Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Page 19

Skessuhorn - 02.08.2017, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá skessuhorni. Alls bárust 43 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Vænleiki“ Vinningshafi er sigurður Örn Búason, Dalsflöt 9, Akranesi. Fjör- ugur Alandi Leðja Nánasir Nóa Erfiði Efni Svall Hljóð- færi Vigtaði F.aftan Droll Manar Hás Eink.st. Mæliein Eins um T Læra Vangá Stórar Röð 9 3 Titill Huldu- verur Hrjúf- ar Núna Hnoðað Gróp Angan Sök Skyggni Tæp Atlaga Áræðin Skinn Mauk Auðið Ófús Til Hvíld Væta Otar Hnöttur Pípur For Kusk Rús Tekur 5 Reið Annir Tóft 1 Felur 100 Glápa 7 Sáldra Bolti Vesæl Poki Atorka Skjal Þar til Hlaup Sk.st. Galgopi Gímald Samhlj. Leit Æst Veisla Fugl Dvali Elska Alltaf Svar Sál Ofn Gróður- nál Læti Upphr. 2 Hrönn Hólmi Laug Staup 4 Fugl Eind Drykkur Athuga Stríða Mett Ósk Þegar Frá- bært Blóm Væn Afar Leyfist Síðasti Hita- tæki Ekki Berg- málið 8 Mikil 6 Ískur Gróður- setja Soninn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 F A R S Æ L D S V E L L I Ð Ó L U Ö L T E I T I A U Ð E K L A S K Ó R K U N N A S I T U R T T T R A N A R T R A F A G A R A U M I R Ð Ó Ð A R R E Y R K A N A F Æ T Á A R Ð S K U G G I E V A F A S T K A K A L L R I F A N I Ð A N F Ö L A N D A R P L A G V A R G Ú Ð A R B O R G A Æ T L A Ð I N A L O F V L N Ó A L U M L A R O A U M U R A D A M T R O Ð A M S E T L A S I N S S S S T Ó L L T R O G Á I N N V Ó M O L L A P A N T U R E L A T L Æ T I S A Á Ð I V Æ N L E I K I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Einhvern veginn finnst mér að verslunarmanna- helgin hafi ekki lengur þá stöðu sem hún hafði á mínum æskuárum en vissulega er ég sjálfur orðinn eitthvað eldri en ég var þá. Ferðalög eru þó alltaf vinsæl hvað sem öðru líður og náttúran stendur alltaf fyr- ir sínu: Náttúra þessa nakta lands er náttúrum annarra landa fegri en náttúrlega er náttúra manns náttúrlegri og eðlilegri. Það er reyndar ótrúlegt hvað fólki finnst eitthvað óeðlilegt að tolla heima hjá sér sam- anber þessa hugrenningu: „Ég er kominn upp á það,“ hvað ekki er neitt að þakka, að, að, að, að, að, að, að, eta, drekka og flakka. Ekki voru nú allar útisamkomur verslunar- mannahelga fyrri tíðar alveg hreinar bindind- issamkomur þó þær færu mjög nærri því. Og alltaf lofuðu allir unglingar öllu fögru þegar þeir voru að fá leyfi hjá foreldrunum til farar- innar. Og meira að segja stóðu við loforðin að mestu leyti. Vonandi kannast einhverjir ennþá við gömlu sálmadrusluna „Aldrei skal ég eiga flösku“ en trúlega er þessi fagra loforðavísa saklausrar heimasætu eitthvað minna þekkt: Aldrei skal ég eiga púður, aldrei skal ég reikja ,,Fíl”, aldrei hlusta á ástaslúður aldrei kyssa menn í bíl. Aldrei slá á ástastreng. Aldrei blikka sveitadreng. Aldrei faðma, aldrei klappa, aldrei seint um götur vappa. á þeim gömlu góðu útihátíðum var nú líka þrifnaðurinn og yfirleitt útrústningin á mönn- um svona með ýmsum hætti þó að minnsta kosti sumir reyndu að gera sitt skásta. Reynd- ar er ég ekkert viss um að Kristján schram hafi verið á útihátíð þegar hann orti þessa en hún er jafngóð fyrir því: Þótt hati ég handklæði og sápur og hverskonar hreinlætiskeim elska ég köflóttar kápur og kvenfólkið innan í þeim. Rósberg snædal orti um einhverja heiðurs- matrónu sem ég reyndar veit hvorki haus né sporð á en allavega var vísan ekki hugsuð til meðmæla með flámælskunni: Lærið dregur langan veg lukkutrega frúin. Öll er sleguð eftir meg, allavega snúin. trúlega hefur þetta ekki verið Hallveig Guðjónsdóttir sem um var kveðið en sú kvað allavega á sínum seinni árum: Ég er bara eins og sprek eld frá skari hrykki. Er að fara allt mitt þrek og engin varastykki. Einu sinni þótti milljón töluverðir pening- ar og talan hefur á þeim árum trúlega ver- ið sjaldnar nefnd en milljarður nú á dögum. Hinsvegar hafa menn alltaf verið eitthvað misheiðarlegir eða mis duglegir að bjarga sér. Hvað eru nokkur núll á milli vina? En Þór- hildur sveinsdóttir orti eftirfarandi af óþekktu tilefni: Fyrir hundruðum ára þeir hengdu bjálfa sem hnupluðu spesíu úr stokki. Nú þekkjast ei milljónaþjófar neðar en í þrettánda launaflokki. Ekki er langt síðan ég heyrði ávæning af vangaveltum um það hvenær og hvers vegna okur hætti að heita okur og fór að kallast fjár- málastarfsemi. Ekki treysti ég mér til að hafa þann fróðleik allan eftir svo vel sé en Hólm- fríður Bjartmarsdóttir á sandi veltir fyrir sér stöðunni á fjármálamörkuðum og orðinu „fjár- málaverkfræði“: Eflaust þjáir menn ergi í dag sem aurunum tókst ekki að bjarga. Fjármálaverkfræði er verðugt fag því verkurinn þjáir nú marga. Og um einhvern ágætan mann sem væntan- lega hefur annaðhvort verið fjármálamaður eða ekki fjármálamaður kvað Kristján Helgason: Kauði er á svipinn súr, svo að veldur kvölum. Ljótur er hann liður úr landsins ættartölum. Um annan sómamann kvað Bjarni Gíslason: Illt er að finna eðlisrætur, allt er nagað vanans tönnum. Eitt er víst, að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Haraldur frá Kambi var flestum mönnum fljótari að gera vísur en lítið er þó til af hring- hendum eftir hann. Mest af þessum leikandi lipru sjálfrennandi ferskeytlum en ekki hefur hann samt verið ánægður með sjálfan sig þegar hann yrkir: Óður minn er ekki þjáll, yrki ég flest í bláinn. Ó, að ég væri eins og Páll eða jafnvel Káinn. Og þegar skáldið gekk í stúku varð þessi til: Stúkan að mér hefir hert, hörð er þessi líðan. Ég hef ekki getað gert góða stöku síðan. Nokkuð oft hittist svo á að ég var í hesta- ferðum um verslunarmannahelgina „hér í den“ og kom fyrir að þá var gist í skálanum við Galtará. Þeim sem nú er að ég best veit kominn undir Blöndulón. Þar hékk lengi uppi þessi vísa eftir sigurð Guðmundsson á Foss- um: Við Galtará er gott að á gleðin á hér anda. Áin blá svo undursmá er að ná þér Blanda. á þeim árum sem tæknivæðingin hélt hvað ákafast innreið sína var um hríð flutt inn dráttarvélategund sem nefndist Lanz Alldog. Var á ýmsan hátt nokkuð framúrstefnuleg vél en náði aldrei verulegum vinsældum hvað sem mestu réði. Um eina slíka vél kvað Þor- steinn Þorsteinsson: Oft á tíðum á því bar að ekki vildi ganga par: Töng og lykill löngum var Lanzins gagn og nauðsynjar... Jæja gott fólk ætli það sé ekki mál að kveðja og þá ætti ekki illa við að ljúka hugleiðingunni með þessari eftir Bjarna Gíslason: Ekki gengur allt í vil Úti er drengja gaman það er enginn tími til að tala lengur saman. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Nú þekkjast ei milljónaþjófar neðar - en í þrettánda launaflokki!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.