Skessuhorn - 30.08.2017, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 20176
Baulan seld
BORGARFJ: Hjónin Krist-
berg Jónsson og Sigrún Tóm-
asdóttir hafa selt allt hlutafé í
veitingastaðnum og verslun-
inni Baulunni í Stafholtstung-
um. Kaupendur eru félagið
Vestur 26 ehf. sem er í eigu
þriggja einstaklinga á höfuð-
borgarsvæðinu. Söluverð er
trúnaðarmál. Afhending eigna
og rekstrar fer fram næstkom-
andi föstudag, 1. september.
Sigrún og Kristberg hafa rek-
ið Bauluna í rúm 18 ár og hafa
viðskiptin þar aukist jafnt og
þétt á liðnum árum. -mm
Byggðarráð lýsir
áhyggjum
BORGARBYGGÐ: „Byggðar-
áð Borgarbyggðar lýsir miklum
áhyggjum yfir boðaðri lækkun á
afurðaverði til sauðfjárbænda á
komandi sláturtíð,“ segir í bók-
un sem ráðið samþykkti á fundi
sínum síðastliðinn fimmtu-
dag. Þá segir: „Haustið 2015
var vegið meðalafurðaverð til
bænda um 600 kr./kg. Haust-
ið 2016 lækkaði afurðaverð til
sauðfjárbænda um ríflega 10%
og var vegið meðalverð um 538
kr./kg. Haustið 2017 eru enn
boðaðar verðlækkanir, allt að
35%, og gangi þær spár eftir
mun afurðaverð falla niður í um
350 kr./kg. Sauðfjárrækt er þýð-
ingarmikill hluti af búrekstri og
búsetu í sveitarfélaginu. Borgar-
byggð er eitt af fjárflestu sveit-
arfélögum landsins. Því skiptir
miklu máli að við fyrrgreindri
þróun sé brugðist af stjórnvöld-
um af ábyrgð og raunsæi. Fyrir-
sjánlegar verðlækkanir á afurða-
verði til bænda munu leiða af
sér mikið tekjutap fyrir bændur
og víða getur skapast forsendu-
brestur fyrir áframhaldandi bú-
rekstri. Sérstaklega munu ung-
ir skuldsettir bændur verða illa
úti við þessar aðstæður. Byggð-
arráð Borgarbyggðar skorar
á ráðherra landbúnaðarmála,
ráðherra byggðamála, forystu
bænda, afurðastöðvar og aðra
hlutaðeigandi að leggja sig alla
fram til að leysa þá grafalvarlegu
stöðu sem upp er komin varð-
andi verðlagningu og afsetn-
ingu sauðfjárafurða.“ -mm
Upplýsingasíða
um dýravakt
LANDIÐ: Matvælastofnun
hefur tekið í notkun nýja Fés-
bókarsíðu undir yfirskriftinni
„Dýravakt Matvælastofnunar.“
Tilgangur síðunnar er að skapa
gagnvirkan vettvang til að miðla
upplýsingum um heilbrigði
og velferð dýra milli Matvæla-
stofnunar, dýraeigenda og al-
mennings, annars vegar með
upplýsingagjöf frá stofnuninni
til dýraeigenda um dýravelferð-
armál og hins vegar með upp-
lýsingagjöf frá almenningi til
Matvælastofnunar þegar grun-
ur leikur á illri meðferð á dýr-
um. -mm
Stýrivextir verða
áfram 4,5%
LANDIÐ: Peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands ákvað í síð-
ustu viku að halda stýrivöxt-
um óbreyttum, eða 4,5% af sjö
daga bundnum innlánum. „út-
lit er fyrir að hagvöxtur í ár
verði hraður eins og á síðasta
ári en nokkru hægari en spáð
var,“ segir í yfirlýsingu pen-
ingastefnunefndar. „Hagvöxt-
urinn er einkum drifinn af vexti
ferðaþjónustu og einkaneyslu
auk þess sem útlit er fyrir slök-
un í aðhaldi opinberra fjármála
í ár.“ Þá segir að verðbólga sé
hafi verið lítið eitt minni á öðr-
um fjórðungi ársins en spáð var
í maí. Hún mældist 1,8% í júlí
og hafði aukist úr 1,5% í júní.
„Undirliggjandi verðbólga virð-
ist hins vegar hafa haldið áfram
að minnka.“ Gengi krónunnar
hefur lækkað en það er þó enn
tæplega 8% hærra en á sama
tíma í fyrra. Loks segir: „Að-
haldsstig peningastefnunnar á
komandi misserum mun ráðast
af framvindu efnahagsmála og
annarri hagstjórn.“ -mm
Kviknaði í lyftara
á Grundartanga
HVALFJ.SV: Slökkvilið Akra-
ness og Hvalfjarðarsveitar var
kallað út að Grundartanga á
þriðja tímanum á miðvikudag-
inn síðasta. Eldur var í lyft-
ara í húsakynnum fyrirtækis-
ins Kratus. Þráinn Ólafsson,
slökkviliðsstjóri, segir að engin
slys hafi orðið á fólki og var að
mestu búið að slökkva eldinn í
lyftaranum þegar slökkviliðs-
menn bar að garði. Lyftarinn
var dreginn út og hann kældur
niður áður en slökkviliðið hélt
heim á leið að nýju. -bþb
Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu
Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykja-
vík er illa farið af rakaskemmdum
og mjög dýrt að gera við það. Mygla
finnst í húsinu og er starfsemi ein-
ungis í hluta þess í dag. Málið var
tekið fyrir á stjórnarfundi OR í
vikubyrjun þar sem ýmsum mögu-
leikum var velt upp í afleitri stöðu.
Ákvörðun um aðgerðir liggur hins
vegar ekki fyrir.
Í september árið 2015 urðu starfs-
menn OR varir við rakaskemmdir á
innanverðum útveggjum svokallaðs
Vesturhúss á Bæjarhálsi. Mat á eðli
og umfangi skemmdanna leiddi í
ljós að þær eru ekki bundnar við
ákveðin svæði í húsinu heldur eru
allir útveggir skemmdir. Vegna
myglu fluttu starfsmenn yfir í aðra
hluta bygginganna enda eru önn-
ur hús OR á lóðinni sögð í ágætu
ástandi. Þau eru öll byggð með
öðrum hætti en Vesturhúsið sem
stendur autt. Tilraunaviðgerð hófst
um mitt ár 2016 og nemur áfall-
inn kostnaður vegna viðgerða 460
milljónum króna. Í júnímánuði síð-
astliðnum lá fyrir mat á árangri til-
rauna til viðgerða og síðan hafa val-
kostir um framhaldið verið kannað-
ir, segir í fréttatilkynningu frá OR.
Valkostirnir
Sex leiðir hafa verið skoðaðar til
lausnar sem skipta má í lagfær-
ingu eða endurbyggingu útveggja,
að klæða húsið hlífðarkápu eða rífa
það að hluta. Ljóst er að allar þær
leiðir sem færar eru taldar kosta
gríðarlegar fjárhæðir, eða frá 1,5
til 3 milljarða króna. Dýrasta leiðin
væri að rífa húsið og byggja annað á
grunni þess. Hálfan annan milljarð
er áætlað að kosti að lagfæra veggi
með varanlegum hætti.
Orkuveitan hefur farið þess á
leit við Héraðsdóm Reykjavík-
ur að dómkvaddur matsmaður
verði fenginn til að meta ástæður
skemmdanna og tjónið af þeim.
Niðurstaðan verður grunnur að
því að meta lagalega stöðu OR en
í varúðarskyni reiknar fyrirtækið
ekki með bótum í kostnaðaráætl-
unum. Bjarni Bjarnason, forstjóri
OR, segir tíðindin vond: „Við verð-
um þó að takast á við þann veru-
leika sem við okkur blasir. Okkur
liggur ekki á að ákveða okkur og
getum þess vegna gefið okkur tíma
í gott samtal um hvernig er best að
ráða fram úr stöðunni. Vesturhús-
ið stendur autt í dag og það truflar
ekki grunnþjónustu við viðskipta-
vini,“ segir Bjarni.
Sorgarsaga
Hús Orkuveitu Reykjavíkur hefur
frá fyrstu tíð verið umdeild bygg-
ing. Hönnun var dýr og bygg-
ingin óhagkvæm þar sem rými er
illa nýtt. Íburður er meiri en eðli-
legt má telja í opinberri stofnun.
Fram hefur komið að Orkuveitan
seldi fjárfestum húsið eftir að fyr-
irtækið varð nánast gjaldþrota eft-
ir bankahrunið, en tók húsið jafn-
framt á langtímaleigu með ákvæði
um að sjá um viðhald þess. Þann-
ig má segja að bygging hússins,
eignarhald, viðhaldssamningur og
ástand þess í dag hafi verið og sé
ein samfelld sorgarsaga fyrir eig-
endurnar; skattborgara og notend-
ur þjónustunnar á starfssvæðinu,
sem er Reykjavíkurborg, Akranes-
kaupstaður og Borgarbyggð. mm
Fréttaskýring:
Orkuveituhúsið við Bæjarháls þungur
baggi sem ekki sér fyrir endann á
Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur er illa farið ef ekki ónýtt. Kostnaður við viðgerð þess er áætlaður að lágmarki
1,5 milljarður króna, en það er áætlað að það myndi kosta þrjá milljarða að rífa húsið og byggja annað á grunninum.