Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 201712
Auka aðalfundi Landssamtaka
sauðfjárbænda, sem boðað hafði
verið til síðastliðinn föstudag, var
frestað daginn áður. Var það gert
í ljósi boðaðra tillagna stjórnvalda
að lausn vanda sauðfjárbænda.
„Landssamtök sauðfjárbænda (LS)
hafa verið í viðræðum við stjórn-
völd frá því í mars um stöðu grein-
arinnar og yfirvofandi verðfall til
bænda. Í þeim viðræðum hafa LS
ásamt Bændasamtökum Íslands
lagt fram heildstæðar tillögur að
lausn vandans sem miða að því að
koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbú-
skap á Íslandi og styrkja greinina til
framtíðar,“ segir í tilkynningu frá
Landssamtökum sauðfjárbænda. Í
upphafi síðustu viku bárust fyrstu
raunverulegu viðbrögð stjórnvalda
við tillögunum LS og BÍ. Fulltrúar
atvinnuvegaráðuneytisins boðuðu
að endanlegar útfærslur á þeirra til-
lögum yrðu tilbúin í lok vikunn-
ar þannig að hægt yrði að kynna
þær á auka aðalfundi LS föstudag-
inn 25. ágúst. Á miðvikudag bár-
ust hins vegar þau skilaboð frá at-
vinnuvegaráðuneytinu að tillög-
urnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um
miðja þessa viku og því ekki hægt
að kynna þær á fundinum. Það var
því ljóst að boðaður auka aðalfund-
ur á föstudag myndi ekki geta tek-
ið afstöðu til tillagna stjórnvalda og
því var ákveðið að fresta auka aðal-
fundi þar til boðaðar tillögur liggja
fyrir.
„Tillögurnar eins og þær hafa
verið kynntar LS eru spor í rétta átt
en samtökin telja þær ekki ganga
nógu langt til að leysa vandann
eins og þær líta út í dag. Sauðfjár-
bændur hafa fundið fyrir auknum
skilningi undanfarna daga og ljóst
er að margir hafa áhyggjur af stöðu
greinarinnar. Meðal annars hafa
margar sveitarstjórnir ályktað um
málið og fjölmiðlar sýna því vax-
andi áhuga. Enn skortir þó á skiln-
ing stjórnvalda til þess að aðgerð-
irnar sem ráðast þarf í hafi þann
styrk að leysa málið til frambúðar.
Það þarf að breytast,“ segir í til-
kynningu frá LS.
mm
Flestir sýna stöðu sauð-
fjárbænda aukinn skilning
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
lýst áhyggjum sínum af stöðu sauð-
fjárræktar vegna boðaðrar lækkun-
ar á afurðaverði til bænda á kom-
andi sláturtíð. Eftirfarandi bók-
un var samþykkt á síðasta sveitar-
stjórnarfundi hinn 22. ágúst:
„Sveitarstjórn Dalabyggðar lýs-
ir yfir þungum áhyggjum af stöðu
sauðfjárræktar og áhrifum tekju-
samdráttar á bændur og samfé-
lagið allt en sauðfjárrækt er meg-
inatvinnugrein íbúa Dalabyggðar.
Boðuð lækkun afurðaverðs veld-
ur forsendubresti í rekstri marga
sauðfjárbúa og mun hafa alvarleg
áhrif á aðra starfsemi í sveitarfé-
laginu. Dalabyggð hefur glímt við
fólksfækkun til margra ára og má
ekki við frekari samdrætti. Sveitar-
stjórn Dalabyggðar skorar á ráð-
herra landbúnaðarmála og byggða-
mála, þingmenn kjördæmisins og
samtök bænda, að beita sér fyrir
því að málefni sauðfjárbænda verði
leyst með farsælum hætti.“
Lækkun um
160 milljónir
Í minnisblaði frá Rannsóknarmið-
stöð landbúnaðarins, sem lagt var
fram á fundinun, eru áhrif lækk-
unar afurðaverðs á tekjur sauð-
fjárbænda í Dölum útlistaðar.
Þar kemur fram að vetrarfóðrað-
ar kindur voru tæplega 29 þúsund
talsins í sveitarfélaginu öllu síðast-
liðinn vetur. Búfjáreigendur voru
91. Því má búast við umtalsverðri
tekjulækkun til bænda í Dölum
vegna lækkaðs afurðaverðs, eins
og segir í minnisblaðinu: „Verð-
mæti innleggs í Dalabyggð haust-
ið 2015 var 402 millj. kr., haust-
ið 2016 392,6 millj. kr. og áætlað
haustið 2017 242 millj. kr. Áætluð
tekjulækkun m.v. afurðaverð er því
160 millj. kr. í Dalabyggð.“
kgk
Horft fram á gríðarlegt tekju-
tap sauðfjárbænda í Dölum
Frá Skerðingsstaðarétt í Dölum. Ljósm. úr safni; bae.
Bændablaðið hefur birt árlegt
yfirlit sitt um fjár- og stóðrétt-
ir í haust. „Listinn er unninn með
þeim hætti að leitað er til sveitar-
félaga um upplýsingar. Víða hafa
bændur og ráðunautar lagt hönd á
plóg, en þó er tekið fram í frétt Bbl.
að á nokkrum stöðum eru gloppur
í listanum þar sem umbeðnar upp-
lýsingar hafa ekki borist frá heima-
mönnum.
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit
sunnudaginn 17. sept.
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf.
laugardaginn 23. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr.
sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00,
seinni réttir sun. 24. sept.
Brekkurétt í Saurbæ, Dal.
sunnudaginn 17. sept.
Eyrarrétt í Reykhólahreppi
laugardaginn 9. sept.
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal.
sunnudaginn 17. sept. Kl. 14.00,
seinni réttir sun. 1. okt.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd,
Dal. laugardaginn 16. sept.
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr.
lau. 9. sept. og sun. 10. sept., seinni
réttir lau. 23. sept.
Fróðárrétt í Fróðárhreppi
laugardaginn 16. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal.
sunnudaginn 17. sept.
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf.
laugardaginn 23. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr.
þriðjudaginn 12. sept. kl. 10.00,
seinni réttir mán. 25. sept.
Grundarrétt í Reykhólahreppi
föstudaginn 22. sept.
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf.
laugardaginn 16. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr.
mánudaginn 11. sept. kl. 9.00,
seinni réttir sun. 24. sept.
Hornsrétt í Skorradal, Borg.
sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00,
seinni réttir lau. 23. sept.
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð
mánudaginn 25. sept. kl. 10.00
Hrafnkelsstaðarétt í Grundar-
firði laugardaginn 16. sept. kl.
16.00.
Kaldárbakkarétt í Kolbeinsst.hr
sunnudaginn 3. sept. kl. 11.00,
seinni réttir sun. 24. sept.
Kinnarstaðarétt í Reykhóla-
hreppi sunnudaginn 24. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal.
laugardaginn 16. sept., seinni réttir
30. sept.
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf.
laugardaginn 23. sept.
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólahr.
laugardaginn 23. sept.
Langholtsrétt í Eyja- og Miklah.hr.
mánudaginn 18. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal.
laugardaginn 9. sept.
Mýrar í Grundarfirði
laugardaginn 16. sept. kl. 16.00
Mýrdalsrétt í Hnappadal
þriðjudaginn 19. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr.
laugardaginn 2. sept.
Núparétt í Melasveit, Borg.
sunnudaginn 10. sept. kl. 13.00,
seinni réttir lau. 23. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal
miðvikudaginn 6. sept. kl. 9.00,
seinni réttir sun. 1. okt.
Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf.
laugardaginn 16. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, Dal.
föstudaginn 29. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg.
sunnudaginn 17. sept. kl. 10.00,
seinni réttir sun. 1. okt.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg.
laugardaginn 23. sept., seinni réttir
lau. 30. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal.
sunnudaginn 17. sept., seinni rétt 1.
okt.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit
sunnudaginn 17. sept. kl 11.00,
seinni réttir sun. 1. okt. kl. 13.00.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str.
sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00,
seinni réttir sun. 1. okt.
Svignaskarðsrétt í Borgarf.
mánudaginn 11. sept. kl. 10.00,
seinni réttir mán. 25. sept.
Tungurétt á Fellsströnd, Dal.
laugardaginn 16. sept.
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr
sunnudaginn 17. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð
mánudaginn 11. sept. kl. 7.00,
seinni réttir mán. 25. sept.
Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi
laugardaginn 16. sept.
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf.
laugardaginn 23. sept.
Birti með fyrirvara um villur/mm
Fjárréttir á Vesturlandi haustið 2017
Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðarhreppi.
Horft yfir Þverárrétt í Þverárhlíð. Ljósm. Guðni Páll Sæmundsson.