Skessuhorn - 02.08.2017, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 23
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Davíð Þór sigurðsson, formað-
ur íþróttafélagsins Hattar á Egils-
stöðum, dró fána UMFÍ að húni á
mánudaginn á einni af fánaborgun-
um sem búið er að koma fyrir á Eg-
ilsstöðum.
Unglingalandsmót UMFÍ fer
sem kunnugt er fram þar í bæ um
verslunarmannahelgina. Búist er
við um og yfir 1.000 keppendum
á aldrinum 11-18 ára auk foreldra
þeirra, forráðamanna og annarra
gesta. Gert er ráð fyrir allt að tíu
þúsund gestum frá landinu öllu á
meðan mótið stendur yfir dagana
4.- 6. ágúst. Nokkur röskun verð-
ur á daglegu lífi bæjarbúa á meðan
Unglingalandsmóti UMFÍ stend-
ur um verslunarmannahelgina.
Nokkrum götum verður lokað í
bænum og nágrenni hans og munu
strætisvagnar aka fólki til að draga
úr bílaumferð í bænum.
Veðurstofa Íslands spáir úrvals
keppnisveðri á Egilsstöðum um
verslunarmannahelgina, þurrki og
logni.
Undirbúningur fyrir mótið er í
fullum gangi, búið er að gera stíga
fyrir keppni í fjallahjólreiðum og
verið að marka tjaldstæðin fyr-
ir keppendur og fjölskyldur þeirra
sem sumar hverjar koma langt að.
Mikið er í boði fyrir alla fjölskyld-
una á Unglingalandsmóti UMFÍ,
t.d. námskeið í leikjum, fimleikum,
frisbí og margt fleira. á kvöldin
verða tónleikar með flottasta tón-
listarfólki þjóðarinnar. kgk
Fáni UMFÍ dreginn
að húni á Egilsstöðum
skagamönnum hefur gengið afleit-
lega það sem af er tímabili í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu. á mánu-
daginn mættu þeir toppliði Vals í
þrettándu umferð deildarinnar. Fyr-
ir leikinn bjuggust fáir við öðru en
öruggum sigri Valsmanna og reynd-
ist það vera raunin. skagamenn töp-
uðu leiknum 6-0 og setti liðið þar
með met þar sem ÍA hafði fram að
þessum leik aldrei í sögu félagsins
tapað deildarleik með fleiri en fimm
mörkum. skagamenn voru fyrir
leikinn í neðsta sæti með níu stig og
eru þar enn eftir leikinn en fjögur
stig eru upp úr fallsæti eins og stað-
an er nú.
skagamenn lágu lágt á vellinum í
fyrri hálfleik og voru þéttir til baka.
Þeir gáfu Valsmönnum fá færi á sér
en þrátt fyrir það náðu Valsmenn að
skora tvö mörk undir lok fyrri hálf-
leiks. Fyrra markið var skorað á 44.
mínútu eftir sendingu sigurðar Eg-
ils Lárussonar af vinstri kanti á koll-
inn á Patrick Pedersen sem skallaði
boltann beint í fangið á Ingvari Þór
Kale af stuttu færi en Ingvar missti
boltann inn í markið. Mínútu síð-
ar skoruðu Valsmenn svo keimlíkt
mark þar sem Bjarni Ólafur Eiríks-
son gaf boltann fyrir af vinstri kant-
inn þar sem Guðjón Pétur Lýðs-
son stýrði knettinum inn fyrir lín-
una. staðan 2-0 þegar flautað var til
hálfleiks og róðurinn þungur fyrir
skagamenn.
Það var andlaust skagalið sem
mætti til leiks í síðari hálfleik og fljót-
lega fór leikurinn að snúast um það
hve mörg mörk Valur gæti skorað.
Eiður Aron sigurbjörnsson bætti við
þriðja marki Vals á 63. mínútu með
skalla eftir hornspyrnu. tíu mínút-
um síðar bætti Orri sigurður Óm-
arsson við fjórða markinu; Orri fékk
að boltann nokkuð langt frá vítateig
skagamanna, hann fékk að athafna
sig eins og honum hentaði án þess
að nokkur skagamaður setti pressu
á hann. Orri ákvað að skjóta af 25
metra færi og skoraði stórglæsilegt
mark. Ekki þurftu áhorfendur að
bíða lengi eftir næsta marki en fjór-
um mínútum síðar fékk sigurður
Egill boltann eftir frábæra sendingu
frá Guðjóni Pétri, tók vel á móti
boltanum og klobbaði Ingvar Þór í
marki skagamanna. Valur bætti svo
við sjötta markinu undir lok leiks-
ins þegar Kristinn Ingi Halldórsson
skoraði eftir sendingu Dions Acoff.
sóknarmaðurinn Kristinn Ingi hafði
fyrir leikinn spilaði í öllum leikjum
Vals í sumar án þess að skora.
Eftir leikinn er útlitið nokkuð
dökkt fyrir skagamenn sem hafa
nú ekki unnið leik síðan um miðjan
júní. Næsti leikur skagamanna er á
heimavelli gegn KR þriðjudaginn 8.
ágúst.
bþb
Stærsta tap ÍA í deildarleik
í sögu félagsins
Úr leik ÍA fyrr í sumar. Ljósm. gbh.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni,
verður ekki meðal keppenda á Opna
breska meistaramótinu í golfi sem
hefst í skotlandi á fimmtudaginn.
Hún keppti á úrtökumóti fyrir risa-
mótið á mánudag og lauk leik á 74
höggum, eða tveimur höggum yfir
pari. Dugði það ekki til að komast
inn á mótið. Alls tóku 112 kylfingar
þátt í mótinu en aðeins 20 efstu öðl-
ast þátttökurétt á Opna breska. kgk
Valdís Þóra komst ekki
inn á Opna breska
Körfuknattleiksdeild skallagríms
samdi á mánudag við Heiðrúnu
Hörpu Ríkharðsdóttur um að leika
með liðinu í Domino‘s deild kvenna
á komandi vetri. Leikmannahóp-
ur liðsins er því farinn að taka á sig
lokamynd, að því er fram kemur í
tilkynningu á Facebook-síðu kkd.
skallagríms.
Heiðrúnu Hörpu þarf ekki að
kynna fyrir stuðningsmönnum
skallagríms. Hún er 25 ára gömul,
leikur stöðu bakvarðar og er upp-
alin hjá félaginu. Hún lék síðast
með skallagrími í 1. deild kvenna
árið 2011 en hefur síðan leikið með
Fjölni og stjörnunni. Hún lék ekki
síðasta vetur vegna barneigna en
veturinn 2015-2016 var hún lykil-
maður Fjölnisliðsins og efst í öll-
um tölfræðiþáttum. „Við bjóðum
Heiðrúnu velkomna heim í skalla-
grím,“ segir í tilkynningu félagsins.
kgk
ÍA hefur náð samkomulagi við Vikt-
or Örn Margeirsson um að leika
með liðinu út sumarið 2017 á láns-
samningi frá Breiðabliki.
Viktor er fæddur árið 1994 og
leikur stöðu miðvarðar. Hann lék
sína fyrstu meistaraflokksleiki með
Augnabliki sumarið 2013 og sum-
arið eftir lék hann 19 leiki með HK
í 1. deildinni. Hann gekk síðan til
liðs við Breiðablik á nýjan leik og
hefur verið þar undangengin þrjú
tímabil. „Knattspyrnufélag ÍA býð-
ur Viktor Örn velkominn til félags-
ins og væntir mikils af honum það
sem er eftir af tímabilinu,“ segir í
tilkynningu frá KFÍA.
kgk
Ungur miðvörður til ÍA
Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir handsala
samninginn. Ljósm. Skallagrímur.
Heiðrún Harpa snýr
heim í Borgarnes