svífur hér í loftinu og skorar eftir að hafa gripið útspark markvarðarins. Dráttarvélastuðið hófst venju samkvæmt á því að vélunum var ekið inn í þorpið. Sveinn Borgar á Allis Chalmers fer fyrir hópnum. Fjölmargir áhorfendur söfnuðust saman til að fylgjast með akstursleikninni. Sigurdís Egilsdóttir spyrnir í þaraboltanum. Á fullri ferð í þrautabrautinni. Dagný Katla og Hólmar Darri aðstoða föður sinn, Kristinn Björgvinsson, við aksturinn. Appelsínugula hverfið haslaði sér völl með skreytingum á hverfakeppninni í Hvanngarðabrekku. Rebekka Eiríksdóttir bar sigur úr býtum í akstursleikninni í kvennaflokki og það ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta. Keppt var í frisbígolfi á nýja vellinum á Reykhólum. Vindur var sterkur og gerði keppendum oft og tíðum erfitt fyrir. Hrólfur Árni Borgarsson safnar hringjum á prikið. Hann sigraði akstursleiknina í karlaflokki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.