Skessuhorn - 30.08.2017, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 20174
Samkvæmt nýrri skýrslu hagdeild-
ar Alþýðusambands Íslands um
þróun á skattbyrði launafólks hef-
ur skattbyrði aukist í öllum tekju-
hópum á tímabilinu frá 1998-2016
en aukningin er langmest hjá þeim
tekjulægstu. Skoðað var samspil
tekjuskatts, útsvars og persónu-
afsláttar auk barna- og vaxtabóta.
Fram kemur að t.d. skattbyrði para
á lágmarkslaunum með tvö börn
og lágmarks eigið fé í húsnæði
(20%) í heildina hefur aukist um
21 prósentustig á umræddu tíma-
bili. Munurinn á skattbyrði tekju-
lægstu hópanna og þeirra tekju-
hærri hefur því minnkað og dreg-
ið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki
skattkerfisins. Kaupmáttaraukn-
ing síðustu ára hefur þannig síður
skilað sér til launafólks með lægri
tekjur en þeirra tekjuhærri vegna
vaxandi skattbyrði.
Samkvæmt skýrslu ASÍ má rekja
þessa þróun til eftirfarandi
þátta:
Persónuafsláttur hefur ekki fylgt
launaþróun sem hefur aukið skatt-
byrði lægri launa mest.
Stuðningur vaxtabótakerfisins
hefur minnkað verulega á tíma-
bilinu og fækkað í þeim hópi sem
fær greiddar vaxtabætur vegna
tekju og eignaskerðinga. Tekjulágt
barnafólk með lágmarks eigið fé
(20%) í húsnæði sínu fær í dag lít-
inn sem engan stuðning í gegnum
vaxtabótakerfið.
Íslenska barnabótakerfið er veikt
og dregur eingöngu úr skattbyrði
einstæðra foreldra og allra tekju-
lægstu para. Pör með börn sem
hafa tekjur við neðri fjórðungs-
mörk fá nánast enga skattaívilnun
vegna framfærslu barna og hafa
því nánast sömu skattbyrði og þeir
sem engin börn hafa á framfæri.
Húsaleigubótakerfið hefur þró-
ast með sama hætti og önnur til-
færslukerfi og því hefur dregið úr
stuðningi við launafólk á leigu-
markaði. Nýtt húsnæðisbótakerfi
bætir nokkuð hag láglauna ein-
staklinga og einstæðra foreldra
á leigumarkaði en láglauna pör
fá eftir sem áður lítinn eða engan
stuðning vegna leigukostnaðar.
mm
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ráðherra skipar starfshóp
Ég er nógu gamall til að muna vel eftir bresku þáttunum Já ráðherra sem
sýndir voru í Ríkissjónvarpinu við gríðarlegar vinsældir á níunda áratugn-
um. Líklega eru þættirnir það besta af ýmsu góðu sem Bretar hafa fram-
leitt fyrir sjónvarp. Um gamanádeilu var að ræða, þó með alvarlegum und-
irtón, enda höggvið nærri raunveruleikanum. Sagt var frá lífi og starfi ráð-
herra og aðstoðarmanns hans, sem sigldu saman pólitískan ólgusjó. Í þátt-
unum vindur hinn útsmogni ráðuneytisstjóri ráðherranum sífellt um fing-
ur sér. En hví skyldi ég rifja þetta upp nú? Jú, kannski vegna þess að bresku
þættirnir minna svo óþægilega á íslenskan raunveruleika. Hversu oft heyr-
um við ekki íslenskan ráðherra segja eitthvað á þessa leið: „Já, ég lít málið
mjög alvarlegum augum og hef ákveðið að skipa starfshóp til að kafa ofan í
það.“ Eða nefnd, eða fjölskipaðan hóp, eða ráð... Í framhaldinu er svo ráðu-
neytisstjórinn eða handbendi hans fenginn til að stýra starfshópnum. Næst
þegar þið heyrið íslenskan ráðherra segja eitthvað í þessa veru, skora ég á
ykkur að kveikja á tímamælinum og slökkva ekki á honum aftur fyrr en við-
komandi starfshópur, nefnd, eða vinnuhópur hefur lokið meintu ætlunar-
verki sínu. Gætið þess bara að batteríið í skeiðklukkunni þarf að geta dug-
að í nokkra áratugi.
Staðreyndin er nefnilega sú að þegar íslenskur ráðherra segist ætla að
skipa starfshóp eða nefnd er það vegna þess að hann hefur ekki kjark, vilja
eða getu til að taka á málinu. Ég ætla að nefna dæmi. Á þeim tveimur ára-
tugum sem ég hef starfað við fjölmiðlun hafa ráðherrar menntamála eða
flokkar þeirra skipað á að giska tíu vinnuhópa, nefndir, eða ráðgjafarteymi
til að fjalla um vanda íslenskra fjölmiðla. Allir vita að íslenskir fjölmiðlar
eru á heljarþröminni, allir sem einn. Flestir sem enn hanga ofan moldu eru
þar vegna þess að á bak við þá eru borgandi hagsmunaöfl sem eru tilbúin
til að greiða tapið til að þeir geti skapað sér rými í umræðu líðandi stundar
og viðhaldið með þeim hætti tilteknum völdum. Aldrei í þessum tíu til-
fellum nefnda og ráðgjafarhópa um vanda fjölmiðla hefur viðkomandi ráð-
herra ætlað sér að lyfta svo mikið sem litla putta til að bæta stöðu þeirra.
Það hefur nefnilega aldrei staðið til að tryggja fjárhagslegt frelsi einkarek-
inna fjölmiðla, því þá hefðu þeir t.d. slagkraft til að kafa ofan í óráðsíu hins
opinbera. Hins vegar hefur skipun þessara tíu nefnda og starfshópa kost-
að íslenska skattborgara tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Sambærileg
dæmi um nefndir í kringum fjölmiðla mætti nefna mál á borð við vegagerð
um Teigsskóg, vanda sauðfjárræktar, gjaldmiðilsmál, jöfnun lífskjara, stöðu
bókaútgáfu og fleira. Ýmislegt sem aldrei á neinum tímapunkti hefur staðið
til að breyta. Nei, þvert á móti er málum drepið á dreif í stofnunum, ráðu-
neytum og starfshópum. Tilgangur helgar meðalið svo lengi sem það þjón-
ar peningaöflunum eða hagsmunaöflum Flokksins.
Ég fór að velta þessum málum fyrir mér í framhaldi orða fráfarandi þing-
konu Bjartrar framtíðar sem boðaði um helgina brotthvarf sitt af Alþingi
eftir tæplega árs veru þar. Sú ætlar frekar að fara alfarið í sveitarstjórnar-
pólitíkina í Kópavogi, því þar er svo gott að búa. Ergó, hún nennir þess-
um þingstörfum ekki, sér ekki tilganginn með þeim. Þessi þingkona nefnir
sem ástæðu brotthvarfs síns af þingi að almennir þingmenn séu valdalausir
málfundafélagar sem gangi ekkert að koma málum sínum í gegnum þingið.
Flest þingmál, sem hljóta brautargengi, koma úr ráðuneytum í gegnum rík-
isstjórn, segir fráfarandi þingkonan. Hún er með beinum hætti að segja að
það er ekki löggjafarvaldið og alls ekki framkvæmdavaldið sem ræður för,
heldur embættismannavaldið. Hinn ósýnilegi hópur „tveggja jakka fólks-
ins“ sem kostar þjóðarbúið meira en það hefur ráð á að borga.
Í ljósi orða þingkonunnar hlýt ég að spyrja; hver er munurinn á íslensk-
um raunveruleika og innihaldi bresku þáttanna um Já ráðherra? Svarið
virðist liggja nokkuð ljóst fyrir.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Skattbyrði launafólks hefur aukist
mikið á tveimur áratugum
Alla miðvikudaga í september mun
Ferðafélag Íslands standa fyrir lýð-
heilsugöngum um allt land. Göng-
urnar eru hluti af afmælisdagskrá
FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á
árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00
alla miðvikudaga og verða vítt og
breitt um landið, sú fyrsta 6. sept-
ember.
Samkvæmt upplýsingum frá
FÍ verða göngur í Stykkishólmi,
Grundarfirði, Borgarbyggð og
Akranesi. Enn er beðið nánari upp-
lýsinga um tímasetningar á þessum
stöðum, en fólk er hvatt til að taka
miðvikudagana frá. Um er að ræða
fjölskylduvænar göngur sem taka
u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangurinn
með verkefninu er að hvetja fólk á
öllum aldri til útivistar og hreyfing-
ar í góðum félagsskap og efla þar
með heilsu sína og lífsgæði.
Allar upplýsingar um göngustaði
og gönguleiðir verða settar inn á
heimasíðu verkefnisins www.fi.is/
lydheilsa jafn harðan og þær liggja
fyrir. Þar gefst almenningi einnig
kostur á að skrá sig í lukkupott sem
dregið verður úr í október og geta
heppnir göngugarpar hreppt glæsi-
lega vinninga. Bæklingi er jafnframt
dreift inn á öll heimili í landinu auk
þess sem hægt er að finna verkefnið
á Facebook undir „Lýðheilsugöng-
ur Ferðafélags Íslands“.
„Reimið á ykkur gönguskóna,
komið út að ganga á miðvikudögum
í september og njótum náttúrunnar
í sameiningu. Þátttaka er ókeyp-
is og allir hjartanlega velkomnir,“
segir í tilkynningu frá Ferðafélagi
Íslands.
-fréttatilk.
Lýðheilsugöngur Ferðafélags
Íslands í flestum sveitarfélögum
Frá göngu FÍ á Úlfarsfell
Næstkomandi sunnudag klukkan
14:00 verður síðasta messa sum-
arsins í Reykholtskirkju, Höfuð-
dagsmessa. Við messugjörðina
mun Umbra Ensemble, sem fæst
við ævaforna og nýja tónlist, sjá
um tónlistarflutning. Flutt verða
verk eftir Hildigerði af Bingen
(1098 - 1179) ásamt öðru.
Að sögn séra Geirs Waage sókn-
arprests var Hildigerður von Bin-
gen abbadís af Benediktsreglu,
dulpekingur og tónskáld, ráð-
gjafi fursta og konunga. „Hún rit-
aði um læknisfræði, lífeðlisfræði
og stjórnmál auk guðfræðinnar.
Heilög Hildigerður er ögn yngri
samtíðarmaður Þorláks Runólfs-
sonar, þriðja Skálholtsbyskups-
ins, (1086 - 1133) sem vígður var
einn byskupa til Reykholts, því Ís-
leifur var enn á lífi í Skálholti. Á
manndómsárum þeirra voru prest-
ar í Reykholti Magnús Þórðarson
og Sölvi Magnússon, afi og faðir
Páls Sölvasonar, sem margir minn-
ast vegna deilna þeirra Hvamms-
Sturlu, föður Snorra. Er ekki ólík-
legt, að Umbra nái að laða fram
anda þessara fornu tíða með söng
sínum,“ segir séra Geir.
Umbru konur eru tónlistarmenn
að atvinnu. Þær hafa skapað sinn
eigin hljóðheim, sem hefur forn-
an blæ og spila bæði nýja og gamla
tónlist í eigin útsetningu.
mm
Óvenjulegur tónlistarflutningur
í síðustu messu sumarsins
Umbra Ensemble fæst við ævaforna og nýja tónlist.